Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2022 14:24 Emma Foulkes (t.h.) og Petrina Bloodworth (t.v.) voru fyrsta samkynhneigða parið sem gifti sig í Georgíu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti rétt þeirr til hjónabands árið 2015. Vísir/EPA Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. Allt bendir til þess að íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna undirbúi nú að afnema stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs sem þeim hefur verið tryggður með dómafordæmi réttarins frá árinu 1973. Meirihlutaáliti í máli sem dæmt verður í á næstunni var lekið í vikunni en í því vilja fimm dómarar af níu snúa við fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade. Fordæmið sem sett var með Roe gegn Wade byggði á túlkun á rétti fólks til friðhelgis einkalífs í viðauka við bandarísku stjórnarskrána. Í meirihlutaálitinu sem var lekið telja dómararnir það ákvæði ekki tryggja konum rétt til þungunarrofs enda sé hvergi talað um hann í stjórnarskrá né viðaukum við hana og ekki sé löng söguleg hefð fyrir honum. „Endar ekki með þungunarrofi“ Verði endanlegt dómsorðið í þessum anda gætu ýmis önnur réttindi sem hafa verið leidd af túlkun á friðhelgi til einkalífs verið í hættu. Þannig byggja dómafordæmi um að hjón eigi rétt á að kaupa og nota getnaðarvarnir og að ríki megi ekki gera kynlíf samkynhneigðra að glæp að hluta til á túlkun á friðhelgi einkalífs. Samuel Alito, dómarinn sem skrifar drögin að meirihlutaálitinu nú, tekur sérstaklega fram í því að rök hans eigi aðeins við um þungunarrof og þeim sé ekki ætlað að skapa vafa um önnur dómafordæmi. Engu að síður óttast sumir að verði þessi lagarök notuð til þess að snúa við fordæminu í Roe gegn Wade geti önnur fallið í kjölfarið. „Ef drögin verða að alvöru áliti verða öll þessi mál, getnaðavarnir, kynlíf með samþykki og réttu til hjónabands, sannarlega í hættu. Þeir hafa sannarlega skilið dyrnar eftir galopnar,“ segir Priscilla Smith, lektor í lögfræði og frjósemisrétti við lagadeild Yale-háskóla, við The Guardian. „Þetta byrjar með þungunarrofi. Þetta endar ekki með þungunarrofi. Allir verða að vera mjög varir um sig,“ segir Mini Timmaraju, forseti NARAL Pro-Choice America, samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, við PBS. James Obergefell kampakátur eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í prófmáli hans og fleiri og staðfesti þannig stjórnarskrárvarinn rétt samkynhneigðra til hjónabands 26. júní árið 2015.Vísir/EPA Samkynja hjónabönd gætu verið næst Joe Biden Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem óttast hvaða réttindi verði næst í skotlínunni hjá hæstarétti. Réttur til hjónabands óháð kynhneigð sem var staðfestur með tímamótadómi í máli Obergefell gegn Hodges árið 2015 er þeirra á meðal. Alito dómari, sem skrifaði meirihlutaálitið sem myndi gera út af við Roe gegn Wade, var sjálfur á móti því að viðurkenna þennan rétt samkynhneigðra. Teresa Collett, prófessor í lögfræði við lögfræðideild Háskóla heilags Tómasar, kaþólsks háskóla í Texas, sem stýrir einnig stofnun sem er andsnúin þungunarrofi, segir fordæmið í máli Obergefell aftur á móti ólíkt Roe gegn Wade. Hundruð þúsunda samkynja para hafi þegar nýtt sér réttinn og gengist undir lagalegar skuldbindingar á grundvelli hans sem þau byggi væntingar sínar um framtíðina á. Hún telur dómstóla yfirleitt trega til að afnema slík réttindi. Þau séu ólík þungunarrofi sem sé viðbragð við ófyrirséðum kringumstæðum. Þá byggi dómurinn í máli Obergefell ekki aðeins á túlkun á friðhelgisákvæðinu heldur einnig á ákvæði stjórnarskrár um að borgararnir njóti jafnra réttinda. Þessu er Neal Kumar, prófessor í lögfræði við Georgetown-háskóla og fyrrverandi starfandi ríkislögmaður Bandaríkjastjórnar, ekki sammála. Í grein sem hann skrifar í Washington Post segir hann að hæstiréttur sem telur ekki lengur byggjandi á ákvæði um friðhelgi einkalífs borgaranna nemi ekki staðar við að hafna rétti til þungunarrofs. „Sama aðferð sem er notuð í álitsdrögunum um þungunarrof væri hægt að nota til að snúa við Obergefell. Ef það gerðist yrðu hjónabönd samkynhneigðra aftur ólögleg í mörgum ríkjum,“ skrifar Kumar. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Tengdar fréttir Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Allt bendir til þess að íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna undirbúi nú að afnema stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs sem þeim hefur verið tryggður með dómafordæmi réttarins frá árinu 1973. Meirihlutaáliti í máli sem dæmt verður í á næstunni var lekið í vikunni en í því vilja fimm dómarar af níu snúa við fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade. Fordæmið sem sett var með Roe gegn Wade byggði á túlkun á rétti fólks til friðhelgis einkalífs í viðauka við bandarísku stjórnarskrána. Í meirihlutaálitinu sem var lekið telja dómararnir það ákvæði ekki tryggja konum rétt til þungunarrofs enda sé hvergi talað um hann í stjórnarskrá né viðaukum við hana og ekki sé löng söguleg hefð fyrir honum. „Endar ekki með þungunarrofi“ Verði endanlegt dómsorðið í þessum anda gætu ýmis önnur réttindi sem hafa verið leidd af túlkun á friðhelgi til einkalífs verið í hættu. Þannig byggja dómafordæmi um að hjón eigi rétt á að kaupa og nota getnaðarvarnir og að ríki megi ekki gera kynlíf samkynhneigðra að glæp að hluta til á túlkun á friðhelgi einkalífs. Samuel Alito, dómarinn sem skrifar drögin að meirihlutaálitinu nú, tekur sérstaklega fram í því að rök hans eigi aðeins við um þungunarrof og þeim sé ekki ætlað að skapa vafa um önnur dómafordæmi. Engu að síður óttast sumir að verði þessi lagarök notuð til þess að snúa við fordæminu í Roe gegn Wade geti önnur fallið í kjölfarið. „Ef drögin verða að alvöru áliti verða öll þessi mál, getnaðavarnir, kynlíf með samþykki og réttu til hjónabands, sannarlega í hættu. Þeir hafa sannarlega skilið dyrnar eftir galopnar,“ segir Priscilla Smith, lektor í lögfræði og frjósemisrétti við lagadeild Yale-háskóla, við The Guardian. „Þetta byrjar með þungunarrofi. Þetta endar ekki með þungunarrofi. Allir verða að vera mjög varir um sig,“ segir Mini Timmaraju, forseti NARAL Pro-Choice America, samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, við PBS. James Obergefell kampakátur eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í prófmáli hans og fleiri og staðfesti þannig stjórnarskrárvarinn rétt samkynhneigðra til hjónabands 26. júní árið 2015.Vísir/EPA Samkynja hjónabönd gætu verið næst Joe Biden Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem óttast hvaða réttindi verði næst í skotlínunni hjá hæstarétti. Réttur til hjónabands óháð kynhneigð sem var staðfestur með tímamótadómi í máli Obergefell gegn Hodges árið 2015 er þeirra á meðal. Alito dómari, sem skrifaði meirihlutaálitið sem myndi gera út af við Roe gegn Wade, var sjálfur á móti því að viðurkenna þennan rétt samkynhneigðra. Teresa Collett, prófessor í lögfræði við lögfræðideild Háskóla heilags Tómasar, kaþólsks háskóla í Texas, sem stýrir einnig stofnun sem er andsnúin þungunarrofi, segir fordæmið í máli Obergefell aftur á móti ólíkt Roe gegn Wade. Hundruð þúsunda samkynja para hafi þegar nýtt sér réttinn og gengist undir lagalegar skuldbindingar á grundvelli hans sem þau byggi væntingar sínar um framtíðina á. Hún telur dómstóla yfirleitt trega til að afnema slík réttindi. Þau séu ólík þungunarrofi sem sé viðbragð við ófyrirséðum kringumstæðum. Þá byggi dómurinn í máli Obergefell ekki aðeins á túlkun á friðhelgisákvæðinu heldur einnig á ákvæði stjórnarskrár um að borgararnir njóti jafnra réttinda. Þessu er Neal Kumar, prófessor í lögfræði við Georgetown-háskóla og fyrrverandi starfandi ríkislögmaður Bandaríkjastjórnar, ekki sammála. Í grein sem hann skrifar í Washington Post segir hann að hæstiréttur sem telur ekki lengur byggjandi á ákvæði um friðhelgi einkalífs borgaranna nemi ekki staðar við að hafna rétti til þungunarrofs. „Sama aðferð sem er notuð í álitsdrögunum um þungunarrof væri hægt að nota til að snúa við Obergefell. Ef það gerðist yrðu hjónabönd samkynhneigðra aftur ólögleg í mörgum ríkjum,“ skrifar Kumar.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Tengdar fréttir Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent