Við viljum lausnamiðað og skapandi starfsfólk en ætlum alltaf að segja þeim hvað og hvernig á að gera hlutina Eva Karen Þórðardóttir skrifar 3. júní 2022 11:30 Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun