Ákvarðanir Seðlabankans eru meginástæða húsnæðiskreppunnar Þórarinn Hjartarson skrifar 7. maí 2022 13:30 Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Húsnæðismál Þórarinn Hjartarson Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun