Lyon mætti Issy í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld, miðvikudaginn 1. júní og vann sannfærandi 4-0 sigur. Liðið hafði þegar tryggt sér sigur í frönsku deildinni og leikurinn í raun formsatriði til að klára frábært tímabil.
Lyon hafði einnig tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu með mögnuðum sigri á Barcelona og því hefði verið hægt að fyrirgefa smá kæruleysi en það var ekki að sjá á leikmönnum Lyon.
Eugénie Le Sommer skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Sara Björk kom svo inn af bekknum í hálfleik. Í síðari hálfleik skoruðu heimakonur þrívegis og lyftu því titlinum eftir 4-0 stórsigur. Melvine Malard, Danielle van de Donk og Wendie Renard með mörkin.
Merci @keishaballa, @sarabjork18 et @EmelyneLaurent ! #Champ15nnes pic.twitter.com/voKakmk5H8
— Championnes de France & d'Europe 2022 (@OLfeminin) June 1, 2022
Hér að ofan má sjá myndband þegar Sara Björk er tolleruð ásamt þeim Kadeisha Buchanan og Emelyne Laurent.
Ekki er enn komið í ljós hvert Sara Björk fer í sumar en það verður forvitnilegt að sjá hvert þessi magnaða knattspyrnukona fer næst.