„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. maí 2022 12:27 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að fólk fái aðstoð vilji það leita að eigin húsnæði. Vísir/Samsett Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. Það vakti athygli á leigusíðum á samfélagsmiðlum um helgina að stór hópur úkraínskra flóttamanna þyrfti að yfirgefa Hótel Sögu á næstunni og væri því að leita sér að leiguhúsnæði. Einhverjir flóttamenn höfðu talið að þeir gætu dvalið á hótelinu næstu mánuði og því hafi það komið þeim að óvörum að þau þurftu að fara þaðan. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, bendir á að Hótel Saga sé aðeins skammtímaúrræði. Skilaboð sem sett voru á leigusíðu á Facebook um helgina.Mynd/Skjáskot „Þetta er þannig að fólk kemur inn í skammtímaúrræði í nokkrar vikur og fer svo þaðan annað hvort í svokölluð skjól, sem eru þá til þriggja mánaða, eða þá að fólk er búið að útvega sér húsnæði sjálft,“ segir Gylfi en yfir hundrað manns dvelja nú á Hótel Sögu. Einhverjir virðast hafa staðið í þeirri trú að úrræðið á Hótel sögu væri að loka en Gylfi segir svo ekki vera, heldur þarf aðeins að rýma herbergi fyrir komu fleiri flóttamanna. Þá er erfitt fyrir flóttamenn að vera þar til lengri tíma. „Eins og til dæmis á Hótel Sögu þá eru þetta gömlu hótelherbergin og kannski ekki mikið pláss fyrir hvern og einn, þess vegna er þetta skammtímahúsnæði. Þannig þetta er bara eðlilegasti hlutur og gerist oft á viku að fólk sé að fara á milli,“ segir Gylfi. Fá aðstoð við að leita að húsnæði Nokkur skjól eru í boði, til að mynda á Bifröst og segir Gylfi að það hafi gengið vel fyrir flóttamenn að aðlagast þar og fá vinnu. Margir hafi þó fundið sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu og er þeim þá frjálst að taka húsnæði þar á leigu. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga er staðan á leigumarkaði þó sífellt að versna og leiguverð að hækka. Í ljósi þessa ítrekar Gylfi að flóttafólk fái aðstoð við að finna húsnæði en þau eru með lista yfir lausar íbúðir og herbergi víða sem fólk hefur bent á auk þess sem Vinnumálastofnun er með talsvert af störfum sem fylgir búseta. „Það er líka alltaf hægt að leita til til dæmis Fjölmenningarseturs. Þegar fólk í þessari stöðu er í vandræðum, þá er alltaf hægt að leita þangað til þess að fá aðstoð,“ segir Gylfi. „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum, það er ekki þannig.“ Metfjöldi flóttafólks á landinu Að meðaltali eru um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu að koma til landsins á hverjum degi en í heildina hafa rúmlega þúsund úkraínskir flóttamenn leitað hingað frá því að innrás Rússa hófst fyrir þremur mánuðum. „Hvað verður vitum við ekki, en þessi tala sem við erum komin í núna, yfir þúsund manns, þetta er svona það sem við vorum að búast við á einu ári, þúsund til fimmtán hundruð. Með þessu áframhaldi förum við hátt yfir þá tölu þannig það verður metfjöldi flóttafólks á Íslandi á þessu ári, það er ljóst og það er þegar þannig,“ segir Gylfi. Verið er að auka framboð af skammtímahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð skjól víða um land til að bregðast við stöðunni. „Við erum að skoða það bara með sveitarfélögunum og þessum helstu hagsmunaraðilum, hvernig er hægt að leysa þau mál,“ segir Gylfi. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það vakti athygli á leigusíðum á samfélagsmiðlum um helgina að stór hópur úkraínskra flóttamanna þyrfti að yfirgefa Hótel Sögu á næstunni og væri því að leita sér að leiguhúsnæði. Einhverjir flóttamenn höfðu talið að þeir gætu dvalið á hótelinu næstu mánuði og því hafi það komið þeim að óvörum að þau þurftu að fara þaðan. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, bendir á að Hótel Saga sé aðeins skammtímaúrræði. Skilaboð sem sett voru á leigusíðu á Facebook um helgina.Mynd/Skjáskot „Þetta er þannig að fólk kemur inn í skammtímaúrræði í nokkrar vikur og fer svo þaðan annað hvort í svokölluð skjól, sem eru þá til þriggja mánaða, eða þá að fólk er búið að útvega sér húsnæði sjálft,“ segir Gylfi en yfir hundrað manns dvelja nú á Hótel Sögu. Einhverjir virðast hafa staðið í þeirri trú að úrræðið á Hótel sögu væri að loka en Gylfi segir svo ekki vera, heldur þarf aðeins að rýma herbergi fyrir komu fleiri flóttamanna. Þá er erfitt fyrir flóttamenn að vera þar til lengri tíma. „Eins og til dæmis á Hótel Sögu þá eru þetta gömlu hótelherbergin og kannski ekki mikið pláss fyrir hvern og einn, þess vegna er þetta skammtímahúsnæði. Þannig þetta er bara eðlilegasti hlutur og gerist oft á viku að fólk sé að fara á milli,“ segir Gylfi. Fá aðstoð við að leita að húsnæði Nokkur skjól eru í boði, til að mynda á Bifröst og segir Gylfi að það hafi gengið vel fyrir flóttamenn að aðlagast þar og fá vinnu. Margir hafi þó fundið sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu og er þeim þá frjálst að taka húsnæði þar á leigu. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga er staðan á leigumarkaði þó sífellt að versna og leiguverð að hækka. Í ljósi þessa ítrekar Gylfi að flóttafólk fái aðstoð við að finna húsnæði en þau eru með lista yfir lausar íbúðir og herbergi víða sem fólk hefur bent á auk þess sem Vinnumálastofnun er með talsvert af störfum sem fylgir búseta. „Það er líka alltaf hægt að leita til til dæmis Fjölmenningarseturs. Þegar fólk í þessari stöðu er í vandræðum, þá er alltaf hægt að leita þangað til þess að fá aðstoð,“ segir Gylfi. „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum, það er ekki þannig.“ Metfjöldi flóttafólks á landinu Að meðaltali eru um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu að koma til landsins á hverjum degi en í heildina hafa rúmlega þúsund úkraínskir flóttamenn leitað hingað frá því að innrás Rússa hófst fyrir þremur mánuðum. „Hvað verður vitum við ekki, en þessi tala sem við erum komin í núna, yfir þúsund manns, þetta er svona það sem við vorum að búast við á einu ári, þúsund til fimmtán hundruð. Með þessu áframhaldi förum við hátt yfir þá tölu þannig það verður metfjöldi flóttafólks á Íslandi á þessu ári, það er ljóst og það er þegar þannig,“ segir Gylfi. Verið er að auka framboð af skammtímahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð skjól víða um land til að bregðast við stöðunni. „Við erum að skoða það bara með sveitarfélögunum og þessum helstu hagsmunaraðilum, hvernig er hægt að leysa þau mál,“ segir Gylfi.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira