Vilja forgang á framkvæmdir svo hægt sé að losna við Baldur fyrir fullt og allt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 12:58 Baldur er kominn til ára sinna. Vísir/Sigurjón Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur telja að ástand ferjunnar Baldurs, sem sveitarfélögin nefna að sé ömurlegt, sýni nauðsyn þess að Herjólfur III leysi ferjuna af án tafar. Fjallað var um ástand Baldurs í Kveik á RÚV í gær þar sem fyrrverandi skipaeftirlitsmaður skoðaði meðal annars skipið. Sást meðal annars að búið var að gera gat á síðu skipsins og útbúa lúgu, sem á að auðvelda áhöfn að hreinsa þilfarið. Í umfjöllun Kveiks var farið yfir sögu Baldurs, sem smíðað var árið 1979 og sigldi lengst af við Noregsstrendur. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna tveggja segir að þau hafi ítrekað bent á að Baldur, sem siglir á milli Stykkishóls og Brjánslæks, uppfylli ekki þá öryggisþætti og aðbúnað sem krafa er gerð um að nútímaferja uppfylli. „Öryggi farþega og áhafnar er stefnt í hættu alla daga og krefjast sveitarfélögin þess að samstundis verði brugðist við og ráðstafanir gerðar.“ Í Kveik kom fram að verið væri að hefja hönnunn á nýrri ferju, sem gæti verið tilbúin eftir fimm ár. Sveitarfélögin fagna því en telja jafn fram nauðsynlegt að ráðast þurfi í framkvæmdir á ekjubrúm á Stykkishólmi og Brjánslæk svo gamli Herjólfur geti siglt þar á milli, eins og stefnt er að á haustmánuðum 2023. „Eins og öllum ætti að vera ljóst sem sáu umfjöllun Kveiks er ekki hægt að draga úrbætur svo lengi og er algjörlega nauðsynlegt að Herjólfur III leysi Baldur af án tafar. Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum krefjast þess að nauðsynlegar framkvæmdir verði settar í algjöran forgang og farið verði af stað með þær strax svo hægt verði að leggja núverandi ferju fyrir fullt og allt.“ Samgöngur Tálknafjörður Vesturbyggð Snæfellsbær Ferjan Baldur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fjallað var um ástand Baldurs í Kveik á RÚV í gær þar sem fyrrverandi skipaeftirlitsmaður skoðaði meðal annars skipið. Sást meðal annars að búið var að gera gat á síðu skipsins og útbúa lúgu, sem á að auðvelda áhöfn að hreinsa þilfarið. Í umfjöllun Kveiks var farið yfir sögu Baldurs, sem smíðað var árið 1979 og sigldi lengst af við Noregsstrendur. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna tveggja segir að þau hafi ítrekað bent á að Baldur, sem siglir á milli Stykkishóls og Brjánslæks, uppfylli ekki þá öryggisþætti og aðbúnað sem krafa er gerð um að nútímaferja uppfylli. „Öryggi farþega og áhafnar er stefnt í hættu alla daga og krefjast sveitarfélögin þess að samstundis verði brugðist við og ráðstafanir gerðar.“ Í Kveik kom fram að verið væri að hefja hönnunn á nýrri ferju, sem gæti verið tilbúin eftir fimm ár. Sveitarfélögin fagna því en telja jafn fram nauðsynlegt að ráðast þurfi í framkvæmdir á ekjubrúm á Stykkishólmi og Brjánslæk svo gamli Herjólfur geti siglt þar á milli, eins og stefnt er að á haustmánuðum 2023. „Eins og öllum ætti að vera ljóst sem sáu umfjöllun Kveiks er ekki hægt að draga úrbætur svo lengi og er algjörlega nauðsynlegt að Herjólfur III leysi Baldur af án tafar. Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum krefjast þess að nauðsynlegar framkvæmdir verði settar í algjöran forgang og farið verði af stað með þær strax svo hægt verði að leggja núverandi ferju fyrir fullt og allt.“
Samgöngur Tálknafjörður Vesturbyggð Snæfellsbær Ferjan Baldur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira