Reykjavík á að verða hjólaborg Ástvaldur Lárusson skrifar 3. maí 2022 14:31 Hjólreiðar skipta mig miklu máli. Ég hef hjólað til og frá vinnu um árabil og ég vil ekki skipta yfir í aðra samgöngumáta. Fyrir mér eru kostirnir við hjólreiðar ótvíræðir, en með því að stunda þessu léttu hreyfingu kvölds og morgna næ ég að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Ég næ að spara stórar fjárhæðir sem annars færu í bensín og síðast en ekki síst er þetta umhverfisvænn ferðamáti. Það versta er að Reykjavík er ekki sérlega góð hjólaborg. Er það ekki rakið dæmi að borgin okkar eigi að stefna að því að halda vel utan um innviðina í kringum samgönguhjólreiðar? Ef við fáum fólk úr bílunum á reiðhjólin þá erum við að fara að bæta lýðheilsu borgarbúa með því að stuðla að hreyfingu og minni mengum. Þar að auki benda flestir útreikningar til þess að hver kílómetri af hjólreiðastíg er margfalt ódýrari í lagningu og viðhaldi en hver kílómetri af akvegi. Mér finnst eins og að fólk óttist það að hjólreiðastígarnir taki pláss frá einkabílnum. Ef það eru fleiri sem hjóla og þar með færri sem keyra þá er auðvitað meira pláss á vegunum fyrir þau sem þurfa sannarlega að nota einkabílinn. Sjálfur hef ég hjólað í 8 löndum á meginlandinu og hef því séð að það er hægt að gera hlutina vel og það er ekkert sem segir að staðsetning Reykjavíkur norður í ballarhafi komi í veg fyrir að það sé hægt að sýna metnað hér líka og gera hlutina almennilega. Það skiptir ekki máli þó það rigni, snjói og blási og allt sé í brekkum; það eru til snjómoksturstæki, rafmangnshjól og útivistarföt. Það sem skiptir máli er að fólki finnst það öruggt þegar það ferðast um á hjóli og að stígakerfið meiki sens. Ég skil það vel að fólk missi áhugann á því að hjóla þegar það á stöðugt í hættu á því að verða fyrir bíl og það þarf að hjóla á krókóttum og kræklóttum stígum sem enda svo á einhverri gangstéttarbrún. Ég vil búa í borg þar sem allir geta hjólað án tilliti til aldurs eða fjölskylduaðstæðna. Ég vil ekki þurfa að hætta að hjóla þegar ég þarf að fara að skutla börnum á leikskóla og í frístund. Ég vil geta haldið áfram að hjóla þegar ég verð orðinn afi. Ég vil hafa frelsi til þess að velja annan samgöngumáta en einkabílinn. Það hefur lengi verið stefna VG að auðvelda borgarbúum að fara leiðar sinnar hjólandi, gangandi eða með öðrum virkum samgöngumátum. Vinstri-græn vilja beita sér fyrir því að unnið verði eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýtt verði framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Höfundur er frambjóðandi í 10. sæti á lista VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hjólreiðar skipta mig miklu máli. Ég hef hjólað til og frá vinnu um árabil og ég vil ekki skipta yfir í aðra samgöngumáta. Fyrir mér eru kostirnir við hjólreiðar ótvíræðir, en með því að stunda þessu léttu hreyfingu kvölds og morgna næ ég að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Ég næ að spara stórar fjárhæðir sem annars færu í bensín og síðast en ekki síst er þetta umhverfisvænn ferðamáti. Það versta er að Reykjavík er ekki sérlega góð hjólaborg. Er það ekki rakið dæmi að borgin okkar eigi að stefna að því að halda vel utan um innviðina í kringum samgönguhjólreiðar? Ef við fáum fólk úr bílunum á reiðhjólin þá erum við að fara að bæta lýðheilsu borgarbúa með því að stuðla að hreyfingu og minni mengum. Þar að auki benda flestir útreikningar til þess að hver kílómetri af hjólreiðastíg er margfalt ódýrari í lagningu og viðhaldi en hver kílómetri af akvegi. Mér finnst eins og að fólk óttist það að hjólreiðastígarnir taki pláss frá einkabílnum. Ef það eru fleiri sem hjóla og þar með færri sem keyra þá er auðvitað meira pláss á vegunum fyrir þau sem þurfa sannarlega að nota einkabílinn. Sjálfur hef ég hjólað í 8 löndum á meginlandinu og hef því séð að það er hægt að gera hlutina vel og það er ekkert sem segir að staðsetning Reykjavíkur norður í ballarhafi komi í veg fyrir að það sé hægt að sýna metnað hér líka og gera hlutina almennilega. Það skiptir ekki máli þó það rigni, snjói og blási og allt sé í brekkum; það eru til snjómoksturstæki, rafmangnshjól og útivistarföt. Það sem skiptir máli er að fólki finnst það öruggt þegar það ferðast um á hjóli og að stígakerfið meiki sens. Ég skil það vel að fólk missi áhugann á því að hjóla þegar það á stöðugt í hættu á því að verða fyrir bíl og það þarf að hjóla á krókóttum og kræklóttum stígum sem enda svo á einhverri gangstéttarbrún. Ég vil búa í borg þar sem allir geta hjólað án tilliti til aldurs eða fjölskylduaðstæðna. Ég vil ekki þurfa að hætta að hjóla þegar ég þarf að fara að skutla börnum á leikskóla og í frístund. Ég vil geta haldið áfram að hjóla þegar ég verð orðinn afi. Ég vil hafa frelsi til þess að velja annan samgöngumáta en einkabílinn. Það hefur lengi verið stefna VG að auðvelda borgarbúum að fara leiðar sinnar hjólandi, gangandi eða með öðrum virkum samgöngumátum. Vinstri-græn vilja beita sér fyrir því að unnið verði eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýtt verði framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Höfundur er frambjóðandi í 10. sæti á lista VG í Reykjavík.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar