Taka þurfi skýra afstöðu gegn vændi en með þolendum þess Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. maí 2022 07:00 Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís eru sammála um að varpa þurfi ljósi á neikvæðar hliðar vændis þar sem jákvæð umræða hefur verið allsráðandi undanfarið. Stöð 2 Mikilvægt er að vekja athygli á skuggahliðum vændis þar sem meirihluti hefur slæma reynslu að sögn þolenda vændis og fjölmiðlakonu sem gerði vændi að umfjöllunarefni sínu í nýrri bók. Umræðan hafi verið einræð og skaðleg undanfarið þar sem minnihluti hafi lýst jákvæðri reynslu. Samfélagið þurfi að taka skýra afstöðu gegn vændi, en með þolendum. Bókin Venjulegar konur - Vændi á Íslandi eftir Brynhildi Björnsdóttur fer í sölu í verslunum í dag en að sögn Brynhildar er markmiðið með bókinni að vekja athygli á hlutum sem þrífast í samfélaginu án þess að margir viti af því og segja frá reynslu þeirra sem hafa verið í vændi. „Vegna þess að umræðan hefur verið dálítið upp á síðkastið að sýna fram á jákvæðar hliðar um vændi og kynlífsvinnu, þá vildum við búa til mótvægi og sýna fram á það hversu stór hluti þeirra sem eru í vændi upplifir mjög skaðlegar afleiðingar og hafa mjög neikvæða reynslu,“ segir Brynhildur. Þá er bókinni einnig ætlað að vekja upp spurningar um hvernig samfélagi við viljum búa í. „Viljum við búa í samfélagi þar sem að fólk neyðist til að veita aðgang að því viðkvæmasta í sínu fari til þess að geta aflað sér lífsviðurværis? Ég held að við getum öll verið sammála um að við viljum það ekki,“ segir Brynhildur. Hún fór um víðan völl í rannsóknum sínum fyrir bókina og ræddi við einstaklinga sem hafa sjálfir upplifanir af vændi. Einna helst skoðaði hún þó vændi út frá því hvernig staða löggjafarinnar er í mismunandi löndum en það skiptist aðallega í þrjú módel, það er að segja algjört bann, algjört leyfi, og svo sænska leiðin, sem er notuð hér á landi, og felur í sér að kaupin eru saknæm en salan ekki. „Sú löggjöf er hugsuð til þess fyrst og fremst að vernda fólkið sem er í vændi og er gengið út frá því að fólk sé í því af neyð og að það sé ekki verið að auka á neyð þess með því sakfella það fyrir einhvern glæp,“ segir Brynhildur. „Sænska leiðin er kannski ekkert endilega fullkomin en hún er þó langbest vegna þess að það sem hún gerir er að hún beinir athyglinni og sjónum að þeim sem kaupa vændi,“ segir hún enn fremur. Persónulega segist hún vera á móti því að það viðgangist í samfélagi sem okkar að fólk kaupi sér aðgang að kynlífi, enda ætti kynlíf að byggja á gagnkvæmri virðingu og vera fallegt fyrirbæri. „Mér finnst að um leið og þú ert búinn að kaupa þig fram hjá samþykki, vilja eða losta, þá erum við ekki að tala um kynlíf, þá erum við að tala um eitthvað annað og eitthvað sem við myndum kannski frekar skilgreina sem ofbeldi,“ segir Brynhildur. Löggjöfin bitlaus og refsingar jafnast á við hraðasektir Í bókinni er rætt við sex konur sem hafa verið í vændi en um er að ræða nafnlausar sögur. Eva Dís Þórðardóttir talar fyrir hönd þeirra sem stíga fram í bókinni þar sem hún er sjálf þolandi vændis. Þó hún hafi ekki sjálf reynslu af vændi hér á landi starfar hún sem leiðbeinandi hjá Stígamótum og hefur aðstoðað aðrar konur í svipuðum sporum. Hún segir íslenska vændisheiminn rosalega harðan auk þess sem löggjöfin, sænska leiðin, er frekar bitlaus þar sem henni fylgir ekki strangur refsirammi. „Refsingar eru á borð við hraðasektir með nafnleynd fyrir gerendur en ekki fyrir þolendur, og það kemur í veg fyrir að konur kæri. Það að þær þurfi að afhjúpa sig við það að kæra, þær gera það ekki,“ segir Eva. „Þær sem þora að stíga fram og segja jákvæða reynslu sína af vændi, þær hafa svolítið átt orðið á meðan það er heill hópur, yfir 90 prósent segja rannsóknir, sem hafa neikvæða reynslu en þær þora yfirleitt ekki að stíga fram vegna þess að þær eru einangraðar og í skömm,“ segir Eva. Rætt var við fólk sem segist stunda kynlífsvinnu og krefst bættrar stöðu og sömu réttinda og annað vinnandi fólk í Kompás en innslagið má finna hér fyrir neðan. Undanfarna mánuði hefur til að mynda mikið verið rætt um OnlyFans en þar hefur verið rætt við einstaklinga sem lítur á sig sem kynlífsverkafólk og nýtur þess. Eva segir þá þróun vera mjög ógnvekjandi. „Mér finnst hún hættuleg. Hún gefur þá hugmynd að þetta sé eitthvað jákvætt, eitthvað sem fólk vill vera í, eitthvað sem fólk vill stunda, og í bókinni kemur það mjög skýrt fram að þær sem að við töluðum við hafi gert þetta af neyð,“ segir Eva. Fólk líklegra til að taka afstöðu gegn vændi geri það sér grein ofbeldinu Brynhildur tekur fram að það sé ekki hæft að alhæfa fyrir alla og leggja þeim orð í munn um hvernig upplifanir þeirra eru en vísar aftur til rannsókna sem sýni að 90 prósent þeirra sem eru í vændi vilji hætta. Hægt sé að setja það í samhengi við margt annað í samfélaginu. „Við setjum lög um hraðakstur þrátt fyrir að það séu örugglega einhvers staðar fullt af fólki sem að getur keyrt á 200 kílómetra hraða án þess að slasa neinn eða sjálft sig,“ segir Brynhildur. „En við tökum samt afstöðu sem samfélag með meirihlutanum gegn því sem er virkilega skaðlegt.“ Í grunninn sé mikilvægt að allir séu upplýstir, hvort sem það er að hugleiða að fara út í vændi eða kaupa vændi. Eva bendir á að hér á landi séu miklir fordómar gagnvart vændi og sömuleiðis fáfræðsla. „Þeir sem eru með sterku fordómana eru vægðarlausir gagnvart þolendum, og svo eru þeir sem eru með vægari fordóma því þeir vita kannski ekki neitt, halda kannski að það sem fari fram í vændi sé svipað og það sem þau eru að upplifa í þeirra eigin svefnherbergi,“ segir Eva og bætir við að það þurfi að leiðrétta. „Ef fólk gerir sér grein fyrir því hversu mikið ofbeldi er í vændinu þá sé það líklegra til að taka afstöðu gegn því og akkúrat núna þá þurfa bara þolendur vændis stuðning frá samfélaginu sem við búum í,“ segir Eva. Þá þurfi meiri fjárveitingar í úrræði fyrir þolendur vændis en að sögn Evu er margra vikna bið eftir nýju viðtali hjá Stígamótum, sem getur reynst lífshættulegt. Nauðsynlegt sé að sýna þolendum vændis umburðarlyndi og bregðast harðar við gerendum og kerfinu öllu sem hagnast á vændi. „Ég vona að þessi bók hvetji fólk til að taka skýra afstöðu gegn vændinu en með þolendum,“ segir Eva. Vændi Kynlíf Tengdar fréttir Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. 29. apríl 2022 08:31 Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum. 26. janúar 2022 20:00 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Bókin Venjulegar konur - Vændi á Íslandi eftir Brynhildi Björnsdóttur fer í sölu í verslunum í dag en að sögn Brynhildar er markmiðið með bókinni að vekja athygli á hlutum sem þrífast í samfélaginu án þess að margir viti af því og segja frá reynslu þeirra sem hafa verið í vændi. „Vegna þess að umræðan hefur verið dálítið upp á síðkastið að sýna fram á jákvæðar hliðar um vændi og kynlífsvinnu, þá vildum við búa til mótvægi og sýna fram á það hversu stór hluti þeirra sem eru í vændi upplifir mjög skaðlegar afleiðingar og hafa mjög neikvæða reynslu,“ segir Brynhildur. Þá er bókinni einnig ætlað að vekja upp spurningar um hvernig samfélagi við viljum búa í. „Viljum við búa í samfélagi þar sem að fólk neyðist til að veita aðgang að því viðkvæmasta í sínu fari til þess að geta aflað sér lífsviðurværis? Ég held að við getum öll verið sammála um að við viljum það ekki,“ segir Brynhildur. Hún fór um víðan völl í rannsóknum sínum fyrir bókina og ræddi við einstaklinga sem hafa sjálfir upplifanir af vændi. Einna helst skoðaði hún þó vændi út frá því hvernig staða löggjafarinnar er í mismunandi löndum en það skiptist aðallega í þrjú módel, það er að segja algjört bann, algjört leyfi, og svo sænska leiðin, sem er notuð hér á landi, og felur í sér að kaupin eru saknæm en salan ekki. „Sú löggjöf er hugsuð til þess fyrst og fremst að vernda fólkið sem er í vændi og er gengið út frá því að fólk sé í því af neyð og að það sé ekki verið að auka á neyð þess með því sakfella það fyrir einhvern glæp,“ segir Brynhildur. „Sænska leiðin er kannski ekkert endilega fullkomin en hún er þó langbest vegna þess að það sem hún gerir er að hún beinir athyglinni og sjónum að þeim sem kaupa vændi,“ segir hún enn fremur. Persónulega segist hún vera á móti því að það viðgangist í samfélagi sem okkar að fólk kaupi sér aðgang að kynlífi, enda ætti kynlíf að byggja á gagnkvæmri virðingu og vera fallegt fyrirbæri. „Mér finnst að um leið og þú ert búinn að kaupa þig fram hjá samþykki, vilja eða losta, þá erum við ekki að tala um kynlíf, þá erum við að tala um eitthvað annað og eitthvað sem við myndum kannski frekar skilgreina sem ofbeldi,“ segir Brynhildur. Löggjöfin bitlaus og refsingar jafnast á við hraðasektir Í bókinni er rætt við sex konur sem hafa verið í vændi en um er að ræða nafnlausar sögur. Eva Dís Þórðardóttir talar fyrir hönd þeirra sem stíga fram í bókinni þar sem hún er sjálf þolandi vændis. Þó hún hafi ekki sjálf reynslu af vændi hér á landi starfar hún sem leiðbeinandi hjá Stígamótum og hefur aðstoðað aðrar konur í svipuðum sporum. Hún segir íslenska vændisheiminn rosalega harðan auk þess sem löggjöfin, sænska leiðin, er frekar bitlaus þar sem henni fylgir ekki strangur refsirammi. „Refsingar eru á borð við hraðasektir með nafnleynd fyrir gerendur en ekki fyrir þolendur, og það kemur í veg fyrir að konur kæri. Það að þær þurfi að afhjúpa sig við það að kæra, þær gera það ekki,“ segir Eva. „Þær sem þora að stíga fram og segja jákvæða reynslu sína af vændi, þær hafa svolítið átt orðið á meðan það er heill hópur, yfir 90 prósent segja rannsóknir, sem hafa neikvæða reynslu en þær þora yfirleitt ekki að stíga fram vegna þess að þær eru einangraðar og í skömm,“ segir Eva. Rætt var við fólk sem segist stunda kynlífsvinnu og krefst bættrar stöðu og sömu réttinda og annað vinnandi fólk í Kompás en innslagið má finna hér fyrir neðan. Undanfarna mánuði hefur til að mynda mikið verið rætt um OnlyFans en þar hefur verið rætt við einstaklinga sem lítur á sig sem kynlífsverkafólk og nýtur þess. Eva segir þá þróun vera mjög ógnvekjandi. „Mér finnst hún hættuleg. Hún gefur þá hugmynd að þetta sé eitthvað jákvætt, eitthvað sem fólk vill vera í, eitthvað sem fólk vill stunda, og í bókinni kemur það mjög skýrt fram að þær sem að við töluðum við hafi gert þetta af neyð,“ segir Eva. Fólk líklegra til að taka afstöðu gegn vændi geri það sér grein ofbeldinu Brynhildur tekur fram að það sé ekki hæft að alhæfa fyrir alla og leggja þeim orð í munn um hvernig upplifanir þeirra eru en vísar aftur til rannsókna sem sýni að 90 prósent þeirra sem eru í vændi vilji hætta. Hægt sé að setja það í samhengi við margt annað í samfélaginu. „Við setjum lög um hraðakstur þrátt fyrir að það séu örugglega einhvers staðar fullt af fólki sem að getur keyrt á 200 kílómetra hraða án þess að slasa neinn eða sjálft sig,“ segir Brynhildur. „En við tökum samt afstöðu sem samfélag með meirihlutanum gegn því sem er virkilega skaðlegt.“ Í grunninn sé mikilvægt að allir séu upplýstir, hvort sem það er að hugleiða að fara út í vændi eða kaupa vændi. Eva bendir á að hér á landi séu miklir fordómar gagnvart vændi og sömuleiðis fáfræðsla. „Þeir sem eru með sterku fordómana eru vægðarlausir gagnvart þolendum, og svo eru þeir sem eru með vægari fordóma því þeir vita kannski ekki neitt, halda kannski að það sem fari fram í vændi sé svipað og það sem þau eru að upplifa í þeirra eigin svefnherbergi,“ segir Eva og bætir við að það þurfi að leiðrétta. „Ef fólk gerir sér grein fyrir því hversu mikið ofbeldi er í vændinu þá sé það líklegra til að taka afstöðu gegn því og akkúrat núna þá þurfa bara þolendur vændis stuðning frá samfélaginu sem við búum í,“ segir Eva. Þá þurfi meiri fjárveitingar í úrræði fyrir þolendur vændis en að sögn Evu er margra vikna bið eftir nýju viðtali hjá Stígamótum, sem getur reynst lífshættulegt. Nauðsynlegt sé að sýna þolendum vændis umburðarlyndi og bregðast harðar við gerendum og kerfinu öllu sem hagnast á vændi. „Ég vona að þessi bók hvetji fólk til að taka skýra afstöðu gegn vændinu en með þolendum,“ segir Eva.
Vændi Kynlíf Tengdar fréttir Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. 29. apríl 2022 08:31 Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum. 26. janúar 2022 20:00 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. 29. apríl 2022 08:31
Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17
Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum. 26. janúar 2022 20:00