Oddvitar Framsóknarflokksins boða ekki farsæld fyrir öll börn Lúðvík Júlíusson skrifar 12. maí 2022 11:15 Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun