Þolendur ofbeldis gerðir að skotmarki í dómsal Sigrún Sif Jóelsdóttir og Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifa 16. maí 2022 13:31 Fyrirlitning, mismunun og þöggun gegn þolendum kynbundins ofbeldis lifir góðu lífi í íslensku samfélagi. Fjallað hefur verið um þennan rótgróna vanda okkar fámennu þjóðar í erlendum fjölmiðlum, sem hafa sýnt vaxandi áhuga á feminískri baráttu á Íslandi. Athuganir gefa til kynna að kynferðisbrot og líkamlegt ofbeldi gegn konum sé útbreiddara á Íslandi en að jafnaði gerist í Evrópulöndum og að íslenska lagakerfið viðhaldi tortryggni í garð þeirra kvenna sem hafa þolað ofbeldið. Þessi vandi, sem lýsir ákveðinni þversögn í þeim löndum sem teljast hafa náð miklum árangri í jafnrétti kynjanna, hefur verið nefndur „The Nordic Paradox“. Rangsnúin fjandsemi réttarkerfisins í garð mæðra sem lýsa ofbeldishegðun barnsfeðra sinna er sérstaklega áberandi, en miklar áhyggjur eru af því á alþjóðavettvangi að ofbeldi gegn konum í nánum samböndum sé ekki tekið nógu alvarlega í forsjármálum. Hegðun réttarkerfanna afhjúpar undirliggjandimismunun gegn konum og hvernig skaðlegar staðalímyndir eru notaðar gegn þeim í málum barna þeirra. Ísland, sem státar sig af góðum árangri í jafnrétti kynjanna, er þar engin undantekning. Í dómsmálum fjölskylduréttar sést greinilega hvernig orðalag er notað sem afsakar heimilisofbeldi og færir ábyrgð á ofbeldinu yfir á þolendur. „Stormasamt samband“, „erjur á milli foreldra“ og „togstreita á milli foreldra“ dregur upp ranga mynd af heimilisofbeldi sem deilu á milli jafningja og að ofbeldi sé afleiðing af gagnkvæmum samskiptum, þegar staðreyndin er sú að í heimilisofbeldismálum er oftast um að ræða ofbeldi maka eða fyrrum maka, sem oftast er karl, þar sem annar aðilinn beitir hinn ofbeldi og börn eru þolendur á vettvangi. Með öðrum orðum, kynbundið ofbeldi fyrirfinnst líka í forsjár- og umgengnismálum, sem dómskerfið, fremur en að taka tillit til, tekur þátt í með gerandanum. Fordómar gegn þolendum ofbeldis þrífast innan lögmannastéttar eins og annars staðar í samfélaginu. Þeir eru líka til sem vísvitandi spila inn á þessa fordóma og tilefnislausa samúð með gerendum og virðast komast upp með siðferðilega vafasama hegðun sem starfandi lögmenn, án nokkurra afleiðinga. Sumir hverjir virðast velja það markvisst að beita kröftumsínum við að vinna fyrir menn sem telja sig hafa persónulega hagsmuni af því að draga úr umræðu um ofbeldi. Það er í dag orðin almenn vitneskja að meiðyrðamál eru oft notuð semkúgunartæki af þeim sem vilja þagga niður í umræðunni um ofbeldi. Þjóðin öll fylgdist með því þegar landsþekktur stjórnmálamaður fór í meiðyrðamál við dóttur sína sem hafði meðal annars ásakað hann um ofbeldi gegn sér. Sjö aðrar konur höfðu stigið fram undir nafni og sakað sama manninn um kynferðislega áreitni og 23 konur birt frásagnir sínar á vefsíðu MeToo hóps kvennanna. Stjórnmálamaðurinn hélt því ítrekað fram opinberlega að frásagnir allra kvennanna væru „órar úr sjúku hugarfari“ dóttur sinnar. Lögmaður þessa þjóðþekkta manns valdi að sækja meiðyrðamálið fyrir manninn og flytja með honum þessar söguskýringar fyrir dómi. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mikið um annað meiðyrðamál trúbadors nokkurs gegn Sindra Þór Sigríðar- Hilmarssyni og þá ekki síst út frá málflutningi lögmanns trúbadorsins sem byggist að miklu leyti á því að ummæli Sindra eigi ekki við rök að styðjast. Að um fjölda nafnlausra ásakana á hendur trúbadornum sé að ræða, einungis óstaðfestar sögusagnir. Yfir 100 manns skrifuðu athugasemdir á Twitter - þráð Sindra sem renna stoðum undir fram komnar 32 frásagnir þolenda undir nafnvernd. Samt gerir lögmaðurinn ráð fyrir því að eini gervi prófíllinn sem skrifar á þráðinn og segist hafa sent frá sér margar mismunandi nafnlausar frásagnir undir fölsku flaggi sé áreiðanleg heimild, en ekki öll þau sem þar koma fram undir réttu nafni. Í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um meiðyrðamálið gegn Sindra Þór, stígur kona fram undir nafnvernd sem segist hafa kært trúbadorinn fyrir líkamsárás árið 2021 vegna brots sem átti sér stað árið 2017. Trúbadorinn brást við þessu með því að birta opna færslu á samfélagsmiðlum ásamt mynd af tölvupóstsamskiptum frá árinu 2022, þar sem lögmaður hans fullyrðir að samkvæmt yfirliti úr málaskrá frá ríkislögreglustjóra hafi „engin kæra verið lögð fram er varðar ofbeldi eða kynferðisbrot. Punktur.“ Fjölmiðlar gerðu fréttamat úr færslunni og birtu umræddan tölvupóst, en samantekt úr bókun lögreglu sem birt var á samfélagsmiðlum í kjölfarið, með leyfi þolandans sem kærði trúbadorinn, bendir helst til þess að lögmaðurinn hafi ekki farið rétt með staðreyndir máls í tölvupóstinum, sem hún mátti þó vera upplýst um. Ekki verður fullyrt út frá þessu um hvort lögmaðurinn hafi gegn betri vitund gefið dómstólum rangar eða villandi upplýsingar um staðreyndir málsins og brotið þar með gegn siðareglum lögmanna, en birting á tölvupóstinum vekur upp óþægilegar spurningar um tilganginn. Þó að sú gagnrýni, í tengslum við umræðu um meiðyrðamál trúbadorsins og fyrri lögmann sem sagði sig frá málinu, eigi vissulega rétt á sér, um að lögmaður hafi almennt þá „kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn“, þá gildir það líka að hver lögmaður ræður því sjálfur, hvort hann sækir mál fyrir skjólstæðinga eða ekki og ræður því hvernig hann ráðleggur skjólstæðingi sínum. Að sama skapi á lögmaður að sýna „gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinganna.“ Með öðrum orðum, ef marka má tilgang með siðareglum lögmanna sem hér er vísað til, þá er lögmaður alls ekki hafinn yfir gagnrýni fyrir hvernig hann velur að haga störfum sínum fyrir þá sem ásakaðir hafa verið um ofbeldisbrot. Í þessu samhengi vekja athygli tvö önnur mál sem núverandi lögmaður trúbadorsins hefur tekið að sér að sækja og tengjast bæði ofbeldi í fjölskyldum. Lögmaðurinn lagði fram kæru fyrir hönd föður í miðju forsjármáli, á hendur barnsmóður hans, fyrir rangar sakargiftir. Maðurinn hafði fengið dóm fyrir líkamlegt ofbeldi gegn barni hennar, og konan hafði einnig kært hann fyrir ofbeldi gegn sér. Leiða má að því líkur að sú ákvörðun lögmannsins og föður hafi verið tekin í þeim tilgangi að skapa ákveðin hughrif til draga úr trúverðugleika móður í forsjármálinu, með því að snúa við hlutverki geranda og þolanda, sem því miður virðist hafa borið árangur, þó kæran um rangar sakargiftir hafi verið felld niður. Auk þess sem að slíkar málsóknir á hendur þolendum ofbeldis eru til þess fallnar að draga verulega úr þreki þeirra. Áðurnefndur lögmaður notaði sömu aðferð í öðru forsjármáli, lagði fram kæru á hendur móðurinni fyrir rangar sakargiftir á hendur barnsföðurnum, sem þó hafði áður sætt nálgunarbanni við fjölskylduna vegna ofbeldis, ógnana og eltihrellinga, en nýverið var fjallað um málið í Eigin Konum. Lögmaður föður sendi einnig tölvupóst á lögmann móður og dómkvaddan matsmann í forsjármálinu, með því sem lögmaðurinn vissi vel að var óstaðfest kjaftasaga, en var til þess fallin að draga úr trúverðugleika móður og barna. Þá sótti lögmaður meiðyrðamál fyrir föðurinn gegn ættingja móðurinnar sem lýsti yfir stuðningi við meinta þolendur í málinu. Faðirinn vann málið og hefur höfðað annað sambærilegt meiðyrðamál gegn öðrum ættingja móður, sem dómstólar eiga eftir að taka til umfjöllunar. Kæran um rangar sakargiftir móðurinnar var felld niður en ekki er ólíklegt að hún hafi haft áhrif á niðurstöðu í forsjármálinu, samhliða öðrum aðferðum lögmannsins. Málsóknir meintra gerenda gegn þolendum sínum, með liðsstyrk lögmanna sem það velja, er ekki viðleitni til að efla rétt og hrinda órétti. Það er örvæntingar- og hatursfull afvegaleiðing frá óþægilegum sannleika sem þeir vilja fela fyrir öðrum og ekki þurfa að horfast í augu við sjálfir. Afleiðingarnar af slíkri þöggun og ógn eru líklega mest sláandi þegar börnum er refsað í reynd fyrir að þögn þolenda ofbeldis sé rofin. Lögmenn hafa val um að sækja þessi mál fyrir dómstólum. Að gera þá kröfu til lögmanna að þeir beri ábyrgð á sinni háttsemi, fylgi viðmiðum um siðferði sinnar stéttar og beri virðingu fyrir lífi þolenda ofbeldis er ekki krafa um sérstaka ívilnun frammi fyrir lögum. En það er krafa um að þær skekkjur í réttarhefðinni séu leiðréttar sem setja meinta gerendur ofbeldis endurtekið í hlutverk fórnarlambsins og gera þeim kleift að nota dómstóla sem vopn gegn brotaþolum sínum. Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis og Gabríela er formaður samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Dómstólar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrirlitning, mismunun og þöggun gegn þolendum kynbundins ofbeldis lifir góðu lífi í íslensku samfélagi. Fjallað hefur verið um þennan rótgróna vanda okkar fámennu þjóðar í erlendum fjölmiðlum, sem hafa sýnt vaxandi áhuga á feminískri baráttu á Íslandi. Athuganir gefa til kynna að kynferðisbrot og líkamlegt ofbeldi gegn konum sé útbreiddara á Íslandi en að jafnaði gerist í Evrópulöndum og að íslenska lagakerfið viðhaldi tortryggni í garð þeirra kvenna sem hafa þolað ofbeldið. Þessi vandi, sem lýsir ákveðinni þversögn í þeim löndum sem teljast hafa náð miklum árangri í jafnrétti kynjanna, hefur verið nefndur „The Nordic Paradox“. Rangsnúin fjandsemi réttarkerfisins í garð mæðra sem lýsa ofbeldishegðun barnsfeðra sinna er sérstaklega áberandi, en miklar áhyggjur eru af því á alþjóðavettvangi að ofbeldi gegn konum í nánum samböndum sé ekki tekið nógu alvarlega í forsjármálum. Hegðun réttarkerfanna afhjúpar undirliggjandimismunun gegn konum og hvernig skaðlegar staðalímyndir eru notaðar gegn þeim í málum barna þeirra. Ísland, sem státar sig af góðum árangri í jafnrétti kynjanna, er þar engin undantekning. Í dómsmálum fjölskylduréttar sést greinilega hvernig orðalag er notað sem afsakar heimilisofbeldi og færir ábyrgð á ofbeldinu yfir á þolendur. „Stormasamt samband“, „erjur á milli foreldra“ og „togstreita á milli foreldra“ dregur upp ranga mynd af heimilisofbeldi sem deilu á milli jafningja og að ofbeldi sé afleiðing af gagnkvæmum samskiptum, þegar staðreyndin er sú að í heimilisofbeldismálum er oftast um að ræða ofbeldi maka eða fyrrum maka, sem oftast er karl, þar sem annar aðilinn beitir hinn ofbeldi og börn eru þolendur á vettvangi. Með öðrum orðum, kynbundið ofbeldi fyrirfinnst líka í forsjár- og umgengnismálum, sem dómskerfið, fremur en að taka tillit til, tekur þátt í með gerandanum. Fordómar gegn þolendum ofbeldis þrífast innan lögmannastéttar eins og annars staðar í samfélaginu. Þeir eru líka til sem vísvitandi spila inn á þessa fordóma og tilefnislausa samúð með gerendum og virðast komast upp með siðferðilega vafasama hegðun sem starfandi lögmenn, án nokkurra afleiðinga. Sumir hverjir virðast velja það markvisst að beita kröftumsínum við að vinna fyrir menn sem telja sig hafa persónulega hagsmuni af því að draga úr umræðu um ofbeldi. Það er í dag orðin almenn vitneskja að meiðyrðamál eru oft notuð semkúgunartæki af þeim sem vilja þagga niður í umræðunni um ofbeldi. Þjóðin öll fylgdist með því þegar landsþekktur stjórnmálamaður fór í meiðyrðamál við dóttur sína sem hafði meðal annars ásakað hann um ofbeldi gegn sér. Sjö aðrar konur höfðu stigið fram undir nafni og sakað sama manninn um kynferðislega áreitni og 23 konur birt frásagnir sínar á vefsíðu MeToo hóps kvennanna. Stjórnmálamaðurinn hélt því ítrekað fram opinberlega að frásagnir allra kvennanna væru „órar úr sjúku hugarfari“ dóttur sinnar. Lögmaður þessa þjóðþekkta manns valdi að sækja meiðyrðamálið fyrir manninn og flytja með honum þessar söguskýringar fyrir dómi. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mikið um annað meiðyrðamál trúbadors nokkurs gegn Sindra Þór Sigríðar- Hilmarssyni og þá ekki síst út frá málflutningi lögmanns trúbadorsins sem byggist að miklu leyti á því að ummæli Sindra eigi ekki við rök að styðjast. Að um fjölda nafnlausra ásakana á hendur trúbadornum sé að ræða, einungis óstaðfestar sögusagnir. Yfir 100 manns skrifuðu athugasemdir á Twitter - þráð Sindra sem renna stoðum undir fram komnar 32 frásagnir þolenda undir nafnvernd. Samt gerir lögmaðurinn ráð fyrir því að eini gervi prófíllinn sem skrifar á þráðinn og segist hafa sent frá sér margar mismunandi nafnlausar frásagnir undir fölsku flaggi sé áreiðanleg heimild, en ekki öll þau sem þar koma fram undir réttu nafni. Í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um meiðyrðamálið gegn Sindra Þór, stígur kona fram undir nafnvernd sem segist hafa kært trúbadorinn fyrir líkamsárás árið 2021 vegna brots sem átti sér stað árið 2017. Trúbadorinn brást við þessu með því að birta opna færslu á samfélagsmiðlum ásamt mynd af tölvupóstsamskiptum frá árinu 2022, þar sem lögmaður hans fullyrðir að samkvæmt yfirliti úr málaskrá frá ríkislögreglustjóra hafi „engin kæra verið lögð fram er varðar ofbeldi eða kynferðisbrot. Punktur.“ Fjölmiðlar gerðu fréttamat úr færslunni og birtu umræddan tölvupóst, en samantekt úr bókun lögreglu sem birt var á samfélagsmiðlum í kjölfarið, með leyfi þolandans sem kærði trúbadorinn, bendir helst til þess að lögmaðurinn hafi ekki farið rétt með staðreyndir máls í tölvupóstinum, sem hún mátti þó vera upplýst um. Ekki verður fullyrt út frá þessu um hvort lögmaðurinn hafi gegn betri vitund gefið dómstólum rangar eða villandi upplýsingar um staðreyndir málsins og brotið þar með gegn siðareglum lögmanna, en birting á tölvupóstinum vekur upp óþægilegar spurningar um tilganginn. Þó að sú gagnrýni, í tengslum við umræðu um meiðyrðamál trúbadorsins og fyrri lögmann sem sagði sig frá málinu, eigi vissulega rétt á sér, um að lögmaður hafi almennt þá „kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn“, þá gildir það líka að hver lögmaður ræður því sjálfur, hvort hann sækir mál fyrir skjólstæðinga eða ekki og ræður því hvernig hann ráðleggur skjólstæðingi sínum. Að sama skapi á lögmaður að sýna „gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinganna.“ Með öðrum orðum, ef marka má tilgang með siðareglum lögmanna sem hér er vísað til, þá er lögmaður alls ekki hafinn yfir gagnrýni fyrir hvernig hann velur að haga störfum sínum fyrir þá sem ásakaðir hafa verið um ofbeldisbrot. Í þessu samhengi vekja athygli tvö önnur mál sem núverandi lögmaður trúbadorsins hefur tekið að sér að sækja og tengjast bæði ofbeldi í fjölskyldum. Lögmaðurinn lagði fram kæru fyrir hönd föður í miðju forsjármáli, á hendur barnsmóður hans, fyrir rangar sakargiftir. Maðurinn hafði fengið dóm fyrir líkamlegt ofbeldi gegn barni hennar, og konan hafði einnig kært hann fyrir ofbeldi gegn sér. Leiða má að því líkur að sú ákvörðun lögmannsins og föður hafi verið tekin í þeim tilgangi að skapa ákveðin hughrif til draga úr trúverðugleika móður í forsjármálinu, með því að snúa við hlutverki geranda og þolanda, sem því miður virðist hafa borið árangur, þó kæran um rangar sakargiftir hafi verið felld niður. Auk þess sem að slíkar málsóknir á hendur þolendum ofbeldis eru til þess fallnar að draga verulega úr þreki þeirra. Áðurnefndur lögmaður notaði sömu aðferð í öðru forsjármáli, lagði fram kæru á hendur móðurinni fyrir rangar sakargiftir á hendur barnsföðurnum, sem þó hafði áður sætt nálgunarbanni við fjölskylduna vegna ofbeldis, ógnana og eltihrellinga, en nýverið var fjallað um málið í Eigin Konum. Lögmaður föður sendi einnig tölvupóst á lögmann móður og dómkvaddan matsmann í forsjármálinu, með því sem lögmaðurinn vissi vel að var óstaðfest kjaftasaga, en var til þess fallin að draga úr trúverðugleika móður og barna. Þá sótti lögmaður meiðyrðamál fyrir föðurinn gegn ættingja móðurinnar sem lýsti yfir stuðningi við meinta þolendur í málinu. Faðirinn vann málið og hefur höfðað annað sambærilegt meiðyrðamál gegn öðrum ættingja móður, sem dómstólar eiga eftir að taka til umfjöllunar. Kæran um rangar sakargiftir móðurinnar var felld niður en ekki er ólíklegt að hún hafi haft áhrif á niðurstöðu í forsjármálinu, samhliða öðrum aðferðum lögmannsins. Málsóknir meintra gerenda gegn þolendum sínum, með liðsstyrk lögmanna sem það velja, er ekki viðleitni til að efla rétt og hrinda órétti. Það er örvæntingar- og hatursfull afvegaleiðing frá óþægilegum sannleika sem þeir vilja fela fyrir öðrum og ekki þurfa að horfast í augu við sjálfir. Afleiðingarnar af slíkri þöggun og ógn eru líklega mest sláandi þegar börnum er refsað í reynd fyrir að þögn þolenda ofbeldis sé rofin. Lögmenn hafa val um að sækja þessi mál fyrir dómstólum. Að gera þá kröfu til lögmanna að þeir beri ábyrgð á sinni háttsemi, fylgi viðmiðum um siðferði sinnar stéttar og beri virðingu fyrir lífi þolenda ofbeldis er ekki krafa um sérstaka ívilnun frammi fyrir lögum. En það er krafa um að þær skekkjur í réttarhefðinni séu leiðréttar sem setja meinta gerendur ofbeldis endurtekið í hlutverk fórnarlambsins og gera þeim kleift að nota dómstóla sem vopn gegn brotaþolum sínum. Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis og Gabríela er formaður samtakanna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar