Nauðganir í hernaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2022 14:30 Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hernaður Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun