Fjárfestum í börnunum Sigurður Pétur Sigmundsson skrifar 9. maí 2022 17:30 Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun