Lágmarksinntak sáttameðferðar barnalaga Sævar Þór Jónsson skrifar 27. maí 2022 16:00 Árið 2012 var barnalögum breytt og skylda foreldra til þess að leita sátta var bundin í lög áður en mál væri höfðað um forræði, lögheimili o.fl. Síðan þá hefur oft reynt á inntak sáttameðferðar og gildi sáttavottorða sem gefin eru út í lok hennar. Hafa dómstólar skorið úr um hvernig túlka beri ákvæði barnalaga um þetta atriði. Til þess að sáttavottorð teljist gilt þarf ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt. Sem dæmi má nefna gildistíma vottorða en þau gilda eingöngu í sex mánuði frá útgáfudegi. Annað formskilyrði er að taki foreldrar ekki þátt í sáttameðferð þá má sáttamaður gefa út sáttavottorð, og þar með ljúka sáttameðferð sem árangurslausri, ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa verið boðaðir í tvígang. En dómstólar líta ekki eingöngu til þess hvort sáttavottorð sé gilt heldur einnig til þess hvort sáttameðferð hafi í raun og veru farið fram um það ágreiningsefni sem borið er undir dóm. Þannig hefur Landsréttur litið til þess sem rétturinn kallar lágmarksinntak sáttameðferðar. Dómstólar hafa skýrt það svo að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra komi fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamans hvenær fullreynt sé að sættir náist. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Afstaða beggja aðila lá því fyrir til ágreiningsefna og málinu var ekki vísað frá dómi. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 afþakkað móðir sáttameðferð áður en hún hófst. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð en Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um um afstöðu hans til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Í Landsréttarmálinu nr. 147/2020 hafði faðir uppi kröfur er lutu að forsjá og lögheimili. Hafði sáttameðferð verið boðuð um lögheimili. Faðir mætti á sáttafundi sem haldnir voru en ekki móðir. Sáttavottorð sem gefið var út tiltók að faðir hefði rætt bæði lögheimili og forsjá á sáttafundum. Taldi Landsréttur í ljósi þess að sáttameðferð fór fram á grundvelli beiðni föður um breytingar á lögheimili og að móðir hafi ekki mætt að sáttameðferð hafi ekki farið fram um forsjá og var málinu því vísað frá. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 40/2021 var deilt um forsjá og málinu vísað frá dómi þar sem foreldrar höfðu einungis verið boðaðir einu sinni til sáttafundar áður en sáttavottorð var gefið út. Áfrýjandi, sem kærði frávísunina, vísa m.a. til tveggja dóma Landsréttar sem hann taldi frávísunina ekki samræmast. Hæstiréttur tók af skarið og benti á að atvik í þeim dómum væri ósambærileg að því að þar hefði sáttameðferð hafist og sáttamaður aflað afstöðu beggja aðila til sátta áður en hann mat að grundvöllur væri ekki fyrir hendi fyrir áframhaldandi sáttameðferð. Í þessum orðum Hæstaréttar kristallast lágmarksinntak sáttameðferðarinnar. Afstaða beggja aðila þarf að liggja fyrir til þeirra ágreiningsefna sem ræða á og báðum aðilum þarf að vera kunnugt um hvaða ágreiningsefni á að ræða ellegar þarf að boða báða aðila tvívegis, að því gefnu að ágreiningsefni sem rædd eru, ef annað mætir, séu tilgreind í boðun til beggja. Þetta þýðir t.d. að ef boðað er til sáttameðferðar um eitt ágreiningsefni og annað foreldri mætir ekki eftir að hafa verið boðað tvívegis en hitt foreldrið mætir og hefur þá uppi fleiri ágreiningsefni en tilgreind voru í boðun, þá er sáttavottorð ekki gilt um þau ágreiningsefni sem ekki voru tilgreind í boðun til foreldra. Þetta er eðlilegt miðað við tilgang sáttameðferðarinnar því með henni á að láta reyna á sættir milli foreldra um tiltekin ágreiningsmál og er talið æskilegt að skoða sérstaklega í hverju ágreiningur foreldra er fólin í hvert sinn og hvort unnt sé að hjálpa þeim að ná sáttum. Það er grundvallaratriði til þess ná þessu markmiði að foreldrarnir geti áttað sig á því hver ágreiningurinn er og tekið afstöðu til hans, hvort sem sú afstaða felst í því að taka þátt eða afþakka þátttöku, þá þurfa foreldrar að vita hvaða málefni eru á dagskrá. Þannig getur atvikast að sáttameðferð er boðuð til þess að ræða breytingar á lögheimili. Annað foreldrið kann að telja það tilgangslaust þar sem langt beri á milli í afstöðu foreldra og afþakkar sáttameðferð. Hitt foreldrið mætir og vill þá ræða bæði lögheimili og umgengni. Foreldrið sem afþakkaði hefði kannski viljað mæta og ræða umgengni en fékk þá ekki tækifæri til þar sem það málefni var ekki tilgreint í boðun. Sáttamaður getur með auðveldum hætti leyst þetta með því að aflað afstöðu beggja aðila utan fundar, t.d. með því að hringja í það foreldri sem ekki mætti og ræða málefnin við það. Geri hann það og í kjölfarið metur áframhaldandi sáttameðferð óþarfa þá getur hann gefið út gilt sáttavottorð án þess að boða aðila tvisvar. Þannig getur góður sáttamaður leyst vanda sem ella kynni að leiða til frávísunar máls frá dómi eða óþarfa tafa í viðkvæmum málaflokki sem felast í því að leita sátta á nýjan leik. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómstólar Fjölskyldumál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Árið 2012 var barnalögum breytt og skylda foreldra til þess að leita sátta var bundin í lög áður en mál væri höfðað um forræði, lögheimili o.fl. Síðan þá hefur oft reynt á inntak sáttameðferðar og gildi sáttavottorða sem gefin eru út í lok hennar. Hafa dómstólar skorið úr um hvernig túlka beri ákvæði barnalaga um þetta atriði. Til þess að sáttavottorð teljist gilt þarf ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt. Sem dæmi má nefna gildistíma vottorða en þau gilda eingöngu í sex mánuði frá útgáfudegi. Annað formskilyrði er að taki foreldrar ekki þátt í sáttameðferð þá má sáttamaður gefa út sáttavottorð, og þar með ljúka sáttameðferð sem árangurslausri, ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa verið boðaðir í tvígang. En dómstólar líta ekki eingöngu til þess hvort sáttavottorð sé gilt heldur einnig til þess hvort sáttameðferð hafi í raun og veru farið fram um það ágreiningsefni sem borið er undir dóm. Þannig hefur Landsréttur litið til þess sem rétturinn kallar lágmarksinntak sáttameðferðar. Dómstólar hafa skýrt það svo að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra komi fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamans hvenær fullreynt sé að sættir náist. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Afstaða beggja aðila lá því fyrir til ágreiningsefna og málinu var ekki vísað frá dómi. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 afþakkað móðir sáttameðferð áður en hún hófst. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð en Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um um afstöðu hans til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Í Landsréttarmálinu nr. 147/2020 hafði faðir uppi kröfur er lutu að forsjá og lögheimili. Hafði sáttameðferð verið boðuð um lögheimili. Faðir mætti á sáttafundi sem haldnir voru en ekki móðir. Sáttavottorð sem gefið var út tiltók að faðir hefði rætt bæði lögheimili og forsjá á sáttafundum. Taldi Landsréttur í ljósi þess að sáttameðferð fór fram á grundvelli beiðni föður um breytingar á lögheimili og að móðir hafi ekki mætt að sáttameðferð hafi ekki farið fram um forsjá og var málinu því vísað frá. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 40/2021 var deilt um forsjá og málinu vísað frá dómi þar sem foreldrar höfðu einungis verið boðaðir einu sinni til sáttafundar áður en sáttavottorð var gefið út. Áfrýjandi, sem kærði frávísunina, vísa m.a. til tveggja dóma Landsréttar sem hann taldi frávísunina ekki samræmast. Hæstiréttur tók af skarið og benti á að atvik í þeim dómum væri ósambærileg að því að þar hefði sáttameðferð hafist og sáttamaður aflað afstöðu beggja aðila til sátta áður en hann mat að grundvöllur væri ekki fyrir hendi fyrir áframhaldandi sáttameðferð. Í þessum orðum Hæstaréttar kristallast lágmarksinntak sáttameðferðarinnar. Afstaða beggja aðila þarf að liggja fyrir til þeirra ágreiningsefna sem ræða á og báðum aðilum þarf að vera kunnugt um hvaða ágreiningsefni á að ræða ellegar þarf að boða báða aðila tvívegis, að því gefnu að ágreiningsefni sem rædd eru, ef annað mætir, séu tilgreind í boðun til beggja. Þetta þýðir t.d. að ef boðað er til sáttameðferðar um eitt ágreiningsefni og annað foreldri mætir ekki eftir að hafa verið boðað tvívegis en hitt foreldrið mætir og hefur þá uppi fleiri ágreiningsefni en tilgreind voru í boðun, þá er sáttavottorð ekki gilt um þau ágreiningsefni sem ekki voru tilgreind í boðun til foreldra. Þetta er eðlilegt miðað við tilgang sáttameðferðarinnar því með henni á að láta reyna á sættir milli foreldra um tiltekin ágreiningsmál og er talið æskilegt að skoða sérstaklega í hverju ágreiningur foreldra er fólin í hvert sinn og hvort unnt sé að hjálpa þeim að ná sáttum. Það er grundvallaratriði til þess ná þessu markmiði að foreldrarnir geti áttað sig á því hver ágreiningurinn er og tekið afstöðu til hans, hvort sem sú afstaða felst í því að taka þátt eða afþakka þátttöku, þá þurfa foreldrar að vita hvaða málefni eru á dagskrá. Þannig getur atvikast að sáttameðferð er boðuð til þess að ræða breytingar á lögheimili. Annað foreldrið kann að telja það tilgangslaust þar sem langt beri á milli í afstöðu foreldra og afþakkar sáttameðferð. Hitt foreldrið mætir og vill þá ræða bæði lögheimili og umgengni. Foreldrið sem afþakkaði hefði kannski viljað mæta og ræða umgengni en fékk þá ekki tækifæri til þar sem það málefni var ekki tilgreint í boðun. Sáttamaður getur með auðveldum hætti leyst þetta með því að aflað afstöðu beggja aðila utan fundar, t.d. með því að hringja í það foreldri sem ekki mætti og ræða málefnin við það. Geri hann það og í kjölfarið metur áframhaldandi sáttameðferð óþarfa þá getur hann gefið út gilt sáttavottorð án þess að boða aðila tvisvar. Þannig getur góður sáttamaður leyst vanda sem ella kynni að leiða til frávísunar máls frá dómi eða óþarfa tafa í viðkvæmum málaflokki sem felast í því að leita sátta á nýjan leik. Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun