Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2022 23:16 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. segir að til lengri tíma litið myndi NATO-aðild Svíþjóðar og Finnlands tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar með einnig Íslands. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. Þetta sagði Baldur í samtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. Þar var möguleg NATO-aðild Svía og Finna meðal annars til umræðu, áhrifin sem slík aðild myndi hafa á Ísland, umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu og framvinda innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Rússnesk stjórnvöld hafa hótað því að bregðast við af fullu afli ef Finnar og Svíar sækja um aðild að NATO. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki. Eina sem þeir hafa gefið í skyn að fæli í þessu er að þeir muni kjarnorkuvæðast á Eystrasaltinu og hóta Finnum og Svíum þá kjarnorkuvæðingu Eystrasaltsins. Litháar hafa þó stigið inn í þá umræðu og sagt að þeir hafi nú þegar kjarnorkuvopn þar, Rússarnir,“ segir Baldur. Verðum að huga að þessum málum Baldur sagði að Ísland, sem sé eitt Norðurlandanna og eitt Atlantshafsbandalagsríkja, geti alveg eins orðið fyrir refsiaðgerðum Rússa eins og önnur ríki Norðurlandanna og Atlantshafsbandalagsins. „Þess hegna held ég að það sé mikilvægt fyrir öll ríki í Vestur-Evrópu að huga að því hvað hugsanlega Rússland gæti gert. Og Ísland er ekkert eyland í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að við hugum líka að þessum málum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að íslensk stjórnvöld myndu styðja aðildarumsókn Finna að NATO, myndi slík berast. Hávær umræða er nú uppi bæði í Finnlandi og Svíþjóð um hvort rétt sé að sækja um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld meti varnarþörfina Baldur hefur meðal annars nefnt í umræðunni um öryggis- og varnarmál Íslands, hvort velta megi fyrir sér hvort Ísland sé veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO. Hvað áttu við með því? Erum við berskjölduð eða berskjaldaðri að einhverju leyti? „Það sem ég á við er að við erum minnsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,“ segir Baldur. „Við erum eina bandalagsríkið sem er ekki með her, sem er ekki með varnarlið á landinu. Þannig að það gæti einhver litið svo á að við séum veikasti hlekkurinn í þessari keðju, varnarkeðju. Það er mikilvægt að huga að því á meðan svo er, hvort að við þurfum að gera eitthvað enn frekar til að styrkja stöðu okkar. Og ég hef talað fyrir því að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld byrji sjálf að meta það, hver sé varnarþörfin fyrir Ísland. Og að þeirri vinnu lokinni tökum við upp viðræður við okkar bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli best háttað.“ En gæti það ekki styrkt stöðu Íslands ef öll Norðurlöndin yrðu aðilar að NATO? „Jú, ég er alveg sammála því. Ef Finnar og Svíar ganga í bandalagið, þó að sú ákvörðun að sækja um aðild muni skapa ákveðna óvissu, skapa óöryggi á Norðurlöndunum vegna þessara hótana Rússa, en til lengri tíma litið þá myndi það tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar á meðal Íslands. Vegna þess að þá munu öll þessi fimm lönd – Norðurlöndin – vera líklegri til að tala einni röddu innan Atlantshafsbandalagsins og leiða til enn nánari varnarsamvinnu á milli ríkjanna fimm heldur en þegar er,“ segir Baldur. Í viðtalinu var einnig meðal annars rætt um Evrópusambandsumsókn Úkraínumanna. Baldur segist þó ekki hafa mikla trú á því að Úkraína geti gengið inn í sambandið með einhverjum flýtileiðum, án þess að uppfylla þau skilyrði um aðild sem sambandið sjálft geri til umsóknarríkja. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Þetta sagði Baldur í samtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. Þar var möguleg NATO-aðild Svía og Finna meðal annars til umræðu, áhrifin sem slík aðild myndi hafa á Ísland, umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu og framvinda innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Rússnesk stjórnvöld hafa hótað því að bregðast við af fullu afli ef Finnar og Svíar sækja um aðild að NATO. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki. Eina sem þeir hafa gefið í skyn að fæli í þessu er að þeir muni kjarnorkuvæðast á Eystrasaltinu og hóta Finnum og Svíum þá kjarnorkuvæðingu Eystrasaltsins. Litháar hafa þó stigið inn í þá umræðu og sagt að þeir hafi nú þegar kjarnorkuvopn þar, Rússarnir,“ segir Baldur. Verðum að huga að þessum málum Baldur sagði að Ísland, sem sé eitt Norðurlandanna og eitt Atlantshafsbandalagsríkja, geti alveg eins orðið fyrir refsiaðgerðum Rússa eins og önnur ríki Norðurlandanna og Atlantshafsbandalagsins. „Þess hegna held ég að það sé mikilvægt fyrir öll ríki í Vestur-Evrópu að huga að því hvað hugsanlega Rússland gæti gert. Og Ísland er ekkert eyland í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að við hugum líka að þessum málum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að íslensk stjórnvöld myndu styðja aðildarumsókn Finna að NATO, myndi slík berast. Hávær umræða er nú uppi bæði í Finnlandi og Svíþjóð um hvort rétt sé að sækja um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld meti varnarþörfina Baldur hefur meðal annars nefnt í umræðunni um öryggis- og varnarmál Íslands, hvort velta megi fyrir sér hvort Ísland sé veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO. Hvað áttu við með því? Erum við berskjölduð eða berskjaldaðri að einhverju leyti? „Það sem ég á við er að við erum minnsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,“ segir Baldur. „Við erum eina bandalagsríkið sem er ekki með her, sem er ekki með varnarlið á landinu. Þannig að það gæti einhver litið svo á að við séum veikasti hlekkurinn í þessari keðju, varnarkeðju. Það er mikilvægt að huga að því á meðan svo er, hvort að við þurfum að gera eitthvað enn frekar til að styrkja stöðu okkar. Og ég hef talað fyrir því að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld byrji sjálf að meta það, hver sé varnarþörfin fyrir Ísland. Og að þeirri vinnu lokinni tökum við upp viðræður við okkar bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli best háttað.“ En gæti það ekki styrkt stöðu Íslands ef öll Norðurlöndin yrðu aðilar að NATO? „Jú, ég er alveg sammála því. Ef Finnar og Svíar ganga í bandalagið, þó að sú ákvörðun að sækja um aðild muni skapa ákveðna óvissu, skapa óöryggi á Norðurlöndunum vegna þessara hótana Rússa, en til lengri tíma litið þá myndi það tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar á meðal Íslands. Vegna þess að þá munu öll þessi fimm lönd – Norðurlöndin – vera líklegri til að tala einni röddu innan Atlantshafsbandalagsins og leiða til enn nánari varnarsamvinnu á milli ríkjanna fimm heldur en þegar er,“ segir Baldur. Í viðtalinu var einnig meðal annars rætt um Evrópusambandsumsókn Úkraínumanna. Baldur segist þó ekki hafa mikla trú á því að Úkraína geti gengið inn í sambandið með einhverjum flýtileiðum, án þess að uppfylla þau skilyrði um aðild sem sambandið sjálft geri til umsóknarríkja. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00