Líður eins og hún hafi svikið fjölskyldu sína með því að flýja Úkraínu Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 30. maí 2022 20:56 Tanya Korolenko kom hingað til lands á miðvikudag eftir að hafa flúið Úkraínu. Stöð 2 Úkraínsk kona sem kom hingað til lands á miðvikudag á flótta frá heimalandi sínu segist óttast það að heimsbyggðin missi áhugann á stríðinu í Úkraínu. Þá líður henni eins og hún hafi svikið fjölskyldu sína með því að flýja stríðið. „Þetta er minn helsti ótti. Við þurfum virkilega á stuðningi ykkar að halda af því að öll saman erum við sterk,“ segir Tanya Korolenko, sem flúði frá Úkraínu til Íslands á dögunum, í samtali við fréttastofu. Hún er einnig hrædd um að Úkraínumenn sem eru öruggir í vesturhluta landsins haldi áfram að lifa lífi sínu á eðlilegan hátt á meðan Úkraínumenn láta lífið við að verja austurhlutann. „Ef Úkraínumenn þreytast á ástandinu munu þeir hætta að tala um það. Ef Úkraínumenn hætta að tala um stríðið, hver mun segja heimsbyggðinni hvað er að gerast?“ spyr Tanya. Þá hefur hún áhyggjur af því að Evrópubúar muni hugsa frekar um eigin hagsmuni en öryggi Úkraínu. En hún telur að efnahagsleg áhrif á álfuna gætu ollið því. Var búin að gefast upp á því að leita skjóls í Kænugarði Tanya varði fyrstu dögunum eftir innrás Rússa í Úkraínu á neðanjarðarlestarstöð líkt og margir íbúar Kænugarðs til að skýla sér fyrir loftárásum. Eftir þrjá daga ákvað hún að reyna að finna annað sprengjuskýli. Eftir að hafa leitað án árangurs á leitarvélinni Google, ákvað hún að fara einfaldlega heim til sín. Hún hafði gefist upp af því öll sprengjuskýli nálægt heimili hennar voru lokuð. „Ég fór heim, fór í sturtu og steinsofnaði. Mér var í raun sama hvort ég myndi lifa eða deyja, ég myndi allavega deyja í eigin rúmi,“ segir hún. Tanya ræddi við Vísi í byrjun mars þegar hún var enn stödd í Kænugarði. Þá sagði hún að sér þætti súrrealískt að upplifa stríðsátök á eigin skinni á 21. öldinni. Fyrir henni tilheyri skriðdrekar og herþotur löngu liðnum heimsstyrjöldum. Ákvað að koma til Íslands í leit að vinnu Tanya lifði nóttina á heimili sínu sem betur fer af og ákvað hún því að flýja Úkraínu. Hún segir að Ísland hafi orðið fyrir valinu þar sem hún telur líklegra að fá atvinnu hér á landi en annars staðar í Evrópu. Hún kom hingað til lands á miðvikudag og hefur þegar farið í eitt starfsviðtal. Hún vildi fara lengra en aðrir flóttamenn frá Úkraínu af því hún taldi mikinn straum flóttafólks til landa á borð við Pólland og Þýskaland vera byrgði á löndin og því væri minna um tækifæri þar en hér. „Ég veit líka að þar sem það er sumar er fullt af lausum stöðum. Mig langar að finna starf á Íslandi, allavega í tvo mánuði. Eftir því sem ég best veit er lítið af lausum störfum í Evrópu,“ segir hún. Tanya hefur sótt um tíu störf, þar á meðal hjá Rauða krossinum, sem leiðbeinandi í sumarbúðum og kennslustörf, en hún rak lítinn enskuskóla í Kænugarði áður en stríðið braust út. „En ef ég finn ekki slíka stöðu er ég reiðubúin til að starfa sem gengilbeina eða á hóteli,“ segir hún. Líður eins og svikara Tanya segist vera ógift og barnlaus en það breyti því þó ekki að hún eigi fjölskyldu í Úkraínu, foreldrar hennar eru í heimabæ sínum í miðri Úkraínu en systir hennar og fjölskylda hennar er enn í Kænugarði. „Mér líður eins og það séu svik, að ég sé að svíkja systur mína. Af því að mér líður öruggri, ég er róleg, ég er að njóta sólskinsins en ég veit að þau eru enn þá þar,“ segir hún. Tanya segir þó að það sé val systur hennar að vera áfram í Kænugarði, líklega vilji hún ekki yfirgefa eiginmann sinn sem má ekki yfirgefa landið frekar en aðrir úkraínskir karlmenn. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Þetta er minn helsti ótti. Við þurfum virkilega á stuðningi ykkar að halda af því að öll saman erum við sterk,“ segir Tanya Korolenko, sem flúði frá Úkraínu til Íslands á dögunum, í samtali við fréttastofu. Hún er einnig hrædd um að Úkraínumenn sem eru öruggir í vesturhluta landsins haldi áfram að lifa lífi sínu á eðlilegan hátt á meðan Úkraínumenn láta lífið við að verja austurhlutann. „Ef Úkraínumenn þreytast á ástandinu munu þeir hætta að tala um það. Ef Úkraínumenn hætta að tala um stríðið, hver mun segja heimsbyggðinni hvað er að gerast?“ spyr Tanya. Þá hefur hún áhyggjur af því að Evrópubúar muni hugsa frekar um eigin hagsmuni en öryggi Úkraínu. En hún telur að efnahagsleg áhrif á álfuna gætu ollið því. Var búin að gefast upp á því að leita skjóls í Kænugarði Tanya varði fyrstu dögunum eftir innrás Rússa í Úkraínu á neðanjarðarlestarstöð líkt og margir íbúar Kænugarðs til að skýla sér fyrir loftárásum. Eftir þrjá daga ákvað hún að reyna að finna annað sprengjuskýli. Eftir að hafa leitað án árangurs á leitarvélinni Google, ákvað hún að fara einfaldlega heim til sín. Hún hafði gefist upp af því öll sprengjuskýli nálægt heimili hennar voru lokuð. „Ég fór heim, fór í sturtu og steinsofnaði. Mér var í raun sama hvort ég myndi lifa eða deyja, ég myndi allavega deyja í eigin rúmi,“ segir hún. Tanya ræddi við Vísi í byrjun mars þegar hún var enn stödd í Kænugarði. Þá sagði hún að sér þætti súrrealískt að upplifa stríðsátök á eigin skinni á 21. öldinni. Fyrir henni tilheyri skriðdrekar og herþotur löngu liðnum heimsstyrjöldum. Ákvað að koma til Íslands í leit að vinnu Tanya lifði nóttina á heimili sínu sem betur fer af og ákvað hún því að flýja Úkraínu. Hún segir að Ísland hafi orðið fyrir valinu þar sem hún telur líklegra að fá atvinnu hér á landi en annars staðar í Evrópu. Hún kom hingað til lands á miðvikudag og hefur þegar farið í eitt starfsviðtal. Hún vildi fara lengra en aðrir flóttamenn frá Úkraínu af því hún taldi mikinn straum flóttafólks til landa á borð við Pólland og Þýskaland vera byrgði á löndin og því væri minna um tækifæri þar en hér. „Ég veit líka að þar sem það er sumar er fullt af lausum stöðum. Mig langar að finna starf á Íslandi, allavega í tvo mánuði. Eftir því sem ég best veit er lítið af lausum störfum í Evrópu,“ segir hún. Tanya hefur sótt um tíu störf, þar á meðal hjá Rauða krossinum, sem leiðbeinandi í sumarbúðum og kennslustörf, en hún rak lítinn enskuskóla í Kænugarði áður en stríðið braust út. „En ef ég finn ekki slíka stöðu er ég reiðubúin til að starfa sem gengilbeina eða á hóteli,“ segir hún. Líður eins og svikara Tanya segist vera ógift og barnlaus en það breyti því þó ekki að hún eigi fjölskyldu í Úkraínu, foreldrar hennar eru í heimabæ sínum í miðri Úkraínu en systir hennar og fjölskylda hennar er enn í Kænugarði. „Mér líður eins og það séu svik, að ég sé að svíkja systur mína. Af því að mér líður öruggri, ég er róleg, ég er að njóta sólskinsins en ég veit að þau eru enn þá þar,“ segir hún. Tanya segir þó að það sé val systur hennar að vera áfram í Kænugarði, líklega vilji hún ekki yfirgefa eiginmann sinn sem má ekki yfirgefa landið frekar en aðrir úkraínskir karlmenn.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira