Nauðganir í hernaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2022 14:30 Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hernaður Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun