Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2022 13:36 Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir að ríkari kröfur um siðferði séu gerðar til fólks á Alþingi og að þau, í krafti valdsins, eigi að ganga á undan með góðu fordæmi. Samsett mynd/Vilhelm Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu. Skeytasendingar á milli Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins, og vinar hans ,frá árinu 2014, hafa farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Tómas segist í samtalinu vera nýkominn til Bangkok og að kona hafi nýlega yfirgefið herbergi hans. Í hádegisfréttum var rætt við Sóleyju Tómasdóttur en hún vinnur við að fræða fólk og fyrirtæki um jafnrétti og fjölbreytileika. Hún segir að skýringar Tómasar á samskiptunum séu ekki trúverðugar og þau beri með sér margþætta mismunun. „Þar sem kvenfyrirlitning, rasismi og stéttamisnotkun eru í gangi á sama tíma.“ Fólkið í Flokki fólksins hafi í viðbrögðum sínum ekki sett málið í samhengi við valdakerfi sem hafi mikla þýðingu. „Mér finnst viðbrögð bæði hans sjálfs og Ingu Sæland, og almennt á samfélagsmiðlum, vera til marks um að fólk átti sig ekki alveg á flóknu valdakerfi sem hann byggir hegðun sína á og er með augljósum hætti að misnota.“ Í gær fundaði Flokkur fólksins um málið og eftir að hafa gaumgæft það var tekin sú ákvörðun að standa þétt við bakið á þingmanninum. „Vitum öll að staða íslenskra karla í Taílandi er allt önnur en staða íslenskra karla í Íslandi og við getum velt fyrir okkur hvað hefði verið sagt ef hann hefði verið að ástunda þessa iðju á Íslandi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brást ókvæða við þegar Klaustursmálið svokallaða komst í hámæli þar sem þingmaður hlutgerði íslenskan ráðherra og lítillækkaði. Sóley segir viðbrögð Ingu í máli Tómasar bera með sér tvískinnung. „En hann kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að Flokkur fólksins hefur daðrað við rasisma í sínum stefnumálum og málflutningi í gegnum tíðina og mér finnst þetta endurspegla viðhorf um að íslenskar konur og tælenskar konur eigi ekki að standa jöfnum fæti.“ Mál Tómasar annars vegar og mál Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra hins vegar hafa komið upp með stuttu millibili. Sóley kveðst aðspurð telja að þingmenn hefðu gott af því að sækja sér fræðslu í kynja-og fjölbreytileikafræðum sér í lagi í ljósi þess að þingmenn beri ábyrgð í krafti valdastöðu sinnar og eigi að ganga á undan með góðu fordæmi. Fyrst og fremst þurfi að höfða til samvisku Tómasar sjálfs. „Hann ætti auðvitað að velta því fyrir sér hvort hann sé hæfur til þess að gæta almannahagsmuna í þessu ábyrgðarmikla hlutverki sem hann gegnir.“ „Það er ömurlegt að Flokkur fólksins standi ekki með fátæku fólki í ríkari mæli en svo að það snúist bara um fátækt fólk sem það hefur hitt á Íslandi, ef það nær svo langt. Svo er það náttúrulega bara þannig að „Me too“ og samfélagsmiðlabyltingar undanfarinna ára virðast ekki hafa náð inn í afkima þessa flokks og það er sannarlega áhyggjuefni því ég hélt að vitundarvakningin hefði náð víðar í samfélaginu en raun ber vitni“ Afsökunarbeiðni og ábyrgð skipti máli þegar svona mál komi upp. Mál Sigurðar Inga sé alvarlegt en hann hafi þó beðist afsökunar. „Það er kannski ekki eðlismunur en það er stigsmunur á alvarleika þess sem Tómas virðist hafa gert og það sem Sigurður Ingi gerði fyrir utan það að Sigurður Ingi reyndi þó að bera í bætifláka fyrir það sem hann gerði og ég vona að hann hafi lært. Auðvitað er það þannig að fólk gerir mistök. Við eigum það öll til að gera einhvers konar mistök og að særa hvert annað en ef við lærum af því og ef við erum tilbúin til að axla á því ábyrgð og ef við erum tilbúin til þess að passa upp á að það gerist ekki aftur þá erum við að leggja okkar af mörkum til að bæta samfélagið. Framkoma Tómasar og samstaða Flokks fólksins með honum og algert iðrunarleysi er ekki til marks um að ábyrgð sé öxluð.“ Kynþáttafordómar Flokkur fólksins Jafnréttismál Alþingi Tengdar fréttir Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. 29. apríl 2022 10:00 Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skeytasendingar á milli Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins, og vinar hans ,frá árinu 2014, hafa farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Tómas segist í samtalinu vera nýkominn til Bangkok og að kona hafi nýlega yfirgefið herbergi hans. Í hádegisfréttum var rætt við Sóleyju Tómasdóttur en hún vinnur við að fræða fólk og fyrirtæki um jafnrétti og fjölbreytileika. Hún segir að skýringar Tómasar á samskiptunum séu ekki trúverðugar og þau beri með sér margþætta mismunun. „Þar sem kvenfyrirlitning, rasismi og stéttamisnotkun eru í gangi á sama tíma.“ Fólkið í Flokki fólksins hafi í viðbrögðum sínum ekki sett málið í samhengi við valdakerfi sem hafi mikla þýðingu. „Mér finnst viðbrögð bæði hans sjálfs og Ingu Sæland, og almennt á samfélagsmiðlum, vera til marks um að fólk átti sig ekki alveg á flóknu valdakerfi sem hann byggir hegðun sína á og er með augljósum hætti að misnota.“ Í gær fundaði Flokkur fólksins um málið og eftir að hafa gaumgæft það var tekin sú ákvörðun að standa þétt við bakið á þingmanninum. „Vitum öll að staða íslenskra karla í Taílandi er allt önnur en staða íslenskra karla í Íslandi og við getum velt fyrir okkur hvað hefði verið sagt ef hann hefði verið að ástunda þessa iðju á Íslandi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brást ókvæða við þegar Klaustursmálið svokallaða komst í hámæli þar sem þingmaður hlutgerði íslenskan ráðherra og lítillækkaði. Sóley segir viðbrögð Ingu í máli Tómasar bera með sér tvískinnung. „En hann kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að Flokkur fólksins hefur daðrað við rasisma í sínum stefnumálum og málflutningi í gegnum tíðina og mér finnst þetta endurspegla viðhorf um að íslenskar konur og tælenskar konur eigi ekki að standa jöfnum fæti.“ Mál Tómasar annars vegar og mál Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra hins vegar hafa komið upp með stuttu millibili. Sóley kveðst aðspurð telja að þingmenn hefðu gott af því að sækja sér fræðslu í kynja-og fjölbreytileikafræðum sér í lagi í ljósi þess að þingmenn beri ábyrgð í krafti valdastöðu sinnar og eigi að ganga á undan með góðu fordæmi. Fyrst og fremst þurfi að höfða til samvisku Tómasar sjálfs. „Hann ætti auðvitað að velta því fyrir sér hvort hann sé hæfur til þess að gæta almannahagsmuna í þessu ábyrgðarmikla hlutverki sem hann gegnir.“ „Það er ömurlegt að Flokkur fólksins standi ekki með fátæku fólki í ríkari mæli en svo að það snúist bara um fátækt fólk sem það hefur hitt á Íslandi, ef það nær svo langt. Svo er það náttúrulega bara þannig að „Me too“ og samfélagsmiðlabyltingar undanfarinna ára virðast ekki hafa náð inn í afkima þessa flokks og það er sannarlega áhyggjuefni því ég hélt að vitundarvakningin hefði náð víðar í samfélaginu en raun ber vitni“ Afsökunarbeiðni og ábyrgð skipti máli þegar svona mál komi upp. Mál Sigurðar Inga sé alvarlegt en hann hafi þó beðist afsökunar. „Það er kannski ekki eðlismunur en það er stigsmunur á alvarleika þess sem Tómas virðist hafa gert og það sem Sigurður Ingi gerði fyrir utan það að Sigurður Ingi reyndi þó að bera í bætifláka fyrir það sem hann gerði og ég vona að hann hafi lært. Auðvitað er það þannig að fólk gerir mistök. Við eigum það öll til að gera einhvers konar mistök og að særa hvert annað en ef við lærum af því og ef við erum tilbúin til að axla á því ábyrgð og ef við erum tilbúin til þess að passa upp á að það gerist ekki aftur þá erum við að leggja okkar af mörkum til að bæta samfélagið. Framkoma Tómasar og samstaða Flokks fólksins með honum og algert iðrunarleysi er ekki til marks um að ábyrgð sé öxluð.“
Kynþáttafordómar Flokkur fólksins Jafnréttismál Alþingi Tengdar fréttir Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. 29. apríl 2022 10:00 Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. 29. apríl 2022 10:00
Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24