Fjárfestum í börnunum Sigurður Pétur Sigmundsson skrifar 9. maí 2022 17:30 Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun