Við viljum lausnamiðað og skapandi starfsfólk en ætlum alltaf að segja þeim hvað og hvernig á að gera hlutina Eva Karen Þórðardóttir skrifar 3. júní 2022 11:30 Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar