Sameining eða ekki? Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Elín Fríða Sigurðardóttir skrifa 13. maí 2022 20:01 Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði. Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni. Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun. Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði. Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni. Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun. Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar