Sameining eða ekki? Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Elín Fríða Sigurðardóttir skrifa 13. maí 2022 20:01 Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði. Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni. Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun. Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði. Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni. Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun. Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar