Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2022 11:45 Elon Musk við opnun nýrrar verksmiðju í Þýskalandi í mars. EPA/CHRISTIAN MARQUARDT Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 420 dalir á hlut var um tuttugu prósentum hærra en virði hlutabréfanna var á þessum tíma. Hann átti að hafa tryggt sér fjármögnun frá Sádi-Arabíu en aldrei varð af neinu slíku samkomulagi. Hluthafar höfðuðu mál gegn auðjöfrinum vegna tístanna en dómari hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Musk hafi logið. Sjá einnig: Musk íhugar að taka Tesla af markaði Réttarhöld eiga að fara fram í næsta mánuði en í nýjum dómsskjölum sem opinberuð voru á föstudagskvöld segir dómarinn í málinu að Musk hafi sýnt mikið gáleysi og hann hafi vitað að tístin væru röng. Musk hefur lýst yfir vilja til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter í heild sinni. Eftir tíst Musks árið 2018 voru viðskipti með hlutabréf Tesla stöðvuð en svo varð mikið flökt á verðmæti þeirra næstu vikurnar. Reuters hefur eftir Alex Spiro, lögmanni Musks og Tesla, að það hafi verið satt að Musk hafi verið að íhuga að taka Tesla af markaði. Nú væru einhverjir lögmenn að reyna að hagnast með því að höfða mál og aðrir væru að reyna að koma í veg fyrir að sannleikurinn kæmi í ljós og grafa undan málfrelsinu. Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna sektaði Musk fyrir tístin og samþykkti hann að lögmaður þyrfti að samþykkja birtingu einhverra tísta hans. Samkvæmt frétt CNBC er Musk nú að reyna að fá þetta samkomulag fellt niður. 420 er einnig notað sem kóði fyrir kannabisneyslu í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Musk sagði á ráðstefnu fyrr í vikunni að hann hefði verið þvingaður til að samþykkja skilmála Fjármálaeftirlitsins á sínum tíma. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa vitað af því að hann hefði í raun tryggt sér fjármögnun en bankar hefðu hótað því að gera Tesla gjaldþrota með því að loka á fjármögnun til fyrirtækisins ef hann yrði ekki við kröfum eftirlitsins. Á ráðstefnunni kallaði hann forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins drullusokka. Í frétt CNBC er sérstaklega bent á að það fari ekki saman að Musk segist hafa tryggt fjármögnun á sama tíma og hann segir að Tesla hefði getað verið gert gjaldþrota með því að bankar lokuðu á fjármögnun til fyrirtækisins. Tesla Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
420 dalir á hlut var um tuttugu prósentum hærra en virði hlutabréfanna var á þessum tíma. Hann átti að hafa tryggt sér fjármögnun frá Sádi-Arabíu en aldrei varð af neinu slíku samkomulagi. Hluthafar höfðuðu mál gegn auðjöfrinum vegna tístanna en dómari hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Musk hafi logið. Sjá einnig: Musk íhugar að taka Tesla af markaði Réttarhöld eiga að fara fram í næsta mánuði en í nýjum dómsskjölum sem opinberuð voru á föstudagskvöld segir dómarinn í málinu að Musk hafi sýnt mikið gáleysi og hann hafi vitað að tístin væru röng. Musk hefur lýst yfir vilja til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter í heild sinni. Eftir tíst Musks árið 2018 voru viðskipti með hlutabréf Tesla stöðvuð en svo varð mikið flökt á verðmæti þeirra næstu vikurnar. Reuters hefur eftir Alex Spiro, lögmanni Musks og Tesla, að það hafi verið satt að Musk hafi verið að íhuga að taka Tesla af markaði. Nú væru einhverjir lögmenn að reyna að hagnast með því að höfða mál og aðrir væru að reyna að koma í veg fyrir að sannleikurinn kæmi í ljós og grafa undan málfrelsinu. Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna sektaði Musk fyrir tístin og samþykkti hann að lögmaður þyrfti að samþykkja birtingu einhverra tísta hans. Samkvæmt frétt CNBC er Musk nú að reyna að fá þetta samkomulag fellt niður. 420 er einnig notað sem kóði fyrir kannabisneyslu í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Musk sagði á ráðstefnu fyrr í vikunni að hann hefði verið þvingaður til að samþykkja skilmála Fjármálaeftirlitsins á sínum tíma. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa vitað af því að hann hefði í raun tryggt sér fjármögnun en bankar hefðu hótað því að gera Tesla gjaldþrota með því að loka á fjármögnun til fyrirtækisins ef hann yrði ekki við kröfum eftirlitsins. Á ráðstefnunni kallaði hann forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins drullusokka. Í frétt CNBC er sérstaklega bent á að það fari ekki saman að Musk segist hafa tryggt fjármögnun á sama tíma og hann segir að Tesla hefði getað verið gert gjaldþrota með því að bankar lokuðu á fjármögnun til fyrirtækisins.
Tesla Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira