Garðabær í sterkri stöðu Almar Guðmundsson skrifar 13. apríl 2022 18:01 Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning. Áframhaldandi velgengni – nýliðun í bland við mikla reynslu Það er vor í lofti og nú er nýafstaðið prófkjör í okkar hópi sem tryggði æskilega nýliðun í bland við mikla reynslu. Með sanni má segja að það verða kynslóðaskipti í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Slíkum tímamótum fylgir ný og fersk sýn og óbeislaður kraftur, þótt við munum áfram byggja okkar starf á traustum grunni þeirra sem á undan fóru. Við höfum áfram það meginmarkmið að tryggja að Garðabær verði meðal þeirra sveitarfélaga sem best þykja standa sig á öllum sviðum. Við hvorki erum né verðum laus við áskoranir og flókin úrlausnarefni, fremur en aðrir á þeirri vegferð, en þegar markmiðið er skýrt aukast líkur á árangri. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heyra frá bæjarbúum um verkefnin og þjónustuna í bænum. Þess vegna er það ánægjulegt að íbúar gefa þjónustunni mjög háa einkunn í árlegum þjónustukönnunum. Ég tel að skýra megi velgengni Garðabæjar með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Framtíðin er björt í Garðabæ Við höfum ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veg. Ólíkt mörgum sveitarfélögum er fjárhagsstaða Garðabæjar sterk og traust. Við höfum burði til að fjárfesta og létta undir með íbúum, eins og sannaðist í heimsfaraldrinum. Ný hverfi eru að rísa vítt og breitt um bæinn sem verða byggð af miklum metnaði og nú eigum við Miðgarð sem gjörbreytir aðstöðu til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar fyrir bæjarbúa. Við höfum tekið stór græn skref fram á við í rekstri bæjarins og friðlýst fleiri náttúruperlur í bæjarlandinu. Þessi opnu grænu svæði eru uppspretta lífsgæða okkar og komandi kynslóða. Verslun og þjónusta er að styrkjast í bænum, ekki bara á Garðatorgi heldur um allan bæ. Það er spennandi að búa í Garðabæ því hér eru möguleikarnir miklir. Hvort sem við erum fædd hér og uppalin eða höfum valið okkur að flytjast hingað þá finnum við í hjarta okkar að við erum stolt af því að vera Garðbæingar og viljum bænum okkar allt hið besta. Það endurspeglast í bæjarbragnum, sem getur verið erfitt að festa orð á en einkennist af blöndu samheldni, jákvæðni, metnaði og náungakærleik. Við bjóðum fram öflugan hóp frambjóðenda sem býr yfir bæði reynslu og nýrri nálgun. Við viljum varðveita það sem skiptir okkur máli um leið og við höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og þróa þjónustuna til móts við nýja tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Almar Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning. Áframhaldandi velgengni – nýliðun í bland við mikla reynslu Það er vor í lofti og nú er nýafstaðið prófkjör í okkar hópi sem tryggði æskilega nýliðun í bland við mikla reynslu. Með sanni má segja að það verða kynslóðaskipti í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Slíkum tímamótum fylgir ný og fersk sýn og óbeislaður kraftur, þótt við munum áfram byggja okkar starf á traustum grunni þeirra sem á undan fóru. Við höfum áfram það meginmarkmið að tryggja að Garðabær verði meðal þeirra sveitarfélaga sem best þykja standa sig á öllum sviðum. Við hvorki erum né verðum laus við áskoranir og flókin úrlausnarefni, fremur en aðrir á þeirri vegferð, en þegar markmiðið er skýrt aukast líkur á árangri. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heyra frá bæjarbúum um verkefnin og þjónustuna í bænum. Þess vegna er það ánægjulegt að íbúar gefa þjónustunni mjög háa einkunn í árlegum þjónustukönnunum. Ég tel að skýra megi velgengni Garðabæjar með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Framtíðin er björt í Garðabæ Við höfum ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veg. Ólíkt mörgum sveitarfélögum er fjárhagsstaða Garðabæjar sterk og traust. Við höfum burði til að fjárfesta og létta undir með íbúum, eins og sannaðist í heimsfaraldrinum. Ný hverfi eru að rísa vítt og breitt um bæinn sem verða byggð af miklum metnaði og nú eigum við Miðgarð sem gjörbreytir aðstöðu til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar fyrir bæjarbúa. Við höfum tekið stór græn skref fram á við í rekstri bæjarins og friðlýst fleiri náttúruperlur í bæjarlandinu. Þessi opnu grænu svæði eru uppspretta lífsgæða okkar og komandi kynslóða. Verslun og þjónusta er að styrkjast í bænum, ekki bara á Garðatorgi heldur um allan bæ. Það er spennandi að búa í Garðabæ því hér eru möguleikarnir miklir. Hvort sem við erum fædd hér og uppalin eða höfum valið okkur að flytjast hingað þá finnum við í hjarta okkar að við erum stolt af því að vera Garðbæingar og viljum bænum okkar allt hið besta. Það endurspeglast í bæjarbragnum, sem getur verið erfitt að festa orð á en einkennist af blöndu samheldni, jákvæðni, metnaði og náungakærleik. Við bjóðum fram öflugan hóp frambjóðenda sem býr yfir bæði reynslu og nýrri nálgun. Við viljum varðveita það sem skiptir okkur máli um leið og við höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og þróa þjónustuna til móts við nýja tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar