Vonarboðskapurinn mikilvægur á stríðstímum: „Ekki eðlilegt hvað illskan og grimmdin er mikil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 22:01 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir Von er ofarlega í huga biskups þessa páskana þrátt fyrir að skelfileg staða blasi við, meðal annars í Úkraínu. Hún segir mikilvægt að halda í hefðirnar og trúnna á erfiðum tímum. Hátíðarmessur fóru fram víða á landinu í dag en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti sína predikun í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi. Meðal þess sem biskup talaði um í ávarpi sínu í dag var stríðið í Úkraínu og bar þá stöðu sem nú er uppi við stöðuna fyrir tvö þúsund árum, þegar Jesú Kristur reis upp frá dauðum. Biskup segir páskana boða upprisuna, lífið, vonina og blessunina og með því sé vonandi hægt að takast á við þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna stríðsins. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað illskan er mikil þarna og grimmdin en það gefur manni von um það að það sé hægt að vinna bug á þessu, hægt að setjast að samningsborðinu, og rísa þannig upp til nýs lífs,“ segir biskup. Þá sé það nauðsynlegt að halda í hefðirnar og trúna, á erfiðum tímum líkt og þeim góðu. „Það er mjög nauðsynlegt og ég held að til dæmis stríðshrjáðum löndum að þá sé þessi vonarboðskapur mjög mikilvægur fyrir þeim sem búa við þann hrylling sem þar er,“ segir biskup. Hún bindur vonir við að heimsbyggðin geti komist í gegnum erfiðleikana með trúnna að vopni. „Við lifum alltaf í þeirri von að staðan batni og það er það eina sem við getum haldið í nú um stundir til dæmis í sambandi við stríðið í Úkraínu, lifað í þeirri von að ástandið batni,“ segir biskup. Trúmál Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hátíðarmessur fóru fram víða á landinu í dag en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti sína predikun í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi. Meðal þess sem biskup talaði um í ávarpi sínu í dag var stríðið í Úkraínu og bar þá stöðu sem nú er uppi við stöðuna fyrir tvö þúsund árum, þegar Jesú Kristur reis upp frá dauðum. Biskup segir páskana boða upprisuna, lífið, vonina og blessunina og með því sé vonandi hægt að takast á við þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna stríðsins. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað illskan er mikil þarna og grimmdin en það gefur manni von um það að það sé hægt að vinna bug á þessu, hægt að setjast að samningsborðinu, og rísa þannig upp til nýs lífs,“ segir biskup. Þá sé það nauðsynlegt að halda í hefðirnar og trúna, á erfiðum tímum líkt og þeim góðu. „Það er mjög nauðsynlegt og ég held að til dæmis stríðshrjáðum löndum að þá sé þessi vonarboðskapur mjög mikilvægur fyrir þeim sem búa við þann hrylling sem þar er,“ segir biskup. Hún bindur vonir við að heimsbyggðin geti komist í gegnum erfiðleikana með trúnna að vopni. „Við lifum alltaf í þeirri von að staðan batni og það er það eina sem við getum haldið í nú um stundir til dæmis í sambandi við stríðið í Úkraínu, lifað í þeirri von að ástandið batni,“ segir biskup.
Trúmál Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01