Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2022 14:01 Valsarar hafa unnið Íslandsmeistaratitla í handbolta, fótbolta og körfubolta, bæði hjá körlum og konum, á árunum 2019-2022. Alls eru Íslandsmeistaratitlarnir átta á þessum árum en gætu mögulega orðið tíu áður en maí er úti og tólf í haust þegar fótboltaleiktíðinni lýkur. vísir/daníel/hulda margrét/bára/egill Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki. Sigur Vals gegn Tindastóli í gærkvöld, og þar með fyrsti Íslandsmeistaratitill karlaliðs Vals í körfubolta í 39 ár, þýðir að félagið getur mögulega endað með tólf Íslandsmeistaratitla á árunum 2019-2022 í meistaraflokki í körfubolta, handbolta og fótbolta. Félagið hefur þegar unnið átta Íslandsmeistaratitla á aðeins þessum þremur síðustu árum og biðin eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla var orðin sú langlengsta hjá liðunum sex í Val. Kvennaliðið í körfubolta vann sína fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla 2019 og 2021 og hefur einnig unnið bikarmeistaratitil og þrjá deildarmeistaratitla á þessum tíma, en um er að ræða fyrstu stóru titlana í sögu kvennaliðsins. Karlalið Vals í körfubolta hefur nú orðið Íslandsmeistari alls þrisvar og bikarmeistari jafnoft en liðið þurfti að bíða í 39 ár eftir að hafa unnið tvöfalt árið 1983. Handboltaliðin berjast um titla Bæði kvenna- og karlalið Vals eru komin í úrslitaeinvígin í handboltanum og geta því bætt Íslandsmeistaratitlum í sitt stóra safn. Karlalið Vals byrjar einvígið gegn ÍBV í kvöld og kvennaliðið mætir Fram í fyrsta leik á morgun. Karlalið Vals í handbolta er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið titilinn langoftast eða 23 sinnum, og varð í vetur bikarmeistari í 11. sinn sem er einnig met á Íslandi. Kvennalið Vals í handbolta varð síðast Íslandsmeistari 2019 og getur landað titlinum í 18. sinn takist liðinu að vinna Framkonur. Valskonur urðu einnig bikarmeistarar 2019 og hafa unnið þann titil sjö sinnum. Ríkjandi Íslandsmeistari í þremur greinum Í sumar þykja svo bæði karla- og kvennalið Vals líkleg til afreka í fótboltanum. Kvennaliðið er ríkjandi Íslandsmeistari og á næstflesta Íslandsmeistaratitla á eftir Breiðabliki, eða 12, auk 13 bikarmeistaratitla þar sem Valur deilir metinu með Blikum. Valur er því ríkjandi meistari í körfubolta og handbolta karla, og fótbolta kvenna. Karlaliðið í fótbolta varð Íslandsmeistari þrisvar á árunum 2017-2020 og hefur alls unnið titilinn 23 sinnum, næst á eftir KR sem á 27 Íslandsmeistaratitla. Liðið á 11 bikarmeistaratitla eftir að hafa síðast unnið bikarkeppnina 2016. Körfubolti Handbolti Fótbolti Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Sigur Vals gegn Tindastóli í gærkvöld, og þar með fyrsti Íslandsmeistaratitill karlaliðs Vals í körfubolta í 39 ár, þýðir að félagið getur mögulega endað með tólf Íslandsmeistaratitla á árunum 2019-2022 í meistaraflokki í körfubolta, handbolta og fótbolta. Félagið hefur þegar unnið átta Íslandsmeistaratitla á aðeins þessum þremur síðustu árum og biðin eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla var orðin sú langlengsta hjá liðunum sex í Val. Kvennaliðið í körfubolta vann sína fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla 2019 og 2021 og hefur einnig unnið bikarmeistaratitil og þrjá deildarmeistaratitla á þessum tíma, en um er að ræða fyrstu stóru titlana í sögu kvennaliðsins. Karlalið Vals í körfubolta hefur nú orðið Íslandsmeistari alls þrisvar og bikarmeistari jafnoft en liðið þurfti að bíða í 39 ár eftir að hafa unnið tvöfalt árið 1983. Handboltaliðin berjast um titla Bæði kvenna- og karlalið Vals eru komin í úrslitaeinvígin í handboltanum og geta því bætt Íslandsmeistaratitlum í sitt stóra safn. Karlalið Vals byrjar einvígið gegn ÍBV í kvöld og kvennaliðið mætir Fram í fyrsta leik á morgun. Karlalið Vals í handbolta er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið titilinn langoftast eða 23 sinnum, og varð í vetur bikarmeistari í 11. sinn sem er einnig met á Íslandi. Kvennalið Vals í handbolta varð síðast Íslandsmeistari 2019 og getur landað titlinum í 18. sinn takist liðinu að vinna Framkonur. Valskonur urðu einnig bikarmeistarar 2019 og hafa unnið þann titil sjö sinnum. Ríkjandi Íslandsmeistari í þremur greinum Í sumar þykja svo bæði karla- og kvennalið Vals líkleg til afreka í fótboltanum. Kvennaliðið er ríkjandi Íslandsmeistari og á næstflesta Íslandsmeistaratitla á eftir Breiðabliki, eða 12, auk 13 bikarmeistaratitla þar sem Valur deilir metinu með Blikum. Valur er því ríkjandi meistari í körfubolta og handbolta karla, og fótbolta kvenna. Karlaliðið í fótbolta varð Íslandsmeistari þrisvar á árunum 2017-2020 og hefur alls unnið titilinn 23 sinnum, næst á eftir KR sem á 27 Íslandsmeistaratitla. Liðið á 11 bikarmeistaratitla eftir að hafa síðast unnið bikarkeppnina 2016.
Körfubolti Handbolti Fótbolti Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira