Aukin samvinna við frjáls félög skilar öflugra frístundastarfi Almar Guðmundsson og Stella Stefánsdóttir skrifa 6. maí 2022 12:01 Samfélagið þarf á þátttöku okkar allra að halda í einni eða annarri mynd og það hefur sýnt sig að fólk sem tekur þátt í frjálsu félagastarfi er líklegt til að vera virkari þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu á öllum sviðum og öflugir liðsmenn á vinnustöðum. Ávinningurinn af því að virkja frjáls félagasamtök er því mikill fyrir samfélagið í heild. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ enda höfum við sett stefnuna á að efla (félagslega) virkni íbúa og heilsueflandi samfélag. Spurning um að tala um virkni líka. Þ.e. félagslega virkni íbúa. Þó að við hugsum það sem hluta af heilseflandi samfélagi er ég ekki viss um að fólk sé almennt „læst“ á það samhengi. Mikil uppbygging aðstöðu skapar tækifæri Opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri er nú fagnað og sætir tíðindum enda húsið stórglæsilegt og mun þjóna mörgum vel til langs tíma. Samhliða hefur íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum verið endurbætt Áætlað er að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Við leggjum á áherslu á fjölbreytt frístundastarf og styðjum við frekari nýtingu íþróttamannvirkja til að efla félagslega virkni fólks á öllum aldri. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Virkjum kraft frjálsra félaga Ungmennafélög, golfklúbbar, hestamannafélög, siglingaklúbbar, skátahreyfingin, félög eldri borgara og fjöldi góðgerðafélaga eins og Rotary og Oddfellow eru góð dæmi um þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta enda skilar það sér margfalt til baka. Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Þá viljum við að Garðabær þrói meiri stuðning fyrir félögin þegar kemur að frístundastarfi barna á sumrin þannig að þjónustuúrvalið breikki og styrkist enn frekar. Það er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi að horfa til að áhugasvið barna eru mjög mismunandi og það er þeim nauðsynlegt að upplifa fjölbreytta dagskrá. Við viljum umbuna félögunum sérstaklega fyrir þróun og nýsköpun í þessu starfi. Við höfum þá bjargföstu trú að krafturinn í frjálsu félögunum sé líkegri til árangurs á þessu sviði, í stað þess að sveitarfélagið sjálft sjái um þjónustuna. Það er hins vegar hlutverk þess að styðja vel við hana m.a. til þess að mæti þörfum fjölskyldna yfir sumartímann. Enn frekari samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins er lykillinn að enn betra samfélagi. Það er gott fyrir Garðabæ. Almar Guðmundsson er bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri. Stella Stefánsdóttir er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Stella Stefánsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Samfélagið þarf á þátttöku okkar allra að halda í einni eða annarri mynd og það hefur sýnt sig að fólk sem tekur þátt í frjálsu félagastarfi er líklegt til að vera virkari þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu á öllum sviðum og öflugir liðsmenn á vinnustöðum. Ávinningurinn af því að virkja frjáls félagasamtök er því mikill fyrir samfélagið í heild. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ enda höfum við sett stefnuna á að efla (félagslega) virkni íbúa og heilsueflandi samfélag. Spurning um að tala um virkni líka. Þ.e. félagslega virkni íbúa. Þó að við hugsum það sem hluta af heilseflandi samfélagi er ég ekki viss um að fólk sé almennt „læst“ á það samhengi. Mikil uppbygging aðstöðu skapar tækifæri Opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri er nú fagnað og sætir tíðindum enda húsið stórglæsilegt og mun þjóna mörgum vel til langs tíma. Samhliða hefur íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum verið endurbætt Áætlað er að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Við leggjum á áherslu á fjölbreytt frístundastarf og styðjum við frekari nýtingu íþróttamannvirkja til að efla félagslega virkni fólks á öllum aldri. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Virkjum kraft frjálsra félaga Ungmennafélög, golfklúbbar, hestamannafélög, siglingaklúbbar, skátahreyfingin, félög eldri borgara og fjöldi góðgerðafélaga eins og Rotary og Oddfellow eru góð dæmi um þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta enda skilar það sér margfalt til baka. Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Þá viljum við að Garðabær þrói meiri stuðning fyrir félögin þegar kemur að frístundastarfi barna á sumrin þannig að þjónustuúrvalið breikki og styrkist enn frekar. Það er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi að horfa til að áhugasvið barna eru mjög mismunandi og það er þeim nauðsynlegt að upplifa fjölbreytta dagskrá. Við viljum umbuna félögunum sérstaklega fyrir þróun og nýsköpun í þessu starfi. Við höfum þá bjargföstu trú að krafturinn í frjálsu félögunum sé líkegri til árangurs á þessu sviði, í stað þess að sveitarfélagið sjálft sjái um þjónustuna. Það er hins vegar hlutverk þess að styðja vel við hana m.a. til þess að mæti þörfum fjölskyldna yfir sumartímann. Enn frekari samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins er lykillinn að enn betra samfélagi. Það er gott fyrir Garðabæ. Almar Guðmundsson er bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri. Stella Stefánsdóttir er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptafræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar