„Kæru strákar, má ég fá að klára?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 21:26 Mikill hiti var í umræðu um skólamálin á RÚV í kvöld. Vísir Mikill hiti skapaðist í umræðu um skóla- og leikskólamál í kosningakappræðum fyrir borgarstjórnarkosningar á RÚV í kvöld. Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira