Þrjátíu þúsund áhorfendur í það minnsta þrátt fyrir áhorfendabann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 23:31 Raheem Sterling varð fyrir kynþáttaníð af hálfu ungverskra áhorfenda. Attila Trenka/PA Images via Getty Images Að minnsta kosti þrjátíu þúsund áhorfendur munu mæta á leik Ungverja og Englendinga í Búdapest næstkomandi laugardag þrátt fyrir að leikurinn eigi að fara fram fyrir luktum dyrum. Ungverjum hefur verið skipað að leika næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins rðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja. Ungverska knattspyrnusambandið hefur þó fundið leið til að koma stuðningsmönnum sínum á völlinn, en sambandið nýtir sér ákvæði í reglugerð evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Ákvæðið kveður á um að börn megi mæta á völlinn í fylgd með fullorðnum, en ungverska knattspyrnusambandið hefur nú þegar fengið þrjátíu þúsund börn til að skrá komu sína á leikinn gegn Englendingum. Stuðningsmenn ungverska landsliðsins hafa ekki beint verið til fyrirmyndar að undanförnu, en í júní á seinasta ári var liðinu skipað að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum sökum slæmrar hegðunar stuðningsmanna á EM. Þá var ungverska knattspyrnusambandið einnig sektað um 85 þúsund pund. Ungversku stuðningsmennirnir fengu svo aftur tveggja leikja bann eftir leik liðsins gegn Englendingum í september á síðasta ári. Þá urðu Raheem Sterling og Jude Bellingham fyrir kynþáttaníð ásamt því að hinum ýmsu hlutum var kastað inn á völlinn. Ungverjarnir ætla sér þó að nýta 73. grein laga evrópska knattspyrnusambandsins þar sem segir að börnum 14 ára og yngri úr skólum og/eða knattspyrnuakademíum geti verið boðið frítt á leikinn ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Ungverska knattspyrnusambandið ætlar einnig að nýta sér ákvæðið þegar liðið mætir Ítölum á Molineux-vellinum í Wolverhampton þann 11. júní, í leik sem átti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hins vegar er búist við mun færri áhorfendum á þann leik en leikinn gegn Englendingum, eða um tvö þúsund manns. Þjóðadeild UEFA UEFA Fótbolti Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Ungverjum hefur verið skipað að leika næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins rðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja. Ungverska knattspyrnusambandið hefur þó fundið leið til að koma stuðningsmönnum sínum á völlinn, en sambandið nýtir sér ákvæði í reglugerð evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Ákvæðið kveður á um að börn megi mæta á völlinn í fylgd með fullorðnum, en ungverska knattspyrnusambandið hefur nú þegar fengið þrjátíu þúsund börn til að skrá komu sína á leikinn gegn Englendingum. Stuðningsmenn ungverska landsliðsins hafa ekki beint verið til fyrirmyndar að undanförnu, en í júní á seinasta ári var liðinu skipað að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum sökum slæmrar hegðunar stuðningsmanna á EM. Þá var ungverska knattspyrnusambandið einnig sektað um 85 þúsund pund. Ungversku stuðningsmennirnir fengu svo aftur tveggja leikja bann eftir leik liðsins gegn Englendingum í september á síðasta ári. Þá urðu Raheem Sterling og Jude Bellingham fyrir kynþáttaníð ásamt því að hinum ýmsu hlutum var kastað inn á völlinn. Ungverjarnir ætla sér þó að nýta 73. grein laga evrópska knattspyrnusambandsins þar sem segir að börnum 14 ára og yngri úr skólum og/eða knattspyrnuakademíum geti verið boðið frítt á leikinn ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Ungverska knattspyrnusambandið ætlar einnig að nýta sér ákvæðið þegar liðið mætir Ítölum á Molineux-vellinum í Wolverhampton þann 11. júní, í leik sem átti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hins vegar er búist við mun færri áhorfendum á þann leik en leikinn gegn Englendingum, eða um tvö þúsund manns.
Þjóðadeild UEFA UEFA Fótbolti Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira