Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2022 11:45 Elon Musk við opnun nýrrar verksmiðju í Þýskalandi í mars. EPA/CHRISTIAN MARQUARDT Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 420 dalir á hlut var um tuttugu prósentum hærra en virði hlutabréfanna var á þessum tíma. Hann átti að hafa tryggt sér fjármögnun frá Sádi-Arabíu en aldrei varð af neinu slíku samkomulagi. Hluthafar höfðuðu mál gegn auðjöfrinum vegna tístanna en dómari hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Musk hafi logið. Sjá einnig: Musk íhugar að taka Tesla af markaði Réttarhöld eiga að fara fram í næsta mánuði en í nýjum dómsskjölum sem opinberuð voru á föstudagskvöld segir dómarinn í málinu að Musk hafi sýnt mikið gáleysi og hann hafi vitað að tístin væru röng. Musk hefur lýst yfir vilja til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter í heild sinni. Eftir tíst Musks árið 2018 voru viðskipti með hlutabréf Tesla stöðvuð en svo varð mikið flökt á verðmæti þeirra næstu vikurnar. Reuters hefur eftir Alex Spiro, lögmanni Musks og Tesla, að það hafi verið satt að Musk hafi verið að íhuga að taka Tesla af markaði. Nú væru einhverjir lögmenn að reyna að hagnast með því að höfða mál og aðrir væru að reyna að koma í veg fyrir að sannleikurinn kæmi í ljós og grafa undan málfrelsinu. Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna sektaði Musk fyrir tístin og samþykkti hann að lögmaður þyrfti að samþykkja birtingu einhverra tísta hans. Samkvæmt frétt CNBC er Musk nú að reyna að fá þetta samkomulag fellt niður. 420 er einnig notað sem kóði fyrir kannabisneyslu í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Musk sagði á ráðstefnu fyrr í vikunni að hann hefði verið þvingaður til að samþykkja skilmála Fjármálaeftirlitsins á sínum tíma. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa vitað af því að hann hefði í raun tryggt sér fjármögnun en bankar hefðu hótað því að gera Tesla gjaldþrota með því að loka á fjármögnun til fyrirtækisins ef hann yrði ekki við kröfum eftirlitsins. Á ráðstefnunni kallaði hann forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins drullusokka. Í frétt CNBC er sérstaklega bent á að það fari ekki saman að Musk segist hafa tryggt fjármögnun á sama tíma og hann segir að Tesla hefði getað verið gert gjaldþrota með því að bankar lokuðu á fjármögnun til fyrirtækisins. Tesla Bandaríkin Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
420 dalir á hlut var um tuttugu prósentum hærra en virði hlutabréfanna var á þessum tíma. Hann átti að hafa tryggt sér fjármögnun frá Sádi-Arabíu en aldrei varð af neinu slíku samkomulagi. Hluthafar höfðuðu mál gegn auðjöfrinum vegna tístanna en dómari hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Musk hafi logið. Sjá einnig: Musk íhugar að taka Tesla af markaði Réttarhöld eiga að fara fram í næsta mánuði en í nýjum dómsskjölum sem opinberuð voru á föstudagskvöld segir dómarinn í málinu að Musk hafi sýnt mikið gáleysi og hann hafi vitað að tístin væru röng. Musk hefur lýst yfir vilja til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter í heild sinni. Eftir tíst Musks árið 2018 voru viðskipti með hlutabréf Tesla stöðvuð en svo varð mikið flökt á verðmæti þeirra næstu vikurnar. Reuters hefur eftir Alex Spiro, lögmanni Musks og Tesla, að það hafi verið satt að Musk hafi verið að íhuga að taka Tesla af markaði. Nú væru einhverjir lögmenn að reyna að hagnast með því að höfða mál og aðrir væru að reyna að koma í veg fyrir að sannleikurinn kæmi í ljós og grafa undan málfrelsinu. Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna sektaði Musk fyrir tístin og samþykkti hann að lögmaður þyrfti að samþykkja birtingu einhverra tísta hans. Samkvæmt frétt CNBC er Musk nú að reyna að fá þetta samkomulag fellt niður. 420 er einnig notað sem kóði fyrir kannabisneyslu í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Musk sagði á ráðstefnu fyrr í vikunni að hann hefði verið þvingaður til að samþykkja skilmála Fjármálaeftirlitsins á sínum tíma. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa vitað af því að hann hefði í raun tryggt sér fjármögnun en bankar hefðu hótað því að gera Tesla gjaldþrota með því að loka á fjármögnun til fyrirtækisins ef hann yrði ekki við kröfum eftirlitsins. Á ráðstefnunni kallaði hann forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins drullusokka. Í frétt CNBC er sérstaklega bent á að það fari ekki saman að Musk segist hafa tryggt fjármögnun á sama tíma og hann segir að Tesla hefði getað verið gert gjaldþrota með því að bankar lokuðu á fjármögnun til fyrirtækisins.
Tesla Bandaríkin Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira