„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2022 14:00 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segist ekki skilja málflutning listakvennanna sem að verkinu standa í þessu máli. Snæfellsbær/Vísir/Arnar Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að unnið sé að því að finna lausn á málinu. „Við töluðum saman í morgun, við Sunna. Við erum enn að reyna að finna lausn á þessu,“ segir Kristinn. Sunna segist sjálf vera reglulegu sambandi bæði við listakonurnar sem að verkinu standa og sömuleiðis Kristin. „En listaverkið er hér ennþá fyrir utan,“ segir Sunna. Hún sagði í samtali við fréttastofu á laugardaginn að reynt sé að leysa málið í sameiningu og að verkinu hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Kalla verk Ásmundar „rasískt“ Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að listaverk þeirra – geimflaug með styttuna af Guðríði innanborðs – vera nýtt verk sem þær hafi nefnt „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Bryndís sagði að með því að setja styttuna í geimflaugina vilji listakonurnar spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. Ásmundur Sveinsson nefndi styttuna „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ en hún var gerð í tengslum við Heimssýninguna í New York árið 1940. Steinunn sagðist fagna því að „þetta rasíska verk“ væri loks komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn. Gera sögu Guðríðar hátt undir höfði Kristinn, sem á sæti í Guðríðar- og Laugarbrekkuhópnum sem stóð að því að koma styttunni fyrir á Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar, segir að með því að koma styttunni fyrir þar hafi hópurinn verið að reyna að gera sögu Guðríðar hátt undir höfði. Og sögu kvenna. „Árið 2000 voru þúsund ár liðin frá ferð Guðríðar og fleiri vestur og við vildum minnast þess hérna á Snæfellsnesi og þá sérstaklega okkar víðförlu konu sem var Guðríður Þorbjarnardóttir. Hún fór yfir átta úthöf, gekk síðan suður alla Evrópu til Rómar. Við vildum minnast afreka þessarar konu. Sögu kvenna hefur heldur ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Það er fyrst og fremst það sem við vildum gera – að hefja hennar sögu til vegs og virðingar, sem konu. Þar sem það hafa líka verið karlar sem hafa skrifað söguna, um karla. Hvað styttan heitir, við vorum ekkert að spá í því.“ Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna í þessu máli. „Mér finnst þetta jafn skynsamlegt og ef Yrsa Sigurðardóttir myndi taka bók eftir Arnald Indriðason, endurskrifa bók eftir hann vegna þess að hún væri ekki ánægð með hvernig Arnaldur hefði skrifað söguna. Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks og tjáningu, en líka eignarrétti og því sem fólk er að gera,“ segir Kristinn. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Söfn Myndlist Reykjavík Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Kristinn segir í samtali við fréttastofu að unnið sé að því að finna lausn á málinu. „Við töluðum saman í morgun, við Sunna. Við erum enn að reyna að finna lausn á þessu,“ segir Kristinn. Sunna segist sjálf vera reglulegu sambandi bæði við listakonurnar sem að verkinu standa og sömuleiðis Kristin. „En listaverkið er hér ennþá fyrir utan,“ segir Sunna. Hún sagði í samtali við fréttastofu á laugardaginn að reynt sé að leysa málið í sameiningu og að verkinu hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Kalla verk Ásmundar „rasískt“ Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að listaverk þeirra – geimflaug með styttuna af Guðríði innanborðs – vera nýtt verk sem þær hafi nefnt „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Bryndís sagði að með því að setja styttuna í geimflaugina vilji listakonurnar spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. Ásmundur Sveinsson nefndi styttuna „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ en hún var gerð í tengslum við Heimssýninguna í New York árið 1940. Steinunn sagðist fagna því að „þetta rasíska verk“ væri loks komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn. Gera sögu Guðríðar hátt undir höfði Kristinn, sem á sæti í Guðríðar- og Laugarbrekkuhópnum sem stóð að því að koma styttunni fyrir á Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar, segir að með því að koma styttunni fyrir þar hafi hópurinn verið að reyna að gera sögu Guðríðar hátt undir höfði. Og sögu kvenna. „Árið 2000 voru þúsund ár liðin frá ferð Guðríðar og fleiri vestur og við vildum minnast þess hérna á Snæfellsnesi og þá sérstaklega okkar víðförlu konu sem var Guðríður Þorbjarnardóttir. Hún fór yfir átta úthöf, gekk síðan suður alla Evrópu til Rómar. Við vildum minnast afreka þessarar konu. Sögu kvenna hefur heldur ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Það er fyrst og fremst það sem við vildum gera – að hefja hennar sögu til vegs og virðingar, sem konu. Þar sem það hafa líka verið karlar sem hafa skrifað söguna, um karla. Hvað styttan heitir, við vorum ekkert að spá í því.“ Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna í þessu máli. „Mér finnst þetta jafn skynsamlegt og ef Yrsa Sigurðardóttir myndi taka bók eftir Arnald Indriðason, endurskrifa bók eftir hann vegna þess að hún væri ekki ánægð með hvernig Arnaldur hefði skrifað söguna. Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks og tjáningu, en líka eignarrétti og því sem fólk er að gera,“ segir Kristinn.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Söfn Myndlist Reykjavík Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56