Þörf á endurskoðun laga um klám og vændi í þágu þolenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2022 20:00 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir slæmt að vera með löggjöf sem ekki sé tekin alvarlega og telur að endurskoða þurfi klámbann í lögum. vísir/Vilhelm Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi. Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“ Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“
Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17
Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39