Uppbygging vegna fólksfjölgunar í Hafnarfirði efst á blaði Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 19:20 Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður bæjarstjóri í Hafnarfirði til 1. janúar 2025. Þangað til verður Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins formaður bæjarráðs en síðan skipta þau á embættum. Stöð 2/Sigurjón Uppbygging vegna mikillar fyrirsjáanlegrar fjölgunar íbúa verður eitt aðalverkefni nýrrar bæjarstjórnar í Hafnarfirði að mati oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf. Oddvitarnir munu hafa vistaskipti í stóli bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á miðju kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24