Af hverju stefnumótun um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu? Björn H. Reynisson skrifar 23. apríl 2022 07:00 Undanfarið eitt og hálft ár hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi SSH unnið að því að auka samvinnu á sviði ferðamála. Þessi vinna hefur verið leidd áfram af ráðgjafahóp sem samanstendur af fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur mat það sem bestan kost að farið væri í að móta sameiginlega stefnumótun er varðar ferðamál og leggja grunninn að undirbúningi stofnun Áfangastaðastofu. Nú hafa allir landshlutar nema höfuðborgarsvæðið stofnað Áfangastaðastofu sem byggðar eru á grunni markaðsstofa landshlutanna. Að samningi um Áfangastaðastofu koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök og Ferðamálastofa. Taka skal fram að ekki er verið að finna upp hjólið hér heldur hafa allar borgir sem við berum okkur saman við nú þegar stofnað áfangastaðastofur eins og Visit Copenhagen, Visit Stockholm, My Helsinki og I am Amsterdam. Eina formlega samstarf sveitarfélaga í málaflokknum hefur verið varðandi markaðssetningu undir Visit Reykjavík sem leitt hefur verið af Höfuðborgarstofu Reykjavíkur. Hófst það samstarf árið 2015 með herferðinni „Reykjavík Loves“. Af hverju Áfangastaðastofa? Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Meginhlutverk Áfangastaðastofu er að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi (sjá skilgreiningu á vef Ferðamálastofu). Helsta hlutverk slíkrar stofu er að bera ábyrgð á gerð áfangastaðaáætlunar, sem er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðisins um hvað áfangastaðurinn stendur fyrir, óháð bæjarmörkum sveitarfélaga. Einnig heldur stofan utan um markaðssetningu svæðisins sem flest m.a. í utanumhaldi vefsíðna, samfélagsmiðla, þátttöku á sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda. Þá ber stofan ábyrgð á þróunarverkefnum hvort sem um ræðir nýsköpunarverkefni eða markaðsþróunarverkefni. Það er því mikilvægt að allir hagaðilar komi saman og vinni þessu verkefni framgang. Af hverju eiga fyrirtæki að taka þátt í Áfangastaðastofu? Forsenda árangurs af slíkri stofu er samvinna við fyrirtæki á svæðinu. Fyrirtækin geta haft mikið um það að segja hvernig þróun og áherslur svæðisins verða. Þau geta haft áhrif á og átt hlutdeild í stefnumótun svæðis, markaðssetningu, sýnileika fyrirtækja í markaðsefni, uppbyggingu áningarstaða, aðgangi að tengslaneti, skýrslum og rannsóknum, námskeiðum, þátttöku í blaðamannaferðum og margt fleira. En hver er heildarávinningurinn af stofnun Áfangastaðastofu? Jú ávinningurinn er sterkari ímynd og vitund áfangastaðar, sameiginlegar áherslur í verkefnum, betri nýting á fjármunum, sérhæfð þekking og áhrif á ásýnd, orðspor og vitund fyrir áfangastaðnum. Það er því mikið undir að við vinnum þetta saman! Vertu með frá upphafi! Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi en þar verður farið yfir lykilþætti Áfangastaðastofu. Nánari upplýsingar á www.ssh.is Höfundur er verkefnastjóri áfangastaðarins Höfuðborgarsvæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi SSH unnið að því að auka samvinnu á sviði ferðamála. Þessi vinna hefur verið leidd áfram af ráðgjafahóp sem samanstendur af fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur mat það sem bestan kost að farið væri í að móta sameiginlega stefnumótun er varðar ferðamál og leggja grunninn að undirbúningi stofnun Áfangastaðastofu. Nú hafa allir landshlutar nema höfuðborgarsvæðið stofnað Áfangastaðastofu sem byggðar eru á grunni markaðsstofa landshlutanna. Að samningi um Áfangastaðastofu koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök og Ferðamálastofa. Taka skal fram að ekki er verið að finna upp hjólið hér heldur hafa allar borgir sem við berum okkur saman við nú þegar stofnað áfangastaðastofur eins og Visit Copenhagen, Visit Stockholm, My Helsinki og I am Amsterdam. Eina formlega samstarf sveitarfélaga í málaflokknum hefur verið varðandi markaðssetningu undir Visit Reykjavík sem leitt hefur verið af Höfuðborgarstofu Reykjavíkur. Hófst það samstarf árið 2015 með herferðinni „Reykjavík Loves“. Af hverju Áfangastaðastofa? Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Meginhlutverk Áfangastaðastofu er að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi (sjá skilgreiningu á vef Ferðamálastofu). Helsta hlutverk slíkrar stofu er að bera ábyrgð á gerð áfangastaðaáætlunar, sem er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðisins um hvað áfangastaðurinn stendur fyrir, óháð bæjarmörkum sveitarfélaga. Einnig heldur stofan utan um markaðssetningu svæðisins sem flest m.a. í utanumhaldi vefsíðna, samfélagsmiðla, þátttöku á sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda. Þá ber stofan ábyrgð á þróunarverkefnum hvort sem um ræðir nýsköpunarverkefni eða markaðsþróunarverkefni. Það er því mikilvægt að allir hagaðilar komi saman og vinni þessu verkefni framgang. Af hverju eiga fyrirtæki að taka þátt í Áfangastaðastofu? Forsenda árangurs af slíkri stofu er samvinna við fyrirtæki á svæðinu. Fyrirtækin geta haft mikið um það að segja hvernig þróun og áherslur svæðisins verða. Þau geta haft áhrif á og átt hlutdeild í stefnumótun svæðis, markaðssetningu, sýnileika fyrirtækja í markaðsefni, uppbyggingu áningarstaða, aðgangi að tengslaneti, skýrslum og rannsóknum, námskeiðum, þátttöku í blaðamannaferðum og margt fleira. En hver er heildarávinningurinn af stofnun Áfangastaðastofu? Jú ávinningurinn er sterkari ímynd og vitund áfangastaðar, sameiginlegar áherslur í verkefnum, betri nýting á fjármunum, sérhæfð þekking og áhrif á ásýnd, orðspor og vitund fyrir áfangastaðnum. Það er því mikið undir að við vinnum þetta saman! Vertu með frá upphafi! Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi en þar verður farið yfir lykilþætti Áfangastaðastofu. Nánari upplýsingar á www.ssh.is Höfundur er verkefnastjóri áfangastaðarins Höfuðborgarsvæðið.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun