Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 23:01 Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00
Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01