Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. maí 2022 19:30 Linda Mjöll Stefánsdóttir gengst við því að viðburðir Sólsetursins séu margir hverjir óhefðbundir en skilur ekki hvað gæti hafa leitt til þess að níðstöng var reist við heimili hennar. Mynd/Aðsend Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. Hausnum var komið fyrir á túninu við húsin í fyrradag. Upprunalega taldi Kristjana Þórarinsdóttir, íbúi á svæðinu, að níðstönginni hafi verið beint gegn henni og hennar fjölskyldu. Var það í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um deilur við nágranna þeirra, meðlimi Sólsetursins, sem hún hafði líkt við sértrúnaðarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins, neitar því ekki að athafnir þeirra séu óhefðbundnar og nefnir þar til að mynda kakó-, dans- og tantraviðburði. Hún viðurkennir að einhver atvik hafi komið upp sem hafi farið fyrir brjóstið á Kristjönu og fjölskyldu hennar, til að mynda þegar sonur Kristjönu sá nakinn mann labba á svæðinu og þegar annar léttklæddur bankaði upp á hjá þeim. „Þessi tvö atvik koma upp og þau tengjast svo inn í fyrri vitund, sem er það að við erum að reyna að upplýsa allt sem gæti hugsast skammarlegt við okkar líkama. Þetta einhvern veginn samblandast á þann máta sem oft gerist í hjarta eða huga fólks og fer í að vera ástæða til að það kemur hristingur,“ lýsir Linda. Rætt var við Kristjönu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Þvertekur fyrir hvers kyns ofbeldi innan Sólsetursins Í gær komu þær upplýsingar fram að Kristjana og fjölskylda hennar hefðu fengið nafnlausa ábendingu um að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim, heldur gegn Sólsetrinu. Linda segist ekki skilja hvernig einhver geti gert eitthvað þessu líkt. „Ég bý ekki yfir skilningi hvernig nokkur getur sett af stað ferli og nálgast það sem hann eða hún þarf í að setja upp svona tákn. Ég vil varla skilja það því þetta er að fara út í svo mikið myrkur að það er mjög afstætt hvernig þetta skyldi vera lausnin eða leiðin til að kalla á mig,“ segir hún enn fremur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fólk hefur komið sinni óánægju á framfæri við Sólsetrið en níðstöngin var samkvæmt ábendingunni beint að þeim vegna meints andlegs og kynferðisofbeldis sem átti að hafa átt sér stað þar. „Það er enginn grunnur, það er enginn sannleikur bak við þessi orð,“ segir Linda aðspurð um hvort eitthvað sé til í ásökununum. Hún telur að þær tengist þeim viðburðum sem meðlimir Sólsetursins hafa staðið fyrir en misskilningur hafi leitt til þess að lesa mætti úr lýsingu eins slíks að börn væru velkomin á erótískan viðburð þar sem fólki var boðið að neyta sveppa. „Það er mjög skiljanlegt að hér komi upp viðvörunarbjöllur og ég segi bara takk fyrir heimur fyrir að vera vakandi og vera á vaktinni fyrir því sem ljótt er, en hér gerðist ekkert ljótt. Hér gerðist eitthvað saklaust,“ segir Linda en um var að ræða dansviðburð að hennar sögn. Þá hafi verið átt við stólpaða einstaklinga en ekki ung börn. Telur að hópur á vegum seiðkonu hafi verið að verki Lindu grunar að ákveðnu leiti hvaðan ábendingin kemur. „Viðkomandi hópur hefur verið settur af stað, mér vitandi mest af einum einstaklingi, sem er sjálf sögð seiðkona sem kallar sig völvu,“ segir Linda en um er að ræða konu sem hún þekkir frá fyrri tíð og er ósammála Lindu að mörgu leyti. „Hvaðan ætti þetta að koma nema af einhvers konar tengingu við ljóta og myrka galdravitund sem að býr í forn Íslandi, og þar er viss hópur sem að tengist þessu,“ segir hún enn fremur en hún segist lengi hafa reynt að ræða við konuna. „Allt í einu fór þetta að verða svo virkt að einhvern veginn hef ég kannski fundið á mér að þetta myndi springa.“ Hún tekur það fram að hana gruni ekki völvuna sjálfa um að reisa níðstöngina en að einhver sem fylgir hennar boðskap og trúir hennar sögum gæti hafa verið að verki. „Ég finn ekki fyrir meðvitaðri eða heilli orku sem er að koma frá einstaklingi sem ber þetta nafn, setur á sig þetta tákn og hefur sópað saman mjög markvisst síðustu mánuði hóp sem að trúir henni,“ segir Linda. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar en Linda segist ekki ætla að tilkynna lögreglu hverja hana grunar. „Þá er ég að vera alveg jafn mikið að kasta steinum eins og hún og hennar hópur, ég er ekki þannig gerð og ég vil ekki þurfa að nota þær leiðir,“ segir hún. „Ég vil meina að það sé miklu heppnara, heilagra, helgara að kveikja bara eld og setjast í hring og fara inn í þessa leið af mildi.“ „Þetta er bara að kalla á ást og hljóma örugglega mjög hippalega, en þetta er útkall í eitthvað sem vill láta sjá sig og ég vildi að það kæmi upp á yfirborðið sitjandi í kakóathöfn með mér en ekki svona,“ segir Linda. Viðburðir Sólsetursins eru af ýmsum toga. Mynd/Aðsend Ætlar ekki að flytja þrátt fyrir deilur við nágranna Hvað nágranna sína varðar segir Linda að þau tengist málinu engan veginn þrátt fyrir að þau hafi átt í deilum undanfarna mánuði. „Ég held að þetta tengist mjög mikið þessum tíma á jörðu, þar sem við erum með Covid, þar sem við erum með aðstæður sem að herpir okkur öll saman í kvíða, og það getur ólgað inni í okkur hræðsla, sem er svo skiljanleg, um allt sem er að gerast sem er öðruvísi,“ segir Linda. „Þau eru meira í samhljóma við mest af samfélaginu á Íslandi, ég er að standa fyrir einhverju sem er svolítið sérstakt eða nýtt,“ segir hún. Hún segist þó ekki ætla að flytja eða breyta um hegðun, þrátt fyrir tilkynningar nágrannanna. „Því ættum við að flytja þegar við erum stödd hér á mínu heimili á þeim vettvangi sem styður mig og aðra hérna undir Esjunni? Þetta er svæði sem hefur gríðarlega mikla orku sem er ekki í boði alls staðar,“ segir Linda og bætir við að það væru þá helst nágrannar hennar sem þyrftu að færa sig ef út í það er farið. Best væri þó ef þau gætu náð saman líkt og höfðingjar ættbálka hefðu gert fornum tíðum. Rætt var við Lindu Mjöll í Ísland í dag í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um lífið í gömlum strætisvögnum sem hún hafði komið upp að Skrauthólum. Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Hausnum var komið fyrir á túninu við húsin í fyrradag. Upprunalega taldi Kristjana Þórarinsdóttir, íbúi á svæðinu, að níðstönginni hafi verið beint gegn henni og hennar fjölskyldu. Var það í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um deilur við nágranna þeirra, meðlimi Sólsetursins, sem hún hafði líkt við sértrúnaðarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins, neitar því ekki að athafnir þeirra séu óhefðbundnar og nefnir þar til að mynda kakó-, dans- og tantraviðburði. Hún viðurkennir að einhver atvik hafi komið upp sem hafi farið fyrir brjóstið á Kristjönu og fjölskyldu hennar, til að mynda þegar sonur Kristjönu sá nakinn mann labba á svæðinu og þegar annar léttklæddur bankaði upp á hjá þeim. „Þessi tvö atvik koma upp og þau tengjast svo inn í fyrri vitund, sem er það að við erum að reyna að upplýsa allt sem gæti hugsast skammarlegt við okkar líkama. Þetta einhvern veginn samblandast á þann máta sem oft gerist í hjarta eða huga fólks og fer í að vera ástæða til að það kemur hristingur,“ lýsir Linda. Rætt var við Kristjönu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Þvertekur fyrir hvers kyns ofbeldi innan Sólsetursins Í gær komu þær upplýsingar fram að Kristjana og fjölskylda hennar hefðu fengið nafnlausa ábendingu um að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim, heldur gegn Sólsetrinu. Linda segist ekki skilja hvernig einhver geti gert eitthvað þessu líkt. „Ég bý ekki yfir skilningi hvernig nokkur getur sett af stað ferli og nálgast það sem hann eða hún þarf í að setja upp svona tákn. Ég vil varla skilja það því þetta er að fara út í svo mikið myrkur að það er mjög afstætt hvernig þetta skyldi vera lausnin eða leiðin til að kalla á mig,“ segir hún enn fremur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fólk hefur komið sinni óánægju á framfæri við Sólsetrið en níðstöngin var samkvæmt ábendingunni beint að þeim vegna meints andlegs og kynferðisofbeldis sem átti að hafa átt sér stað þar. „Það er enginn grunnur, það er enginn sannleikur bak við þessi orð,“ segir Linda aðspurð um hvort eitthvað sé til í ásökununum. Hún telur að þær tengist þeim viðburðum sem meðlimir Sólsetursins hafa staðið fyrir en misskilningur hafi leitt til þess að lesa mætti úr lýsingu eins slíks að börn væru velkomin á erótískan viðburð þar sem fólki var boðið að neyta sveppa. „Það er mjög skiljanlegt að hér komi upp viðvörunarbjöllur og ég segi bara takk fyrir heimur fyrir að vera vakandi og vera á vaktinni fyrir því sem ljótt er, en hér gerðist ekkert ljótt. Hér gerðist eitthvað saklaust,“ segir Linda en um var að ræða dansviðburð að hennar sögn. Þá hafi verið átt við stólpaða einstaklinga en ekki ung börn. Telur að hópur á vegum seiðkonu hafi verið að verki Lindu grunar að ákveðnu leiti hvaðan ábendingin kemur. „Viðkomandi hópur hefur verið settur af stað, mér vitandi mest af einum einstaklingi, sem er sjálf sögð seiðkona sem kallar sig völvu,“ segir Linda en um er að ræða konu sem hún þekkir frá fyrri tíð og er ósammála Lindu að mörgu leyti. „Hvaðan ætti þetta að koma nema af einhvers konar tengingu við ljóta og myrka galdravitund sem að býr í forn Íslandi, og þar er viss hópur sem að tengist þessu,“ segir hún enn fremur en hún segist lengi hafa reynt að ræða við konuna. „Allt í einu fór þetta að verða svo virkt að einhvern veginn hef ég kannski fundið á mér að þetta myndi springa.“ Hún tekur það fram að hana gruni ekki völvuna sjálfa um að reisa níðstöngina en að einhver sem fylgir hennar boðskap og trúir hennar sögum gæti hafa verið að verki. „Ég finn ekki fyrir meðvitaðri eða heilli orku sem er að koma frá einstaklingi sem ber þetta nafn, setur á sig þetta tákn og hefur sópað saman mjög markvisst síðustu mánuði hóp sem að trúir henni,“ segir Linda. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar en Linda segist ekki ætla að tilkynna lögreglu hverja hana grunar. „Þá er ég að vera alveg jafn mikið að kasta steinum eins og hún og hennar hópur, ég er ekki þannig gerð og ég vil ekki þurfa að nota þær leiðir,“ segir hún. „Ég vil meina að það sé miklu heppnara, heilagra, helgara að kveikja bara eld og setjast í hring og fara inn í þessa leið af mildi.“ „Þetta er bara að kalla á ást og hljóma örugglega mjög hippalega, en þetta er útkall í eitthvað sem vill láta sjá sig og ég vildi að það kæmi upp á yfirborðið sitjandi í kakóathöfn með mér en ekki svona,“ segir Linda. Viðburðir Sólsetursins eru af ýmsum toga. Mynd/Aðsend Ætlar ekki að flytja þrátt fyrir deilur við nágranna Hvað nágranna sína varðar segir Linda að þau tengist málinu engan veginn þrátt fyrir að þau hafi átt í deilum undanfarna mánuði. „Ég held að þetta tengist mjög mikið þessum tíma á jörðu, þar sem við erum með Covid, þar sem við erum með aðstæður sem að herpir okkur öll saman í kvíða, og það getur ólgað inni í okkur hræðsla, sem er svo skiljanleg, um allt sem er að gerast sem er öðruvísi,“ segir Linda. „Þau eru meira í samhljóma við mest af samfélaginu á Íslandi, ég er að standa fyrir einhverju sem er svolítið sérstakt eða nýtt,“ segir hún. Hún segist þó ekki ætla að flytja eða breyta um hegðun, þrátt fyrir tilkynningar nágrannanna. „Því ættum við að flytja þegar við erum stödd hér á mínu heimili á þeim vettvangi sem styður mig og aðra hérna undir Esjunni? Þetta er svæði sem hefur gríðarlega mikla orku sem er ekki í boði alls staðar,“ segir Linda og bætir við að það væru þá helst nágrannar hennar sem þyrftu að færa sig ef út í það er farið. Best væri þó ef þau gætu náð saman líkt og höfðingjar ættbálka hefðu gert fornum tíðum. Rætt var við Lindu Mjöll í Ísland í dag í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um lífið í gömlum strætisvögnum sem hún hafði komið upp að Skrauthólum.
Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
„Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42