Opnum „kóða“ ljósastýringa í Reykjavík Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 13. maí 2022 16:30 Af hverju liggur ekki fyrir opinberlega hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á götum borgarinnar? Hverjar eru reglurnar sem stýra umferðarljósunum? Getum við gert betur!!! Vandræðagangur með ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með þeim hætti að varla nokkur maður áttar sig orðið á því hvar hnífurinn stendur í kúnni. Snjallvæðing umferðarljósa er talin geta bætt umferðarflæði um 15% og dregið úr tafatíma á rauðum ljósum um amk. 40%. Fyrir marga ættu umhverfisáhrifin og minni losun gróðurhúsalofttegunda að duga sem réttlæting fyrir því að ganga strax til verksins. Fyrir aðra ætti aukinn tími með fjölskyldunni að réttlæta algeran forgang þess að koma ljósastýringum höfuðborgarsvæðisins í lag. Það var raunar svo að í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar Alþingi veitti heimild til að stofna Betri samgöngur ohf. í júní 2020 samkvæmt samgöngusáttmálanum, var sérstaklega tekið á málum er varða ljósastrýringar. Í álitinu segir: „Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa.“ Áfram er áréttað að Betri samgöngur ohf.„setji slíkar framkvæmdir í forgang, því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði.“ En svo bara gerist ekki neitt. Mögulega vill Bragga-meirihlutinn ekki bæta umferðarflæði innan borgarinnar, enda verður þá erfiðara að réttlæta Borgarlínubrjálæðið og þörfin á sérrými minnkar. Eftir situr fólk fast í umferð, tafatíminn vex og mun vaxa enn frekar nái draumur borgarstjóra um Borgarlínu fram að ganga. Með gegnsæi í huga og þess að sækja í visku fjöldans, þá lýsi ég því hér með yfir, að mín fyrsta tillaga verði ég kosinn til setu í borgarstjórn verður þess efnis að „kóðinn“ fyrir ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu verði opnaður og gerður aðgengilegur, þannig að allir geti skoðað hvernig ljósastýringarnar virka og um leið séð hvort mögulega sé ekki verið að nýta núverandi afkastagetu gatnakerfisins með besta hætti. Margir hafa pirrað sig á rauðum ljósum þar sem enginn er sjáanlegur, hvorki bíll, né til dæmis einstaklingur að fara yfir götuna við eldrautt gönguljós á Miklubrautinni. Opnum þessar upplýsingar og gerum þær öllum aðgengilegar. Af hverju ætti að vera feluleikur um það hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið á að vera að minnka tafatíma allra !!! Höfundur er umferðarsérfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Umferð Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Af hverju liggur ekki fyrir opinberlega hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á götum borgarinnar? Hverjar eru reglurnar sem stýra umferðarljósunum? Getum við gert betur!!! Vandræðagangur með ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með þeim hætti að varla nokkur maður áttar sig orðið á því hvar hnífurinn stendur í kúnni. Snjallvæðing umferðarljósa er talin geta bætt umferðarflæði um 15% og dregið úr tafatíma á rauðum ljósum um amk. 40%. Fyrir marga ættu umhverfisáhrifin og minni losun gróðurhúsalofttegunda að duga sem réttlæting fyrir því að ganga strax til verksins. Fyrir aðra ætti aukinn tími með fjölskyldunni að réttlæta algeran forgang þess að koma ljósastýringum höfuðborgarsvæðisins í lag. Það var raunar svo að í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar Alþingi veitti heimild til að stofna Betri samgöngur ohf. í júní 2020 samkvæmt samgöngusáttmálanum, var sérstaklega tekið á málum er varða ljósastrýringar. Í álitinu segir: „Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa.“ Áfram er áréttað að Betri samgöngur ohf.„setji slíkar framkvæmdir í forgang, því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði.“ En svo bara gerist ekki neitt. Mögulega vill Bragga-meirihlutinn ekki bæta umferðarflæði innan borgarinnar, enda verður þá erfiðara að réttlæta Borgarlínubrjálæðið og þörfin á sérrými minnkar. Eftir situr fólk fast í umferð, tafatíminn vex og mun vaxa enn frekar nái draumur borgarstjóra um Borgarlínu fram að ganga. Með gegnsæi í huga og þess að sækja í visku fjöldans, þá lýsi ég því hér með yfir, að mín fyrsta tillaga verði ég kosinn til setu í borgarstjórn verður þess efnis að „kóðinn“ fyrir ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu verði opnaður og gerður aðgengilegur, þannig að allir geti skoðað hvernig ljósastýringarnar virka og um leið séð hvort mögulega sé ekki verið að nýta núverandi afkastagetu gatnakerfisins með besta hætti. Margir hafa pirrað sig á rauðum ljósum þar sem enginn er sjáanlegur, hvorki bíll, né til dæmis einstaklingur að fara yfir götuna við eldrautt gönguljós á Miklubrautinni. Opnum þessar upplýsingar og gerum þær öllum aðgengilegar. Af hverju ætti að vera feluleikur um það hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið á að vera að minnka tafatíma allra !!! Höfundur er umferðarsérfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Reykjavík.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar