Tölum um tölur Sveinn Gauti Einarsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar