Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 12:41 Frá Norðurfirði á Ströndum. Um þrjátíu strandveiðibátar lönduðu þar í fyrra. Egill Aðalsteinsson. Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum: Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum:
Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15
Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30