Ein borg á höfuðborgarsvæðinu Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. júní 2022 08:30 Tíminn hefur einfaldlega fellt núverandi stjórnkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er löngu kominn tími til að breyta því. Við búum við vont kerfi Í fyrsta lagi er núverandi kerfi ólýðræðislegt. Mikilvæg verkefni eru rekin í byggðasamlögum sem ekki heyra beint undir neinn lýðræðislegan vettvang. Ákvarðanir um stefnu eru teknar í stjórnum þar kjörnir fulltrúar úr ólíkum sveitarfélögum sitja án þess að bera í raun störf sín undir dóm almennings. Þetta á við um Strætó og Sorpu, auk Slökkviliðsins. Og að öðru óbreyttu má reikna með að fleiri svona fyrirbrigði verði búin til svo nýta megi styrkinn af stærð svæðisins. Orkuveitan er eign Reykvíkinga en aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa enga aðkomu að stjórn þessa mikilvæga félagslega fyrirtækis. Í öðru lagi aftrar núverandi kerfi því að höfuðborgarsvæðið sé skipulagt sem heild. Skipulagsvaldið er brotið niður á sex sveitarfélög í stað þess að vera á einni hendi. Það er því lítil stjórn á uppbyggingu húsnæðiskerfisins, svo dæmi sé tekið. Öll sveitarfélögin gætu verið að svara þörf tiltekna hópa en ekkert þeirra að sinna þörfum annarra hópa. Og þetta á ekki aðeins við um skipulagsmál heldur stýringu á félagslegri þjónustu við aldraða, fatlaða, börn, innflytjendur og almenning allan. Í þriðja lagi er núverandi kerfi óhagkvæmt. Fyrir utan að vera með sex bæjarstjóra, sex bæjarstjórnir, sex skipulagsráð og sex velferðarráð þá er félagslegt húsnæði rekið í sex einingum, það eru sex fjármálaskrifstofur, sex deildir sem sjá um umsýslu fasteigna o.s.frv. Þessi kerfi vefjast utan um smákóngaveldi sem eru gróðrarstía spillingar. Sem birtist t.d. í því að þessir sex bæjarstjórar eru hver um sig betur launaðir en borgarstjórar stærstu borga heims. Í fjórða lagi hafa stjórnmálin sem byggst hafa upp á núverandi kerfi misst tengsl við almenning. Það sést á dræmri kjörsókn og litlu trausti. Borgarstjórn Reykjavíkur nýtur mjög lítils traust, skrapar botninn í öllum traustsmælingum. Hvernig gæti kerfið litið út Sameining sveitarfélaga hefur kosti og galla. Stærra sveitarfélag hefur meiri getu og afl til að móta borgina til að þjóna íbúunum. En með stækkun sveitarfélaga færast völd fjær fólki og það hefur minni möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Í flestum stærri borgum Norðurlanda eru því smærri stjórnsýslueiningar innan borganna. Við gætum kallað þetta hverfi, en einingarnar eru stærri en það sem okkur flestum dettur í hug þegar við hugsum um hverfi. Í Björgvin og Árósum eru þessar einingar með um eða tæplega 40 þúsund íbúa. Þessar einingar fara með stýringu skóla, félags- og þjónustumiðstöðva á sínu svæði, því sem flokka má undir nærþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu mætti hafa sex slíkar einingar eða umdæmi. 1. Vesturbær, Miðbær og Seltjarnarnes gæti verið eitt slíkt umdæmi, t.d. vestan Lönguhlíðar. 2. Næsta umdæmi væri þá austurborg Reykjavíkur frá Lönguhlíð að Elliðaám. 3. Þriðja umdæmið væri svæðið austan Elliðaáa og norðan Suðurlandsvegar (Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur, Mosfellsbær og Kjalarnes). 4. Það fjórða Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt. 5. Það fimmta Kópavogur. 6. Og það sjötta Garðabær og Hafnarfjörður. Í svona kerfi væri stærsta umdæmið (Hafnarfjörður og Garðabær) 34% fjölmennara en það fámennasta (Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt). Það er vel innan marka sem tíðkast í borgum á Norðurlöndum. Til að auka lýðræði mætti hafa sjálfstæðar skólastjórnir og/eða hverfisstjórnir eins og tíðkast í Reykjavík í dag, til að færa völdin enn nær fólki. Auka þyrfti völd þessara stjórna frá því sem nú er. Minna meirihlutaræði á Norðurlöndum Í dag eru 74 bæjarfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Í Björgvin þar sem ívið fleiri búa en á höfuðborgarsvæðinu eru 67 bæjarfulltrúar en í Árósum þar enn fleiri búa er 31 fulltrúi. Samkvæmt íslenskum lögum ber sveitarfélögum með yfir 100 þúsund íbúa að vera með 23 til 31 fulltrúa í bæjarstjórn. Það er frekar fámenn stjórn miðað við það sem tíðkast á Norðurlöndum, en alls ekki einsdæmi. Stjórnkerfi í flestum borgum er skipt eftir málaflokkum sem ganga þvert á umdæmin/hverfin. Ef við sækjum fyrirmynd til annarra höfuðborga þá er Kaupmannahöfn skipt í sjö svið, sem hvert hefur sinn borgarstjóra. Og í stað þess að mynda meirihluta nokkurra flokka sem síðan skipta þessum sviðum á milli sín, þá er formennsku í sviðunum skipt á milli flokkanna eftir styrk þeirra í borgarstjórn. Borgarstjórarnir, formenn í ellefu manna ráðum sem stýra hvert sínu sviði, eru í dag fulltrúar flokka sem hafa 50 af 55 fulltrúum í borgarstjórn. Aðal-borgarstjóri er valinn af meirihluta borgarstjórnar, kemur oftast úr stærsta flokknum, en sú er ekki raunin nú. Enhedslisten vann glæsilegan sigur í kosningunum á síðast ári og fékk 15 fulltrúa á meðan Sósíaldemókratar fengu 10. En aðrir flokkar vildu ekki að Enhedslisten fengi embætti aðal-borgarstjóra. Það leiddi til þess að Sósíaldemókratar fengu aðal-borgarstjórann, sem auk þess að vera talsmaður borgarinnar er formaður efnahagsráðs. Enhedslisten valdi sér því fyrst félagsmálaráðið. Þá valdi Íhaldsflokkurinn barna- og ungdómsráðið og Enhedslisten valdi næst umhverfis- og tækniráðið. Radikale Venstre valdi þá menningar- og frístundarráðið, Sósíalíski þjóðarflokkur heilbrigðis- og umönnunarráðið og síðasta ráðið, atvinnu- og aðlögunarráðið, fór til Venstre. Ég kaus að segja þessa sögu frá Kaupmannahöfn til draga bæði fram skiptingu verkefna milli ráða og hvernig völdunum er dreift svo þau endurspegli sem best vilja kjósenda. Þetta byggir á stjórnmálakúltúr sem gefur öllum flokkum rödd og hlutverk. Þetta á ekki aðeins við um sveitarstjórnir á Norðurlöndum heldur þjóðþingin einnig, þar sem flokkar í minnihlutum stýra nefndum og þar sem hefð er fyrir því að byggja upp breiða samstöðu í veigamiklum málum. Ímynduð borgarstjórn í ímynduðu sveitarfélagi Við getum reynt að spá í pólitískt landslag í sameinuðu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, en til þess þurfum við að geta í nokkrar eyður þar sem allir flokkar buðu ekki fram í öllum sveitarfélögum í síðasta mánuði. Og það er ekki víst að fólk myndi kjósa eins í kosningum til sameinaðrar borgarstjórnar. En ef við viljum fá einhverjar hugmynd um stöðuna þá getum við skipt sameinuðum framboðum eftir fylgi viðkomandi flokka í Reykjavík og gefum flokkum sem ekki buðu fram í einstaka sveitarfélögum helming fylgis síns í Reykjavík. Og þá myndi 31 manna borgarstjórn líta svona út: Sjálfstæðisflokkur: 9 fulltrúar Samfylkingin: 7 fulltrúar Framsókn: 6 fulltrúar Píratar: 3 fulltrúar Viðreisn: 2 fulltrúar Sósíalistar: 2 fulltrúar Vg: 1 fulltrúi Flokkur fólksins: 1 fulltrúi Miðflokkurinn: engan fulltrúa Við þetta myndu 20 bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hverfa, 9 fulltrúar Samfylkingar, 7 fulltrúar Framsóknar, 3 fulltrúar Viðreisnar og 1 fulltrúi Pírata, samtals 40 fulltrúar. Auk þess verðum við að gera ráð fyrir að Vinir Kópavogs og Mosfellsbæjar myndu ekki bjóða fram í sameinaða borgarstjórn. En stækkuð borgarstjórn hefði líklega fleiri starfandi varaborgarfulltrúa. Fimm embætti bæjarstjóra yrði lögð niður en í staðinn yrðu formenn ráðanna kallaðir borgarstjórar, ef farin yrði leið Kaupmannahafnar. Skiptingin að ofan er samkvæmt D’Hondt-aðferð sem ekki er notuð á Norðurlöndum heldur milduð útgáfa af Sainte-Laguë, sem hyglir ekki stærri flokkum eins og D’Hondst gerir. Ef við notum Sainte-Laguë myndi Miðflokkurinn ná inn manni á kostnað Samfylkingar. Eftir sem áður hefðu þeir flokkar sem nú ræða meirihluta í Reykjavík 17 fulltrúa af 31. Hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar hefði líka 17 manna meirihluta. Og miðað við styrk flokkanna samkvæmt þessum samkvæmisleik fengi Sjálfstæðisflokkurinn formennsku í tveimur ráðum, eins og Samfylkingin og Framsókn, en Píratar fengju formennsku í einu ráði. Þetta gæti breyst ef flokkarnir kjósa saman. Ef sá meirihluti sem verið er að mynda í Reykjavík stilla upp sameinuðum lista fyrir útdeilingu ráða og andstöðuflokkarnir væri sameinaðar á öðrum lista, næði meirihlutinn fjórum ráðum en minnihlutinn fengi þrjú. Breytingar eru til batnaðar Sveitarstjórnarmál á höfuðborgarsvæðinu þurfa nauðsynlega endurnýjun. Það þarf að skrúfa niður skammarlega sjálftöku þeirra sem komist hafa til valda innan þeirra. Formbreytingar laga ekki siðferði í sjálfu sér, en þær geta verið til hjálpar. Stundum er gott að byrja einfaldlega upp á nýtt. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 64% landsmanna. Sameinað sveitarfélag yrði því ógnarsterk og ætti að geta veitt ríkisvaldinu aðhald og verið í forystu um að laga valdahlutföllin á milli ríkis og sveitarfélaga. Eitt einkenni íslenskra stjórnmála er miðstýrt ríkisvald og mikil völd ráðherra. Á meðan að sveitarfélög og fylkisráð stýra um helming af opinberum rekstri á Norðurlöndunum er hlutfallið hér 70/30 ríkisvaldinu í vil. Þetta dregur úr lýðræði, færir valdið lengra frá almenningi. Sterkt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu gæti haft forystu um að laga þessa skökku stöðu. En fyrst og síðast ætti sameinað sveitarfélag að geta byggt upp betri borg fyrir íbúanna, fallegri og öflugri borg og vonandi réttlátari og jafnari. Ég legg þessar hugleiðingar fram til umræðu. Þótt ég sé í Sósíalistaflokknum eru þetta ekki tillögur þess flokks heldur mínar vangaveltur. Gleðilega hvítasunnu Höfundur er Reykvíkingur fæddur í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Tíminn hefur einfaldlega fellt núverandi stjórnkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er löngu kominn tími til að breyta því. Við búum við vont kerfi Í fyrsta lagi er núverandi kerfi ólýðræðislegt. Mikilvæg verkefni eru rekin í byggðasamlögum sem ekki heyra beint undir neinn lýðræðislegan vettvang. Ákvarðanir um stefnu eru teknar í stjórnum þar kjörnir fulltrúar úr ólíkum sveitarfélögum sitja án þess að bera í raun störf sín undir dóm almennings. Þetta á við um Strætó og Sorpu, auk Slökkviliðsins. Og að öðru óbreyttu má reikna með að fleiri svona fyrirbrigði verði búin til svo nýta megi styrkinn af stærð svæðisins. Orkuveitan er eign Reykvíkinga en aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa enga aðkomu að stjórn þessa mikilvæga félagslega fyrirtækis. Í öðru lagi aftrar núverandi kerfi því að höfuðborgarsvæðið sé skipulagt sem heild. Skipulagsvaldið er brotið niður á sex sveitarfélög í stað þess að vera á einni hendi. Það er því lítil stjórn á uppbyggingu húsnæðiskerfisins, svo dæmi sé tekið. Öll sveitarfélögin gætu verið að svara þörf tiltekna hópa en ekkert þeirra að sinna þörfum annarra hópa. Og þetta á ekki aðeins við um skipulagsmál heldur stýringu á félagslegri þjónustu við aldraða, fatlaða, börn, innflytjendur og almenning allan. Í þriðja lagi er núverandi kerfi óhagkvæmt. Fyrir utan að vera með sex bæjarstjóra, sex bæjarstjórnir, sex skipulagsráð og sex velferðarráð þá er félagslegt húsnæði rekið í sex einingum, það eru sex fjármálaskrifstofur, sex deildir sem sjá um umsýslu fasteigna o.s.frv. Þessi kerfi vefjast utan um smákóngaveldi sem eru gróðrarstía spillingar. Sem birtist t.d. í því að þessir sex bæjarstjórar eru hver um sig betur launaðir en borgarstjórar stærstu borga heims. Í fjórða lagi hafa stjórnmálin sem byggst hafa upp á núverandi kerfi misst tengsl við almenning. Það sést á dræmri kjörsókn og litlu trausti. Borgarstjórn Reykjavíkur nýtur mjög lítils traust, skrapar botninn í öllum traustsmælingum. Hvernig gæti kerfið litið út Sameining sveitarfélaga hefur kosti og galla. Stærra sveitarfélag hefur meiri getu og afl til að móta borgina til að þjóna íbúunum. En með stækkun sveitarfélaga færast völd fjær fólki og það hefur minni möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Í flestum stærri borgum Norðurlanda eru því smærri stjórnsýslueiningar innan borganna. Við gætum kallað þetta hverfi, en einingarnar eru stærri en það sem okkur flestum dettur í hug þegar við hugsum um hverfi. Í Björgvin og Árósum eru þessar einingar með um eða tæplega 40 þúsund íbúa. Þessar einingar fara með stýringu skóla, félags- og þjónustumiðstöðva á sínu svæði, því sem flokka má undir nærþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu mætti hafa sex slíkar einingar eða umdæmi. 1. Vesturbær, Miðbær og Seltjarnarnes gæti verið eitt slíkt umdæmi, t.d. vestan Lönguhlíðar. 2. Næsta umdæmi væri þá austurborg Reykjavíkur frá Lönguhlíð að Elliðaám. 3. Þriðja umdæmið væri svæðið austan Elliðaáa og norðan Suðurlandsvegar (Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur, Mosfellsbær og Kjalarnes). 4. Það fjórða Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt. 5. Það fimmta Kópavogur. 6. Og það sjötta Garðabær og Hafnarfjörður. Í svona kerfi væri stærsta umdæmið (Hafnarfjörður og Garðabær) 34% fjölmennara en það fámennasta (Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt). Það er vel innan marka sem tíðkast í borgum á Norðurlöndum. Til að auka lýðræði mætti hafa sjálfstæðar skólastjórnir og/eða hverfisstjórnir eins og tíðkast í Reykjavík í dag, til að færa völdin enn nær fólki. Auka þyrfti völd þessara stjórna frá því sem nú er. Minna meirihlutaræði á Norðurlöndum Í dag eru 74 bæjarfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Í Björgvin þar sem ívið fleiri búa en á höfuðborgarsvæðinu eru 67 bæjarfulltrúar en í Árósum þar enn fleiri búa er 31 fulltrúi. Samkvæmt íslenskum lögum ber sveitarfélögum með yfir 100 þúsund íbúa að vera með 23 til 31 fulltrúa í bæjarstjórn. Það er frekar fámenn stjórn miðað við það sem tíðkast á Norðurlöndum, en alls ekki einsdæmi. Stjórnkerfi í flestum borgum er skipt eftir málaflokkum sem ganga þvert á umdæmin/hverfin. Ef við sækjum fyrirmynd til annarra höfuðborga þá er Kaupmannahöfn skipt í sjö svið, sem hvert hefur sinn borgarstjóra. Og í stað þess að mynda meirihluta nokkurra flokka sem síðan skipta þessum sviðum á milli sín, þá er formennsku í sviðunum skipt á milli flokkanna eftir styrk þeirra í borgarstjórn. Borgarstjórarnir, formenn í ellefu manna ráðum sem stýra hvert sínu sviði, eru í dag fulltrúar flokka sem hafa 50 af 55 fulltrúum í borgarstjórn. Aðal-borgarstjóri er valinn af meirihluta borgarstjórnar, kemur oftast úr stærsta flokknum, en sú er ekki raunin nú. Enhedslisten vann glæsilegan sigur í kosningunum á síðast ári og fékk 15 fulltrúa á meðan Sósíaldemókratar fengu 10. En aðrir flokkar vildu ekki að Enhedslisten fengi embætti aðal-borgarstjóra. Það leiddi til þess að Sósíaldemókratar fengu aðal-borgarstjórann, sem auk þess að vera talsmaður borgarinnar er formaður efnahagsráðs. Enhedslisten valdi sér því fyrst félagsmálaráðið. Þá valdi Íhaldsflokkurinn barna- og ungdómsráðið og Enhedslisten valdi næst umhverfis- og tækniráðið. Radikale Venstre valdi þá menningar- og frístundarráðið, Sósíalíski þjóðarflokkur heilbrigðis- og umönnunarráðið og síðasta ráðið, atvinnu- og aðlögunarráðið, fór til Venstre. Ég kaus að segja þessa sögu frá Kaupmannahöfn til draga bæði fram skiptingu verkefna milli ráða og hvernig völdunum er dreift svo þau endurspegli sem best vilja kjósenda. Þetta byggir á stjórnmálakúltúr sem gefur öllum flokkum rödd og hlutverk. Þetta á ekki aðeins við um sveitarstjórnir á Norðurlöndum heldur þjóðþingin einnig, þar sem flokkar í minnihlutum stýra nefndum og þar sem hefð er fyrir því að byggja upp breiða samstöðu í veigamiklum málum. Ímynduð borgarstjórn í ímynduðu sveitarfélagi Við getum reynt að spá í pólitískt landslag í sameinuðu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, en til þess þurfum við að geta í nokkrar eyður þar sem allir flokkar buðu ekki fram í öllum sveitarfélögum í síðasta mánuði. Og það er ekki víst að fólk myndi kjósa eins í kosningum til sameinaðrar borgarstjórnar. En ef við viljum fá einhverjar hugmynd um stöðuna þá getum við skipt sameinuðum framboðum eftir fylgi viðkomandi flokka í Reykjavík og gefum flokkum sem ekki buðu fram í einstaka sveitarfélögum helming fylgis síns í Reykjavík. Og þá myndi 31 manna borgarstjórn líta svona út: Sjálfstæðisflokkur: 9 fulltrúar Samfylkingin: 7 fulltrúar Framsókn: 6 fulltrúar Píratar: 3 fulltrúar Viðreisn: 2 fulltrúar Sósíalistar: 2 fulltrúar Vg: 1 fulltrúi Flokkur fólksins: 1 fulltrúi Miðflokkurinn: engan fulltrúa Við þetta myndu 20 bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hverfa, 9 fulltrúar Samfylkingar, 7 fulltrúar Framsóknar, 3 fulltrúar Viðreisnar og 1 fulltrúi Pírata, samtals 40 fulltrúar. Auk þess verðum við að gera ráð fyrir að Vinir Kópavogs og Mosfellsbæjar myndu ekki bjóða fram í sameinaða borgarstjórn. En stækkuð borgarstjórn hefði líklega fleiri starfandi varaborgarfulltrúa. Fimm embætti bæjarstjóra yrði lögð niður en í staðinn yrðu formenn ráðanna kallaðir borgarstjórar, ef farin yrði leið Kaupmannahafnar. Skiptingin að ofan er samkvæmt D’Hondt-aðferð sem ekki er notuð á Norðurlöndum heldur milduð útgáfa af Sainte-Laguë, sem hyglir ekki stærri flokkum eins og D’Hondst gerir. Ef við notum Sainte-Laguë myndi Miðflokkurinn ná inn manni á kostnað Samfylkingar. Eftir sem áður hefðu þeir flokkar sem nú ræða meirihluta í Reykjavík 17 fulltrúa af 31. Hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar hefði líka 17 manna meirihluta. Og miðað við styrk flokkanna samkvæmt þessum samkvæmisleik fengi Sjálfstæðisflokkurinn formennsku í tveimur ráðum, eins og Samfylkingin og Framsókn, en Píratar fengju formennsku í einu ráði. Þetta gæti breyst ef flokkarnir kjósa saman. Ef sá meirihluti sem verið er að mynda í Reykjavík stilla upp sameinuðum lista fyrir útdeilingu ráða og andstöðuflokkarnir væri sameinaðar á öðrum lista, næði meirihlutinn fjórum ráðum en minnihlutinn fengi þrjú. Breytingar eru til batnaðar Sveitarstjórnarmál á höfuðborgarsvæðinu þurfa nauðsynlega endurnýjun. Það þarf að skrúfa niður skammarlega sjálftöku þeirra sem komist hafa til valda innan þeirra. Formbreytingar laga ekki siðferði í sjálfu sér, en þær geta verið til hjálpar. Stundum er gott að byrja einfaldlega upp á nýtt. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 64% landsmanna. Sameinað sveitarfélag yrði því ógnarsterk og ætti að geta veitt ríkisvaldinu aðhald og verið í forystu um að laga valdahlutföllin á milli ríkis og sveitarfélaga. Eitt einkenni íslenskra stjórnmála er miðstýrt ríkisvald og mikil völd ráðherra. Á meðan að sveitarfélög og fylkisráð stýra um helming af opinberum rekstri á Norðurlöndunum er hlutfallið hér 70/30 ríkisvaldinu í vil. Þetta dregur úr lýðræði, færir valdið lengra frá almenningi. Sterkt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu gæti haft forystu um að laga þessa skökku stöðu. En fyrst og síðast ætti sameinað sveitarfélag að geta byggt upp betri borg fyrir íbúanna, fallegri og öflugri borg og vonandi réttlátari og jafnari. Ég legg þessar hugleiðingar fram til umræðu. Þótt ég sé í Sósíalistaflokknum eru þetta ekki tillögur þess flokks heldur mínar vangaveltur. Gleðilega hvítasunnu Höfundur er Reykvíkingur fæddur í Hafnarfirði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun