Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 17:37 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann segir flugfélagið vera á fleygiferð inn í sumarið. Stöð 2/Egill Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira