Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2022 15:58 Erla Sigríður, nýskipaður skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði, er sögð af nemendum skólans afar erfið í samskiptum, svo mjög að félagslíf skólans líður fyrir það. Nemendur hafa sent erindi til mennta- og barnamálaráðuneytsins þar skorað er á ráðuneytið að ráða bót á vandanum. vísir/vilhelm/stjr Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. Óánægjan braust svo út í vikunni þegar fyrir lá að Erla Sigríður, sem hefur verið starfandi skólameistari undanfarin tvö árin eða svo eftir að Magnús Þorkelsson, sem skipaður var skólameistari Flensborgarskólans 2014, fór frá í veikindaleyfi og lét þá af störfum, var skipuð í starfið. Erla Sigríður var þá aðstoðarskólameistari og staðgengill hans. Vísir hefur rætt við nemendur við skólann sem draga hvergi úr óánægju sinni og segja hinn nýja skólameistara vonlausa, svo mjög að hún sé að drepa allt félagslíf í dróma með einræðistilburðum og einþykkni. Nýkjörinn oddviti nemendafélagsins, Birgitta Rún Ólafsdóttir, kaus að tjá sig ekki um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Svo viðkvæmt er málið. Nemendur skora á ráðuneytið að bregðast við Nemendafélagið hefur skrifað og sent óformlegt erindi til Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem þessi óánægjan er tíunduð; nemendur séu verulega ósáttir við hinn nýja skólameistara, sem í bréfinu er sagður „narsisisík“ og „gerendameðvirk“. Hún kjósi að standa með gerendum í skólanum og geri ekkert með ofbeldismál sem upp hafi komið. Loftmynd af hinum fornfræga framhaldsskóla í Flensborg. Þar hefur magnast upp óánægja nemenda þannig að uppúr er soðið.Vísir/Vilhelm Í bréfinu er fullyrt að nemendum sem og kennurum líði almennt illa í skólanum vegna Erlu og svo rammt kveði að samstarfsörðugleikum að þeir sem nemendafélagið hefur ráðið til starfa, svo sem MORFÍS- og Gettu betur-þjálfarar auk leikstjóra harðneiti að koma aftur til starfa ef það þýði að þeir þurfi að eiga í samskiptum eða samvinnu við skólameistarann. „… þannig að hún er að rífa félagslífið niður sér til skemmtunar,“ segir í bréfinu. Þar er jafnframt fullyrt að fólk veigri sér við að leita til hennar með nokkurn skapaðan hlut því Erlu skólameistara sé lagið að kenna öðrum um allt sem aflaga fer og snúa þannig vandamálunum á haus. Í bréfinu er skorað á ráðuneytið að bregðast við: „Við nemendur Flensborgarskólans skorum á ykkur að gera eitthvað í þessu svo nemendum og kennurum líði vel,“ segir í bréfinu en þar er boðað að nú standi yfir vinna við undirskriftasöfnun og samantekt á reynslusögum sem eiga að lýsa þessum alvarlegu samskiptaörðugleikum. Vísir hefur í dag gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Erlu Sigríði skólameistara með það fyrir augum að bera undir hana þessar ávirðingar og spyrja út í en án árangurs. Í gær birtist frétt á mbl sem fjallar um þessa ólgu í framhaldsskólanum og í morgun var starfsmannafundur haldinn. Sú sem svaraði síma í mótttöku sagði það ekki sitt að segja til um efni þess fundar. Vargöld í Flensborg Í bréfinu er vísað til ofbeldis- og eineltismála. Í samtali við nemendur við skólann er þar um að ræða hópárás á tvo stráka í tengslum við árshátíðardansleik skólans sem haldinn var í mars. Vísir leitaði upplýsinga hjá lögreglunni sem sagði að upp hafi komið atvik í tengslum við þann dansleik en ekki lægi nákvæmlega fyrir hver staðan á því væri. Framhaldsskólinn Flensborg í Hafnarfirði. Mjög hefur að sögn hallað á ógæfuhliðina í öllum samskiptum skólameistara og svo nemenda og starfsfólks eftir að Erla Sigríður tók við stjórnartaumunum af Magnúsi Þorkelssyni.Vísir/Vilhelm Í samtali við Vísi segja nemendur að upp hafi komið mál sem snúa að kynferðislegri áreitni gagnvart stúlkum og hópamyndun nýnema (flestir úr Hraunvallaskóla) sem fari um skólann með ofbeldi og hótunum. Einn nemandi fullyrðir að svo rammt kveði að þessu að margir nemenda þori varla að mæta í skólann. Hins vegar vilji skólameistarinn ekkert gera í þeim málum og bregst ekki við kvörtunum. Vísir leitaði jafnframt til ráðuneytisins til að leita upplýsinga um hvort erindi nemenda hafi borist og sé til umfjöllunar innan ráðuneytisins en svör hafa ekki borist. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, kannast ekki við að ólga innan Flensborgarskólans hafi komið inn á borð bæjaryfirvalda, ekki enn sem komið er, en bærinn á tvo fulltrúa í skólaráði. Óánægja vegna ráðningarmála og samstarfsörðugleika Í skólanefnd sitja jafnframt þrír fulltrúar skipaðir af ráðuneytinu. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir var einn þeirra en hún var ekki skipuð á ný eftir að hún lagði fram bókun á fundi skólanefndar 23. september 2020 þar sem hún átelur „vinnubrögð við ráðningu aðstoðarskólameistara Flensborgarskóla þar sem skólanefnd var sniðgengin í ráðningarferlinu“. Lyklaskipti í ráðuneytum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og ráðherrar Framsóknarflokksins þau Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason sem var nýlega tekinn við ráðuneytinu þegar Erla Sigríður var skipuð skólameistari í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurlaug Anna segir, í samtali við Vísi, að hnúturinn í Flensborg eigi sér langan aðdraganda og tengist meðal annars ráðningu Erlu Sigríðar á aðstoðarskólameistara. Og sama mun hafa átt við þegar hún réði áfangastjóra. Staða aðstoðarskólameistara var auglýst en skólameistari réði úr hópi umsækjenda einstakling sem bjó yfir minni reynslu en aðrir umsækjendur. Það mál rataði til Umboðsmanns Alþingis sem setti út á stjórnarhættina en kvað úr um að skólameistari réði ráðningarmálum. Það mun svo, meðal annars, valdið verulegri óánægju meðal starfsfólks skólans. Skipan Erlu Sigríðar hefur tekið tímann sinn. Ráðuneytið auglýsti stöðuna, tvíframlengdi og þá leið hálft ár þar til Erla Sigríður var skipuð en það var eftir að ný skólanefnd var skipuð. En lögum samkvæmt á nefndin að vera ráðherra til ráðgjafar um skipunina. RÚV greindi frá því fyrir stundu að hópur nemenda, að minnsta kosti 50, hafi ekki mætt í skólann í dag í mótmælaskyni vegna málsins og þá hefur verið boðað til foreldrafundar nú á eftir. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Umboðsmaður Alþingis Skóla - og menntamál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Óánægjan braust svo út í vikunni þegar fyrir lá að Erla Sigríður, sem hefur verið starfandi skólameistari undanfarin tvö árin eða svo eftir að Magnús Þorkelsson, sem skipaður var skólameistari Flensborgarskólans 2014, fór frá í veikindaleyfi og lét þá af störfum, var skipuð í starfið. Erla Sigríður var þá aðstoðarskólameistari og staðgengill hans. Vísir hefur rætt við nemendur við skólann sem draga hvergi úr óánægju sinni og segja hinn nýja skólameistara vonlausa, svo mjög að hún sé að drepa allt félagslíf í dróma með einræðistilburðum og einþykkni. Nýkjörinn oddviti nemendafélagsins, Birgitta Rún Ólafsdóttir, kaus að tjá sig ekki um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Svo viðkvæmt er málið. Nemendur skora á ráðuneytið að bregðast við Nemendafélagið hefur skrifað og sent óformlegt erindi til Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem þessi óánægjan er tíunduð; nemendur séu verulega ósáttir við hinn nýja skólameistara, sem í bréfinu er sagður „narsisisík“ og „gerendameðvirk“. Hún kjósi að standa með gerendum í skólanum og geri ekkert með ofbeldismál sem upp hafi komið. Loftmynd af hinum fornfræga framhaldsskóla í Flensborg. Þar hefur magnast upp óánægja nemenda þannig að uppúr er soðið.Vísir/Vilhelm Í bréfinu er fullyrt að nemendum sem og kennurum líði almennt illa í skólanum vegna Erlu og svo rammt kveði að samstarfsörðugleikum að þeir sem nemendafélagið hefur ráðið til starfa, svo sem MORFÍS- og Gettu betur-þjálfarar auk leikstjóra harðneiti að koma aftur til starfa ef það þýði að þeir þurfi að eiga í samskiptum eða samvinnu við skólameistarann. „… þannig að hún er að rífa félagslífið niður sér til skemmtunar,“ segir í bréfinu. Þar er jafnframt fullyrt að fólk veigri sér við að leita til hennar með nokkurn skapaðan hlut því Erlu skólameistara sé lagið að kenna öðrum um allt sem aflaga fer og snúa þannig vandamálunum á haus. Í bréfinu er skorað á ráðuneytið að bregðast við: „Við nemendur Flensborgarskólans skorum á ykkur að gera eitthvað í þessu svo nemendum og kennurum líði vel,“ segir í bréfinu en þar er boðað að nú standi yfir vinna við undirskriftasöfnun og samantekt á reynslusögum sem eiga að lýsa þessum alvarlegu samskiptaörðugleikum. Vísir hefur í dag gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Erlu Sigríði skólameistara með það fyrir augum að bera undir hana þessar ávirðingar og spyrja út í en án árangurs. Í gær birtist frétt á mbl sem fjallar um þessa ólgu í framhaldsskólanum og í morgun var starfsmannafundur haldinn. Sú sem svaraði síma í mótttöku sagði það ekki sitt að segja til um efni þess fundar. Vargöld í Flensborg Í bréfinu er vísað til ofbeldis- og eineltismála. Í samtali við nemendur við skólann er þar um að ræða hópárás á tvo stráka í tengslum við árshátíðardansleik skólans sem haldinn var í mars. Vísir leitaði upplýsinga hjá lögreglunni sem sagði að upp hafi komið atvik í tengslum við þann dansleik en ekki lægi nákvæmlega fyrir hver staðan á því væri. Framhaldsskólinn Flensborg í Hafnarfirði. Mjög hefur að sögn hallað á ógæfuhliðina í öllum samskiptum skólameistara og svo nemenda og starfsfólks eftir að Erla Sigríður tók við stjórnartaumunum af Magnúsi Þorkelssyni.Vísir/Vilhelm Í samtali við Vísi segja nemendur að upp hafi komið mál sem snúa að kynferðislegri áreitni gagnvart stúlkum og hópamyndun nýnema (flestir úr Hraunvallaskóla) sem fari um skólann með ofbeldi og hótunum. Einn nemandi fullyrðir að svo rammt kveði að þessu að margir nemenda þori varla að mæta í skólann. Hins vegar vilji skólameistarinn ekkert gera í þeim málum og bregst ekki við kvörtunum. Vísir leitaði jafnframt til ráðuneytisins til að leita upplýsinga um hvort erindi nemenda hafi borist og sé til umfjöllunar innan ráðuneytisins en svör hafa ekki borist. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, kannast ekki við að ólga innan Flensborgarskólans hafi komið inn á borð bæjaryfirvalda, ekki enn sem komið er, en bærinn á tvo fulltrúa í skólaráði. Óánægja vegna ráðningarmála og samstarfsörðugleika Í skólanefnd sitja jafnframt þrír fulltrúar skipaðir af ráðuneytinu. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir var einn þeirra en hún var ekki skipuð á ný eftir að hún lagði fram bókun á fundi skólanefndar 23. september 2020 þar sem hún átelur „vinnubrögð við ráðningu aðstoðarskólameistara Flensborgarskóla þar sem skólanefnd var sniðgengin í ráðningarferlinu“. Lyklaskipti í ráðuneytum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og ráðherrar Framsóknarflokksins þau Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason sem var nýlega tekinn við ráðuneytinu þegar Erla Sigríður var skipuð skólameistari í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurlaug Anna segir, í samtali við Vísi, að hnúturinn í Flensborg eigi sér langan aðdraganda og tengist meðal annars ráðningu Erlu Sigríðar á aðstoðarskólameistara. Og sama mun hafa átt við þegar hún réði áfangastjóra. Staða aðstoðarskólameistara var auglýst en skólameistari réði úr hópi umsækjenda einstakling sem bjó yfir minni reynslu en aðrir umsækjendur. Það mál rataði til Umboðsmanns Alþingis sem setti út á stjórnarhættina en kvað úr um að skólameistari réði ráðningarmálum. Það mun svo, meðal annars, valdið verulegri óánægju meðal starfsfólks skólans. Skipan Erlu Sigríðar hefur tekið tímann sinn. Ráðuneytið auglýsti stöðuna, tvíframlengdi og þá leið hálft ár þar til Erla Sigríður var skipuð en það var eftir að ný skólanefnd var skipuð. En lögum samkvæmt á nefndin að vera ráðherra til ráðgjafar um skipunina. RÚV greindi frá því fyrir stundu að hópur nemenda, að minnsta kosti 50, hafi ekki mætt í skólann í dag í mótmælaskyni vegna málsins og þá hefur verið boðað til foreldrafundar nú á eftir.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Umboðsmaður Alþingis Skóla - og menntamál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira