Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:20 Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddi stríðið í Úkraínu við Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Moskvu í dag. AP/Maxim Shipenkov Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52
„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01
Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52