Stade de France fær nýtt gras fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 23:15 Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á glænýju grasi annað kvöld. Nick Potts/PA Images via Getty Images Vallarstarfsmenn á Stade de France hafa í vikunni unnið hörðum höndum að því að leggja nýtt gras á völlinn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer þar fram annað kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi, en eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar var ákveðið að færa leikinn til Parísar. Grasið var ræktað í grennd við Barcelona á Spáni og flutt þaðan til höfuðborgar Frakklands. Vallarstarfsmenn á Stade de France unnu svo linnulaust í tvo sólarhringa við að leggja grasið á þennan 80.000 manna völl. Flækjustigið við að klára þessa framkvæmd var mikið, enda voru um það bil 500 rúllur af grasi fluttar í 24 vörubílum frá Spáni til Frakklands í byrjun þessarar viku. Hver rúlla vegur á bilinu 750-1000 kg og þekur 18 fermetra. Líklega hefði verið hægt að einfalda verkið með því að hefjast handa fyrr, en það var ekki möguleiki vegna þess að síðastliðinn laugardag var franska hljómsveitin Indochine með tónleika á vellinum. Grasið sem áður var á vellinum var fjarlægt þann 8. maí, daginn eftir að úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór þar fram, og síðan þá hefur röð tónleika verið haldin á vellinum. Vallarstarfsmenn á Stade de France kláruðu að leggja grasið síðastliðið miðvikudagskvöld - alla 8.800 fermetrana. Eftir það þurfti að vökva og hlúa að grasinu, sem og að mála útlínur vallarins og öllu þessu þurfti að ljúka svo liðsmenn Real Madrid og Liverpool gætu æft á vellinum í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer annað kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland UEFA Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi, en eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar var ákveðið að færa leikinn til Parísar. Grasið var ræktað í grennd við Barcelona á Spáni og flutt þaðan til höfuðborgar Frakklands. Vallarstarfsmenn á Stade de France unnu svo linnulaust í tvo sólarhringa við að leggja grasið á þennan 80.000 manna völl. Flækjustigið við að klára þessa framkvæmd var mikið, enda voru um það bil 500 rúllur af grasi fluttar í 24 vörubílum frá Spáni til Frakklands í byrjun þessarar viku. Hver rúlla vegur á bilinu 750-1000 kg og þekur 18 fermetra. Líklega hefði verið hægt að einfalda verkið með því að hefjast handa fyrr, en það var ekki möguleiki vegna þess að síðastliðinn laugardag var franska hljómsveitin Indochine með tónleika á vellinum. Grasið sem áður var á vellinum var fjarlægt þann 8. maí, daginn eftir að úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór þar fram, og síðan þá hefur röð tónleika verið haldin á vellinum. Vallarstarfsmenn á Stade de France kláruðu að leggja grasið síðastliðið miðvikudagskvöld - alla 8.800 fermetrana. Eftir það þurfti að vökva og hlúa að grasinu, sem og að mála útlínur vallarins og öllu þessu þurfti að ljúka svo liðsmenn Real Madrid og Liverpool gætu æft á vellinum í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland UEFA Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira