Innlent

Meirihluti myndaður í Norðurþingi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Í Norðurþingi hlaut Framsóknarflokkurinn þrjá sveitarstjórnarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Því gátu flokkarnir myndað tveggja flokka meirihluta í sveitarfélaginu. 
Í Norðurþingi hlaut Framsóknarflokkurinn þrjá sveitarstjórnarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Því gátu flokkarnir myndað tveggja flokka meirihluta í sveitarfélaginu.  Vísir/Vilhelm

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn undirrituðu í dag málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna í Norðurþingi. Flokkarnir hlutu samtals fimm fulltrúa af níu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.

Samkvæmt málefnasamningnum mun forseti sveitarstjórnar vera fulltrúi af lista Framsóknarflokksins og varaforsetinn af lista Sjálfstæðisflokksins. Þá verða fulltrúar frá Sjálfstæðisflokknum verða formenn byggðarráðs og fjölskylduráðs, en framsóknarmaður vera formaður skipulags- og framkvæmdaráðs.

Markmið sveitarstjórnarinnar er að fjölga íbúum í sveitarfélaginu um 100 manns, stuðla að uppbyggingu í anda grænna iðngarða og stuðla að lýðheilsu barna og ungmenna. Þá leggja þau áherslu á að byggingarlóðir fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði séu ætíð laus til umsóknar og á málefni barna.

Á síðasta kjörtímabili mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri grænir meirihluta en þeir síðarnefndu þurfa að sætta sig við að vera í minnihluta á þessu kjörtímabilil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×