Lilja heimsótti Pussy Riot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2022 10:31 Ráðherra með meðlimum sveitarinnar. Stjórnarráðið Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið þeim innan handar hér á landi. Fram kemur í grein á New York Times að Ragnar hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. „Það var áhrifamikið að hitta þessar hugrökku konur,“ segir Lilja í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Ég ræddi meðal annars við þær um bókina Rússland Pútíns, eftir blaðakonuna Anna Politkovskaja, bók sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana. Við ræddum einnig um stöðuna í Úkraínu, en þær sögðu mér að það væri forgangsmál hjá þeim að styðja við íbúa Úkraínu og að hugur þeirra, okkar og heimsbyggðarinnar, væri hjá þeim.“ Þá kom fram í máli þeirra að líkur séu á að allt að fjórar milljónir Rússa hafi flúið Rússland á undanförnum mánuðum af ótta við allsherjar herkvaðningu. Hljómsveitin Pussy Riot var stofnuð í Moskvu árið 2011 og er feminískt pönksveit. Þær stefna á að halda tónleika á Íslandi í haust og hvatti ráðherra þær til þess. Þær hafa í gegnum list sína verið með gjörninga og mótmæli, hampað femínískum boðskap en hafa jafnframt þurft að sitja í fangelsi í Rússlandi fyrir pólitískar skoðanir sínar og aðgerðir. Árið 2012 hlutu þær friðarverðlaun John Lennon og Yoko Ono, en verðlaunin voru þá veitt við athöfn í Viðey þegar kveikt var á friðarsúlunni. Andóf Pussy Riot Íslandsvinir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið þeim innan handar hér á landi. Fram kemur í grein á New York Times að Ragnar hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. „Það var áhrifamikið að hitta þessar hugrökku konur,“ segir Lilja í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Ég ræddi meðal annars við þær um bókina Rússland Pútíns, eftir blaðakonuna Anna Politkovskaja, bók sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana. Við ræddum einnig um stöðuna í Úkraínu, en þær sögðu mér að það væri forgangsmál hjá þeim að styðja við íbúa Úkraínu og að hugur þeirra, okkar og heimsbyggðarinnar, væri hjá þeim.“ Þá kom fram í máli þeirra að líkur séu á að allt að fjórar milljónir Rússa hafi flúið Rússland á undanförnum mánuðum af ótta við allsherjar herkvaðningu. Hljómsveitin Pussy Riot var stofnuð í Moskvu árið 2011 og er feminískt pönksveit. Þær stefna á að halda tónleika á Íslandi í haust og hvatti ráðherra þær til þess. Þær hafa í gegnum list sína verið með gjörninga og mótmæli, hampað femínískum boðskap en hafa jafnframt þurft að sitja í fangelsi í Rússlandi fyrir pólitískar skoðanir sínar og aðgerðir. Árið 2012 hlutu þær friðarverðlaun John Lennon og Yoko Ono, en verðlaunin voru þá veitt við athöfn í Viðey þegar kveikt var á friðarsúlunni.
Andóf Pussy Riot Íslandsvinir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14