Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 07:39 Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr Kringlunni 1 vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira