Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 12:00 Guðni Th., forseti Íslands, fyrir miðju, á landsleik hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Bára Dröfn Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. „Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum. Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
„Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum.
Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira