Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2022 07:47 Elon Musk er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla. AP Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. BBC segir frá því að til hafi staðið að Musk, sem er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, tæki sæti í stjórninni síðasta laugardag, en Agrawal greindi svo frá því í dag að það myndi ekki gerast eftir allt saman. Agrawal sagði að þrátt fyrir það myndi stjórn Twitter áfram hlusta á það sem Musk hefði að segja um félagið, þrátt fyrir að hann sæti ekki formlega í sjálfri stjórninni. Agrawal segir þetta fyrirkomulag vera fyrir bestu. Elon has decided not to join our board. I sent a brief note to the company, sharing with you all here. pic.twitter.com/lfrXACavvk— Parag Agrawal (@paraga) April 11, 2022 Musk keypti um 73 milljónir hluta í Twitter fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala í upphafi síðustu viku. Á hann nú 9,2 prósenta hlut, eða um fjórum sinnum meira en Jack Dorsey, stofnandi miðilsins. Bréf í Twitter hækkuðu um 27 prósent síðasta mánudag, eftir að tilkynnt var um kaup Musks í félaginu. Twitter Bandaríkin Tesla SpaceX Tengdar fréttir Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
BBC segir frá því að til hafi staðið að Musk, sem er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, tæki sæti í stjórninni síðasta laugardag, en Agrawal greindi svo frá því í dag að það myndi ekki gerast eftir allt saman. Agrawal sagði að þrátt fyrir það myndi stjórn Twitter áfram hlusta á það sem Musk hefði að segja um félagið, þrátt fyrir að hann sæti ekki formlega í sjálfri stjórninni. Agrawal segir þetta fyrirkomulag vera fyrir bestu. Elon has decided not to join our board. I sent a brief note to the company, sharing with you all here. pic.twitter.com/lfrXACavvk— Parag Agrawal (@paraga) April 11, 2022 Musk keypti um 73 milljónir hluta í Twitter fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala í upphafi síðustu viku. Á hann nú 9,2 prósenta hlut, eða um fjórum sinnum meira en Jack Dorsey, stofnandi miðilsins. Bréf í Twitter hækkuðu um 27 prósent síðasta mánudag, eftir að tilkynnt var um kaup Musks í félaginu.
Twitter Bandaríkin Tesla SpaceX Tengdar fréttir Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30