Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2022 14:24 Emma Foulkes (t.h.) og Petrina Bloodworth (t.v.) voru fyrsta samkynhneigða parið sem gifti sig í Georgíu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti rétt þeirr til hjónabands árið 2015. Vísir/EPA Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. Allt bendir til þess að íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna undirbúi nú að afnema stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs sem þeim hefur verið tryggður með dómafordæmi réttarins frá árinu 1973. Meirihlutaáliti í máli sem dæmt verður í á næstunni var lekið í vikunni en í því vilja fimm dómarar af níu snúa við fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade. Fordæmið sem sett var með Roe gegn Wade byggði á túlkun á rétti fólks til friðhelgis einkalífs í viðauka við bandarísku stjórnarskrána. Í meirihlutaálitinu sem var lekið telja dómararnir það ákvæði ekki tryggja konum rétt til þungunarrofs enda sé hvergi talað um hann í stjórnarskrá né viðaukum við hana og ekki sé löng söguleg hefð fyrir honum. „Endar ekki með þungunarrofi“ Verði endanlegt dómsorðið í þessum anda gætu ýmis önnur réttindi sem hafa verið leidd af túlkun á friðhelgi til einkalífs verið í hættu. Þannig byggja dómafordæmi um að hjón eigi rétt á að kaupa og nota getnaðarvarnir og að ríki megi ekki gera kynlíf samkynhneigðra að glæp að hluta til á túlkun á friðhelgi einkalífs. Samuel Alito, dómarinn sem skrifar drögin að meirihlutaálitinu nú, tekur sérstaklega fram í því að rök hans eigi aðeins við um þungunarrof og þeim sé ekki ætlað að skapa vafa um önnur dómafordæmi. Engu að síður óttast sumir að verði þessi lagarök notuð til þess að snúa við fordæminu í Roe gegn Wade geti önnur fallið í kjölfarið. „Ef drögin verða að alvöru áliti verða öll þessi mál, getnaðavarnir, kynlíf með samþykki og réttu til hjónabands, sannarlega í hættu. Þeir hafa sannarlega skilið dyrnar eftir galopnar,“ segir Priscilla Smith, lektor í lögfræði og frjósemisrétti við lagadeild Yale-háskóla, við The Guardian. „Þetta byrjar með þungunarrofi. Þetta endar ekki með þungunarrofi. Allir verða að vera mjög varir um sig,“ segir Mini Timmaraju, forseti NARAL Pro-Choice America, samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, við PBS. James Obergefell kampakátur eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í prófmáli hans og fleiri og staðfesti þannig stjórnarskrárvarinn rétt samkynhneigðra til hjónabands 26. júní árið 2015.Vísir/EPA Samkynja hjónabönd gætu verið næst Joe Biden Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem óttast hvaða réttindi verði næst í skotlínunni hjá hæstarétti. Réttur til hjónabands óháð kynhneigð sem var staðfestur með tímamótadómi í máli Obergefell gegn Hodges árið 2015 er þeirra á meðal. Alito dómari, sem skrifaði meirihlutaálitið sem myndi gera út af við Roe gegn Wade, var sjálfur á móti því að viðurkenna þennan rétt samkynhneigðra. Teresa Collett, prófessor í lögfræði við lögfræðideild Háskóla heilags Tómasar, kaþólsks háskóla í Texas, sem stýrir einnig stofnun sem er andsnúin þungunarrofi, segir fordæmið í máli Obergefell aftur á móti ólíkt Roe gegn Wade. Hundruð þúsunda samkynja para hafi þegar nýtt sér réttinn og gengist undir lagalegar skuldbindingar á grundvelli hans sem þau byggi væntingar sínar um framtíðina á. Hún telur dómstóla yfirleitt trega til að afnema slík réttindi. Þau séu ólík þungunarrofi sem sé viðbragð við ófyrirséðum kringumstæðum. Þá byggi dómurinn í máli Obergefell ekki aðeins á túlkun á friðhelgisákvæðinu heldur einnig á ákvæði stjórnarskrár um að borgararnir njóti jafnra réttinda. Þessu er Neal Kumar, prófessor í lögfræði við Georgetown-háskóla og fyrrverandi starfandi ríkislögmaður Bandaríkjastjórnar, ekki sammála. Í grein sem hann skrifar í Washington Post segir hann að hæstiréttur sem telur ekki lengur byggjandi á ákvæði um friðhelgi einkalífs borgaranna nemi ekki staðar við að hafna rétti til þungunarrofs. „Sama aðferð sem er notuð í álitsdrögunum um þungunarrof væri hægt að nota til að snúa við Obergefell. Ef það gerðist yrðu hjónabönd samkynhneigðra aftur ólögleg í mörgum ríkjum,“ skrifar Kumar. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Tengdar fréttir Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Allt bendir til þess að íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna undirbúi nú að afnema stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs sem þeim hefur verið tryggður með dómafordæmi réttarins frá árinu 1973. Meirihlutaáliti í máli sem dæmt verður í á næstunni var lekið í vikunni en í því vilja fimm dómarar af níu snúa við fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade. Fordæmið sem sett var með Roe gegn Wade byggði á túlkun á rétti fólks til friðhelgis einkalífs í viðauka við bandarísku stjórnarskrána. Í meirihlutaálitinu sem var lekið telja dómararnir það ákvæði ekki tryggja konum rétt til þungunarrofs enda sé hvergi talað um hann í stjórnarskrá né viðaukum við hana og ekki sé löng söguleg hefð fyrir honum. „Endar ekki með þungunarrofi“ Verði endanlegt dómsorðið í þessum anda gætu ýmis önnur réttindi sem hafa verið leidd af túlkun á friðhelgi til einkalífs verið í hættu. Þannig byggja dómafordæmi um að hjón eigi rétt á að kaupa og nota getnaðarvarnir og að ríki megi ekki gera kynlíf samkynhneigðra að glæp að hluta til á túlkun á friðhelgi einkalífs. Samuel Alito, dómarinn sem skrifar drögin að meirihlutaálitinu nú, tekur sérstaklega fram í því að rök hans eigi aðeins við um þungunarrof og þeim sé ekki ætlað að skapa vafa um önnur dómafordæmi. Engu að síður óttast sumir að verði þessi lagarök notuð til þess að snúa við fordæminu í Roe gegn Wade geti önnur fallið í kjölfarið. „Ef drögin verða að alvöru áliti verða öll þessi mál, getnaðavarnir, kynlíf með samþykki og réttu til hjónabands, sannarlega í hættu. Þeir hafa sannarlega skilið dyrnar eftir galopnar,“ segir Priscilla Smith, lektor í lögfræði og frjósemisrétti við lagadeild Yale-háskóla, við The Guardian. „Þetta byrjar með þungunarrofi. Þetta endar ekki með þungunarrofi. Allir verða að vera mjög varir um sig,“ segir Mini Timmaraju, forseti NARAL Pro-Choice America, samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, við PBS. James Obergefell kampakátur eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í prófmáli hans og fleiri og staðfesti þannig stjórnarskrárvarinn rétt samkynhneigðra til hjónabands 26. júní árið 2015.Vísir/EPA Samkynja hjónabönd gætu verið næst Joe Biden Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem óttast hvaða réttindi verði næst í skotlínunni hjá hæstarétti. Réttur til hjónabands óháð kynhneigð sem var staðfestur með tímamótadómi í máli Obergefell gegn Hodges árið 2015 er þeirra á meðal. Alito dómari, sem skrifaði meirihlutaálitið sem myndi gera út af við Roe gegn Wade, var sjálfur á móti því að viðurkenna þennan rétt samkynhneigðra. Teresa Collett, prófessor í lögfræði við lögfræðideild Háskóla heilags Tómasar, kaþólsks háskóla í Texas, sem stýrir einnig stofnun sem er andsnúin þungunarrofi, segir fordæmið í máli Obergefell aftur á móti ólíkt Roe gegn Wade. Hundruð þúsunda samkynja para hafi þegar nýtt sér réttinn og gengist undir lagalegar skuldbindingar á grundvelli hans sem þau byggi væntingar sínar um framtíðina á. Hún telur dómstóla yfirleitt trega til að afnema slík réttindi. Þau séu ólík þungunarrofi sem sé viðbragð við ófyrirséðum kringumstæðum. Þá byggi dómurinn í máli Obergefell ekki aðeins á túlkun á friðhelgisákvæðinu heldur einnig á ákvæði stjórnarskrár um að borgararnir njóti jafnra réttinda. Þessu er Neal Kumar, prófessor í lögfræði við Georgetown-háskóla og fyrrverandi starfandi ríkislögmaður Bandaríkjastjórnar, ekki sammála. Í grein sem hann skrifar í Washington Post segir hann að hæstiréttur sem telur ekki lengur byggjandi á ákvæði um friðhelgi einkalífs borgaranna nemi ekki staðar við að hafna rétti til þungunarrofs. „Sama aðferð sem er notuð í álitsdrögunum um þungunarrof væri hægt að nota til að snúa við Obergefell. Ef það gerðist yrðu hjónabönd samkynhneigðra aftur ólögleg í mörgum ríkjum,“ skrifar Kumar.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Tengdar fréttir Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37