Þjálfari Bayern fengið hundruð líflátshótana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:01 Julian Nagelsmann segist fá líflátshótanir eftir hvern einasta leik, líka þegar liðið vinnur. Roland Krivec/vi/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, þjálfari þýska stórveldisins Bayern München, segist hafa fengið um það bil 450 líflátshótanir eftir að liðið féll úr Meistaradeild Evrópu gegn Villareal í vikunni. Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira