Willum Þór allt í öllu hjá BATE, Glódís Perla lagði upp og Häcken vann Íslendingaslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 19:30 Willum Þór Willumsson í leik með U-21 árs landsliði Íslands. EPA-EFE/Tamas Vasvari Það var nóg um að vera hjá íslensku fótboltafólki í kvöld. Willum Þór Þórsson skoraði og lagði upp í Hvíta-Rússlandi. Íslendingalið Bayern München vann stórsigur og Häcken vann Íslendingaslaginn gegn Kristianstad í Svíþjóð. Willum Þór var vægast sagt allt í öllu er BATE Borisov vann 2-1 sigur á FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Hann kom BATE yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann lagði svo upp annað mark BATE svo ekki kom að sök þegar gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 2-1. BATE er því áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er Bayern München vann mikilvægan 4-0 útisigur á Jerva í von um að skáka Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Glódís Perla lagði upp síðasta mark Bæjara í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekk Bæjara á 68. mínútu en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var utan hóps þar sem hún er handarbrotin. Bayern er sem stendur í 2. sæti með 49 stig, stigi minna en Wolfsburg sem trónir á toppnum með leik til góða þegar Bæjarar eiga aðeins tvo leiki eftir. Sigurinn þýðir að Bayern hefur nú þegar tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Í Svíþjóð mættust Íslendingaliðin Häcken og Kristianstad. Enginn Íslendingur byrjaði leikinn en alls komur þrír inn á er Häcken vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur. Agla María Albertsdóttir kom inn af bekk Häcken í hálfleik og Diljá Ýr Zomers gerði slíkt hið sama eftir klukkustundarleik. Amanda Andradóttir kom inn af bekk Kristianstad skömmu síðar en þá var staðan enn 3-0. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til. Heimaliðið hefði getað aukið muninn enn frekar en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og lauk leiknum því með 3-1 sigri Häcken. Þegar fjórar umferðir eru búnar i sænsku úrvalsdeildinni eru Agla María og Diljá Ýr á toppnum með 10 stig á meðan lið Elísabetar Gunnarsdóttur er í 7. sæti með 5 stig. Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.Twitter@@bkhackenofcl Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Willum Þór var vægast sagt allt í öllu er BATE Borisov vann 2-1 sigur á FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Hann kom BATE yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann lagði svo upp annað mark BATE svo ekki kom að sök þegar gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 2-1. BATE er því áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er Bayern München vann mikilvægan 4-0 útisigur á Jerva í von um að skáka Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Glódís Perla lagði upp síðasta mark Bæjara í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekk Bæjara á 68. mínútu en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var utan hóps þar sem hún er handarbrotin. Bayern er sem stendur í 2. sæti með 49 stig, stigi minna en Wolfsburg sem trónir á toppnum með leik til góða þegar Bæjarar eiga aðeins tvo leiki eftir. Sigurinn þýðir að Bayern hefur nú þegar tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Í Svíþjóð mættust Íslendingaliðin Häcken og Kristianstad. Enginn Íslendingur byrjaði leikinn en alls komur þrír inn á er Häcken vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur. Agla María Albertsdóttir kom inn af bekk Häcken í hálfleik og Diljá Ýr Zomers gerði slíkt hið sama eftir klukkustundarleik. Amanda Andradóttir kom inn af bekk Kristianstad skömmu síðar en þá var staðan enn 3-0. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til. Heimaliðið hefði getað aukið muninn enn frekar en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og lauk leiknum því með 3-1 sigri Häcken. Þegar fjórar umferðir eru búnar i sænsku úrvalsdeildinni eru Agla María og Diljá Ýr á toppnum með 10 stig á meðan lið Elísabetar Gunnarsdóttur er í 7. sæti með 5 stig. Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.Twitter@@bkhackenofcl
Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira