Erlent

Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. EPA-EFE/Paul Wennerholm.

Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag.

Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO.

Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki.

„Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum.

Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní.

Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO.

„Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin.


Tengdar fréttir

Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára

Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×