Marxistar fá ekki ókeypis lóð frá borginni Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2022 14:45 Vésteinn Valgarðsson er forstöðumaður lífsskoðunarfélagsins Díamat. Reykjavíkurborg var ekki skylt að úthluta Díamat, lífsskoðunarfélagi marxista, ókeypis lóð fyrir starfsemi sína. Félagið taldi að borgin hefði sett fordæmi með að úthluta nokkrum trúfélögum öðrum en þjóðkirkjunni lóðir án endurgjalds. Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Veitti öðrum trúfélögum lóðir í nafni jafnræðis Þrátt fyrir lögin kveði aðeins á um að sveitarfélög veiti ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar tók Reykjavíkurborg upp þá stefnu að gæta jafnræðis á meðal skráðra trúfélaga í þessum efnum árið 1999. Á grundvelli þeirrar stefnu fengu fjögur trúfélög, önnur en þjóðkirkjan, lóð undir starfsemi sína án endurgjalds til 2013. Það ár var lögum um skráð trúfélög breytt þannig að heimilt var að skrá lífsskoðunarfélög sem hefðu sömu réttindi og skyldur og trúfélög, önnur en þjóðkirkjan. Þegar borgin samþykkti að úthluta Félagi múslima lóð í september 2013, eftir að breytingarnar á lögum um trúfélög voru gerðar, bókaði meirihluti borgarráðs að það teldi að í framtíðinni væri réttast að trúfélög sæktu um og greiddu fyrir lóðir. Óskaði það eftir að Alþingi endurskoðaði ákvæði laga um Kristnisjóð þess efnis. Vísuðu til jafnræðis og banni við mismunun á grundvelli trúarbragða Í umsókn sinni um lóð árið 2016 vísaði Díamat til ákvæði laga um Kristnisjóð og byggði á því að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar og bann við mismunun vegna trúarbragða þýddi að borginni væri skylt að leggja til ókeypis lóðir undir skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Díamat benti á að sem skráð lífsskoðunarfélag hefði það allar sömu skyldur og réttindi og önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Borgin hefði áður úthlutað lóðum til annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar ókeypis. Hafnaði félagið því að borgin hefði breytt stefnu sinni eftir að lögum um skráð félög var breytt árið 2013 og vísaði til þess að umsókn Félags múslima um lóð hefði verið samþykkt mörgum mánuðum eftir lagabreytinguna. Bókun borgarráðs um úthlutanir lóða til trúfélaga árið 2013 þótti ekki nóg til að breyta stjórnsýsluframkvæmd sem hafði verið við lýði fram að því.Vísir/Vilhelm Stjórnsýsluframkvæmd til staðar Borgin vísaði á móti til þess að úthlutun lóða til trúfélaga væri ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga og að lögin um Kristnisjóð giltu aðeins um kirkju þjóðkirkjunnar. Þá hefði þær fjórar lóðaúthlutanir á fimm árum til trúfélaga ekki skapað venjuhelgaða eða alkunna framkvæmd. Lóð hafi heldur aldrei verið úthlutað til lífsskoðunarfélags. Hvað samþykktina á umsókn Félags múslima varðaði hafi úthlutunin átt sér langan aðdraganda og umsókn félagsins verið lengi til meðferðar hjá borginni. Félag múslima hafi ennfremur uppfyllt skilyrði eldri laga um trúfélög. Héraðsdómur tók ekki undir með borginni að stefnan um að úthluta öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni ókeypis lóðum fram til 2013 hafi ekki skapað tiltekna stjórnsýsluframkvæmd um úthlutun lóða án endurgjalds. Borginni hafi verið skylt að fylgja þeirri framkvæmd þar til ákvörðun væri tekin um að víkja frá henni. Taldi dómurinn að bókun meirihluta borgarráðs frá 2013 um að farsælla væri að trúfélög sæktu um og greiddu sjálf fyrir lóðir og að Alþingi ætti að endurskoða lögin uppfyllti engan veginn kröfur um að skýra og afdráttarlausa breytingu á stjórnsýsluframkvæmd. Framkvæmdin náði aðeins til trúfélaga Aftur á móti var það mat dómsins að stefna borgarinnar um jafnræði í lóðaúthlutunum frá 1999 hafi aðeins náð til skráðra trúfélaga. Borgin hafi metið stöðu skráðra trúfélaga sem legðu stund á trú sem tengja mætti við trúarbrögð mannkyns sem ættu sér s-gulegar og menningarlegar rætur sambærilega við stöðu þjóðkirkjunnar. Þegar lögum um trúfélög var breytt og möguleikinn á því að skrá lífsskoðunarfélög opnaður hafi það breytt verulega forsendum sem borgin hafði miðað við um endurgjaldslausa úthlutun lóða. Staða lífsskoðunarfélaga og annarra trúfélaga sem hafa fengið skráningu siðan sé ekki sambærileg við stöðu þeirra trúfélaga sem stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar náði áður til. Breytingin á lögum hafi ekki sjálfkrafa leitt til þess að stjórnsýsluframkvæmd sem náði aðeins til trúfélaga sem ættu sér sögulegar og menningarlegar rætur næði nú einnig til lífsskoðunarfélaga. Hún veitti ekki slíkum félögum sjálfstæðan rétt til að fá úthlutað lóðum án endurgjalds nema borgin ákvæði að rýmka skilyrðin sem framkvæmdin næði til. Því sýknaði dómurinn borgina af kröfu Díamat. Reykjavík Trúmál Dómsmál Tengdar fréttir Umsókn lífsskoðunarfélagsins DíaMats um lóð án endurgjalds hafnað á ný Borgarráð samþykkti á dögunum að synja umsókn DíaMats, lífsskoðunarfélags um díalektíska efnishyggju, um lóð í Reykjavík án endurgjalds. Félagið hefur barist fyrir því í fjögur ár að fá úthlutað lóð, líkt og önnur trú- og lífsskoðunarfélög. 23. apríl 2021 06:47 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Veitti öðrum trúfélögum lóðir í nafni jafnræðis Þrátt fyrir lögin kveði aðeins á um að sveitarfélög veiti ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar tók Reykjavíkurborg upp þá stefnu að gæta jafnræðis á meðal skráðra trúfélaga í þessum efnum árið 1999. Á grundvelli þeirrar stefnu fengu fjögur trúfélög, önnur en þjóðkirkjan, lóð undir starfsemi sína án endurgjalds til 2013. Það ár var lögum um skráð trúfélög breytt þannig að heimilt var að skrá lífsskoðunarfélög sem hefðu sömu réttindi og skyldur og trúfélög, önnur en þjóðkirkjan. Þegar borgin samþykkti að úthluta Félagi múslima lóð í september 2013, eftir að breytingarnar á lögum um trúfélög voru gerðar, bókaði meirihluti borgarráðs að það teldi að í framtíðinni væri réttast að trúfélög sæktu um og greiddu fyrir lóðir. Óskaði það eftir að Alþingi endurskoðaði ákvæði laga um Kristnisjóð þess efnis. Vísuðu til jafnræðis og banni við mismunun á grundvelli trúarbragða Í umsókn sinni um lóð árið 2016 vísaði Díamat til ákvæði laga um Kristnisjóð og byggði á því að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar og bann við mismunun vegna trúarbragða þýddi að borginni væri skylt að leggja til ókeypis lóðir undir skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Díamat benti á að sem skráð lífsskoðunarfélag hefði það allar sömu skyldur og réttindi og önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Borgin hefði áður úthlutað lóðum til annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar ókeypis. Hafnaði félagið því að borgin hefði breytt stefnu sinni eftir að lögum um skráð félög var breytt árið 2013 og vísaði til þess að umsókn Félags múslima um lóð hefði verið samþykkt mörgum mánuðum eftir lagabreytinguna. Bókun borgarráðs um úthlutanir lóða til trúfélaga árið 2013 þótti ekki nóg til að breyta stjórnsýsluframkvæmd sem hafði verið við lýði fram að því.Vísir/Vilhelm Stjórnsýsluframkvæmd til staðar Borgin vísaði á móti til þess að úthlutun lóða til trúfélaga væri ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga og að lögin um Kristnisjóð giltu aðeins um kirkju þjóðkirkjunnar. Þá hefði þær fjórar lóðaúthlutanir á fimm árum til trúfélaga ekki skapað venjuhelgaða eða alkunna framkvæmd. Lóð hafi heldur aldrei verið úthlutað til lífsskoðunarfélags. Hvað samþykktina á umsókn Félags múslima varðaði hafi úthlutunin átt sér langan aðdraganda og umsókn félagsins verið lengi til meðferðar hjá borginni. Félag múslima hafi ennfremur uppfyllt skilyrði eldri laga um trúfélög. Héraðsdómur tók ekki undir með borginni að stefnan um að úthluta öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni ókeypis lóðum fram til 2013 hafi ekki skapað tiltekna stjórnsýsluframkvæmd um úthlutun lóða án endurgjalds. Borginni hafi verið skylt að fylgja þeirri framkvæmd þar til ákvörðun væri tekin um að víkja frá henni. Taldi dómurinn að bókun meirihluta borgarráðs frá 2013 um að farsælla væri að trúfélög sæktu um og greiddu sjálf fyrir lóðir og að Alþingi ætti að endurskoða lögin uppfyllti engan veginn kröfur um að skýra og afdráttarlausa breytingu á stjórnsýsluframkvæmd. Framkvæmdin náði aðeins til trúfélaga Aftur á móti var það mat dómsins að stefna borgarinnar um jafnræði í lóðaúthlutunum frá 1999 hafi aðeins náð til skráðra trúfélaga. Borgin hafi metið stöðu skráðra trúfélaga sem legðu stund á trú sem tengja mætti við trúarbrögð mannkyns sem ættu sér s-gulegar og menningarlegar rætur sambærilega við stöðu þjóðkirkjunnar. Þegar lögum um trúfélög var breytt og möguleikinn á því að skrá lífsskoðunarfélög opnaður hafi það breytt verulega forsendum sem borgin hafði miðað við um endurgjaldslausa úthlutun lóða. Staða lífsskoðunarfélaga og annarra trúfélaga sem hafa fengið skráningu siðan sé ekki sambærileg við stöðu þeirra trúfélaga sem stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar náði áður til. Breytingin á lögum hafi ekki sjálfkrafa leitt til þess að stjórnsýsluframkvæmd sem náði aðeins til trúfélaga sem ættu sér sögulegar og menningarlegar rætur næði nú einnig til lífsskoðunarfélaga. Hún veitti ekki slíkum félögum sjálfstæðan rétt til að fá úthlutað lóðum án endurgjalds nema borgin ákvæði að rýmka skilyrðin sem framkvæmdin næði til. Því sýknaði dómurinn borgina af kröfu Díamat.
Reykjavík Trúmál Dómsmál Tengdar fréttir Umsókn lífsskoðunarfélagsins DíaMats um lóð án endurgjalds hafnað á ný Borgarráð samþykkti á dögunum að synja umsókn DíaMats, lífsskoðunarfélags um díalektíska efnishyggju, um lóð í Reykjavík án endurgjalds. Félagið hefur barist fyrir því í fjögur ár að fá úthlutað lóð, líkt og önnur trú- og lífsskoðunarfélög. 23. apríl 2021 06:47 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Umsókn lífsskoðunarfélagsins DíaMats um lóð án endurgjalds hafnað á ný Borgarráð samþykkti á dögunum að synja umsókn DíaMats, lífsskoðunarfélags um díalektíska efnishyggju, um lóð í Reykjavík án endurgjalds. Félagið hefur barist fyrir því í fjögur ár að fá úthlutað lóð, líkt og önnur trú- og lífsskoðunarfélög. 23. apríl 2021 06:47