Samfella í stuðningi við fanga með þroskahömlun og á einhverfurófinu Unnur Helga Óttarsdóttir, Sigrún Birgisdóttir og Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifa 19. apríl 2022 10:30 Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun