Dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 13:54 Jón Gunnarsson telur ekki athugavert að hafa fengið far með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal yfir í Stykkishólm í gær. Hann kveðst hafa verið að heimækja embætti dómsmálaráðuneytis á Vestfjörðum og farið yfir á Snæfellsnes í sömu erindagjörðum. Stundin greinir frá því að Jón hafi staðfest skutlið en við miðilinn sagði dómsmálaráðherra: „Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð.“ Hann taldi ekkert óeðlilegt við skutlið og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar tók í sama streng í samtali við Stundina. Ásgeir segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða fyrir fram skipulagt löggæslu- og eftirlitsflug þar sem ráðherrann kynnti sér starfsemi þyrlusveitar. Þá hafi Jón tekið þátt í hífingaræfingu við Höskuldey þar sem honum var slakað niður og hífður aftur upp í þyrluna. „Það er bæði jákvætt og mikilvægt að ráðherra málaflokksins kynnist störfum Landhelgisgæslunnar með eigin augum,“ segir hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu gæslunnar fyrir um tveimur árum síðan og málið vakti mikla athygli. Hún baðst síðar afsökunar á þessum ferðum sínum og útskýrði að Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafi lagt þetta til. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við tilhögunina fyrr á þessu ári en í úttekt stofnunarinnar sagði meðal annars: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Ríkisendurskoðun óskaði einnig eftir því að dómsmálaráðuneytið gerði grein fyrir því hvort endurskoðun á verklagi við ferðir ráðherra í boði Landhelgisgæslunnar en Áslaug Arna hafði í tengslum við málið gefið til kynna að vert væri að ráðast í slíkt. Ráðuneytið afhenti Ríkisendurskoðun drög að reglum sem unnið sem eiga að koma í veg fyrir að vafi leiki á réttmætri nýtingu loft- og sjófara stofnunarinnar við æfingar og önnur verkefni sem ekki eru sérstaklega talin upp í lögum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Stundin greinir frá því að Jón hafi staðfest skutlið en við miðilinn sagði dómsmálaráðherra: „Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð.“ Hann taldi ekkert óeðlilegt við skutlið og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar tók í sama streng í samtali við Stundina. Ásgeir segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða fyrir fram skipulagt löggæslu- og eftirlitsflug þar sem ráðherrann kynnti sér starfsemi þyrlusveitar. Þá hafi Jón tekið þátt í hífingaræfingu við Höskuldey þar sem honum var slakað niður og hífður aftur upp í þyrluna. „Það er bæði jákvætt og mikilvægt að ráðherra málaflokksins kynnist störfum Landhelgisgæslunnar með eigin augum,“ segir hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu gæslunnar fyrir um tveimur árum síðan og málið vakti mikla athygli. Hún baðst síðar afsökunar á þessum ferðum sínum og útskýrði að Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafi lagt þetta til. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við tilhögunina fyrr á þessu ári en í úttekt stofnunarinnar sagði meðal annars: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Ríkisendurskoðun óskaði einnig eftir því að dómsmálaráðuneytið gerði grein fyrir því hvort endurskoðun á verklagi við ferðir ráðherra í boði Landhelgisgæslunnar en Áslaug Arna hafði í tengslum við málið gefið til kynna að vert væri að ráðast í slíkt. Ráðuneytið afhenti Ríkisendurskoðun drög að reglum sem unnið sem eiga að koma í veg fyrir að vafi leiki á réttmætri nýtingu loft- og sjófara stofnunarinnar við æfingar og önnur verkefni sem ekki eru sérstaklega talin upp í lögum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46